Vertíðin er hafin

Þá er fermingarvertíð prestanna hafin. Árlegar fermingar eru prestunum í fjölmennum sóknum sem heilög vertíð, Guðsgjöf nánast!  Það er bitur reynsla margra að þessir  ríkisstarfsmenn,  þjónar kirkjunnar, hreyfi vart legg né lið í þágu safnaðarbarna sinna, nema fá fyrir það sérstaklega greitt. Þó er það vafalaust misjafnt eins og prestarnir eru margir.

250 börn fermast í Grafavogskirkju þetta árið að sögn eins prestsins í þeirri sókn. Gjaldtaka fyrir hvert fermingarbarn er samkvæmt gjaldskrá Innanríkisráðuneytisins fyrir aukaverk presta, kr. 9.300,- sem gerir 2.325.000,-  í fermingabónus fyrir þá kirkju eina, þetta árið, þá eru önnur prestverk ótalin í þeirri sókn.

Ég ætla að leyfa mér að efast um að þessi opinbera gjaldskrá ráðuneytisins sé alfarið ráðandi við gerð reikninga. Nýlega heyrði ég í útvarpi frásögn manns sem fékk reikning fyrir útför náins ættingja. Þar var, auk annarra þátta, rukkað sérstaklega 8000,- kr fyrir akstur prestsins í sambandi við jarðaförina. Þetta var þrátt fyrir að reikningsgreiðandinn hefði sjálfur sótt prestinn og ekið honum heim að athöfninni lokinni. Þegar hann spurðist fyrir hverju þetta sætti var svarið að um staðlaðan reikning væri að ræða!

Hvað ætli margir syrgjendur greiði slíka staðlaða reikninga án athugasemda?

Hvað ætli stórt hlutfall af þessum aukagreiðslum til presta rati inn á skattaskýrslur? Hvað ætli margir gefi skattinum upp þessar aukagreiðslur,  sem ég held að séu oftar en ekki  reikningslaus viðskipti.


mbl.is Fermt í Grafarvogskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, staðreyndin er nú sú að ættingjar greiða ekkert fyrir útfarir. Sú greiðsla kemur úr sjóðum kirkjugarðanna. Þannig að þetta er tæpast rétt hjá þér.

Kv. Ólafur Jóhann

Ólafur Jóhann (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband