Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Það breiðir úr sér skítlega eðlið

Enn og aftur sýnir Sjálfstæðisflokkurinn þingi og þjóð fádæma lítilsvirðingu. Þingstörfin virðast ekki koma þingmönnum flokksins við, telji þeir sig hafa öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa. Þá hika þeir ekki við að hlaupa frá ábyrgð sinni og skyldum og mæta ekki til þings.

Skítlega  eðlið,  sem sagt var að prýddi fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins, virðist hafa dreift sér eins og illgresi og heltekið allan flokkinn.

En eflaust koma þau tíðindi fáum á óvart, í sannleika sagt.


mbl.is Verða upptekin þegar atkvæðagreiðsla fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðst Goggi afsökunar eða forherðist hann í ruglinu líkt og annar ónefndur forsætisráðherra?

Það er athyglisvert þegar Landsbankinn opnar umræðuvef að hann skuli hafa fengið, af öllum mönnum, afstyrmið Gordon Brown til að skrifa á síðuna.

gordonbrownÞess var krafist á sínum tíma að Gordon Brown bæði Íslendinga afsökunar á því að hafa beitt hryðjuverkalögunum á þjóðina.

Goggi getur þegar hann hefur sín skrif á vefnum notað gamlan frasa sem einn ónefndur maður hefur notað með góðum árangri sem afsökun fyrir sínum afglöpum.  Maybe I should have“.

Þá þarf ekkert að ræða það meira.


mbl.is Skrifar á vef Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Mörður að rumska?

Þetta er það gáfulegasta sem heyrst hefur frá Merði um langa hríð.

 
mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum til björgunarsveitanna um áramótin

Þetta hefur verið feikilega umfangsmikil og mannfrek leit og sýnir hvað björgunarsveitirnar okkar eru frábærar og mikilvægar samfélaginu. Illt væri án þeirra að vera.

Svona leitir eru mjög dýrar og öll starfsemi björgunarsveitanna fjárfrek. Sveitirnar fjármagna sig nær eingöngu með sölu flugelda um hver áramót. Það er mikilvægt að fólk hafi það í huga um áramótin og beini flugelda viðskiptum sínum til björgunarsveitanna en sneiði alfarið hjá þeim „afætum“ sem í auknum mæli sækja inn á þennan markað.

Stuðlum að eigin öryggi, verslum flugeldana hjá björgunarsveitunum. Afæturnar hafa, með flugeldasölunni, ekki í huga að bjarga neinum nema sjálfum sér.


mbl.is Maðurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búinn...

....að vita þetta lengi.

 


mbl.is Egils Gull besti „standard lagerbjórinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörið tækifæri fyrir Bjarna....

...að nýta tækifærið og bjóða Cameron með sér í sitt reglulega bjútý bað til skrafs og ráðagerða og til að efla tengslin og vinaböndin.


mbl.is Bjarni hittir Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrir ævintýragosar

Þetta sýnir enn betur, en áður hefur komið fram, brýna nauðsyn þess að svona ferðagosum verði gert skylt að kaupa sér tryggingar.

Tryggingafélögin munu þá sjá til þess að þessir ævintýragosar skipuleggi og framkvæmi ferðir sínar með vitrænum hætti og hafi á sér þann búnað sem tryggi að þeir finnist með skjótum og öruggum hætti, beri út af.

  


mbl.is Leitað á Sólheimajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndarsmíð

j0118639Mogginn reynir hvað hann getur að fegra ímynd Bjarna Ben fyrir komandi formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. Mogginn greinir m.a. frá því að Bjarni hafi tekið upp á þeirri nýbreytni, fyrstur formanna flokksins, að baða sig reglulega, í þeim tilgangi að líta vel út.

Svo er auðvitað nauðsynlegt í svona ímyndarsmíð að koma því að Bjarni hafi marga fjöruna sopið í líkamsrækt og hafi víðtæka þekkingu á því sviði. Þetta er eins og stöðluð ljósku tilsvör í fegurðarkeppnum, þegar þær misskilja sjálfa sig.

En sennilega þarf sterkari efni en vatn og sápu, haldi Bjarni og Mogginn að hann geti þvegið af sér nálykt flokksins.


mbl.is Þekkir engan sem lítur ekki í spegil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðgöng og ný brýndar tennur

Þessi Vaðlaheiðargöng eru eflaust það sem koma skal í fyllingu tímans, já fyllingu tímans.

En menn hljóta að spyrja sig, við þær aðstæður sem nú eru uppi, hvort ekki væri nær að beina þessum fjármunum, liggi þeir á lausu, sem þeir hljóta að gera, inn á aðrar brautir, sem skapa fleiri störf?

Eru fáein störf bormanna, með fullri virðingu fyrir þeim, það sem allt veltur á þessa dagana að því frátöldu að Guðjón Þórðarson er mættur með ný brýndar tennurnar til Grindavíkur?

Guðjón, verður eins og göngin opinn í báða enda og til alls líklegur, að sögn kunnugra. Báðar þessar aðgerðir eru mjög umdeildar og útkomu þeirra beggja vitum við ekki fyrr en í fyllingu tímans, þegar óafturkræfur skaðinn kann að hafa orðið.


mbl.is 1 milljarður vegna Vaðlaheiðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voooooooooooouuuvvvovvvváááááááá

Tóma Krúsin er að koma til landsins. Maður getur bara ekki annað en blotnað við svona fréttir.


mbl.is Tom Cruise á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband