Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Hvaðan koma börnin?
8.11.2011 | 20:24
Það er löngu tímabært að þessu fólki sé sagt hvernig börnin verði til og að getnaður sé frjálst einkaframtak en ekki Guðleg forsjón.
![]() |
Eiga von á barni númer 20 - vildu ekki hætta á oddatölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Líf og fjör í fangelsum
8.11.2011 | 06:26
Margt hefur verið skrifað og skrafað um fangelsin í Mexico, um meint harðræði og illan aðbúnað fanga. Nú hefur komið í ljós að þetta er alrangt. Fangelsin í Mexico eru þvert á móti með þeim frjálslegri sem sögur fara af.
Þetta kom í ljós við skyndileit í fangelsi einu í Mexico. Þá fundust auk vopna, sex kvenfangar sem áttu að vera á kvennadeildinni en ekki karladeildinni, 19 vændiskonur, haugar af eiturlyfjum, 100 hanar og allskonar munaðarvarningur sem er að öllu jöfnu ekki staðalbúnaður fangelsa.
Opnari og frjálslegri gerast fangelsin varla. Hvernig ætli þessu sé háttað á Hrauninu?
![]() |
Vændiskonur, hanar og dóp í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þöggun 102
7.11.2011 | 20:11
Þetta er og verður vandræða mál. Erfitt verður að sanna eitt eða neitt úr því sem komið er og hvað ekki síst eftir þetta síðasta útspil systkina Guðrúnar Ebbu og móður þeirra.
En hvað sem því líður, þá virkaði málflutningur séra Skúla S. Ólafssonar í Kastljósinu áðan ekki mjög trúverðugur á mig.
Rökstuðningur hans, máli sínu til stuðnings, að heimilislífið hafi verið hefðbundið er í besta falli broslegur. Þekkir séra Skúli muninn á lífi á heilbrigðu heimili og lífinu á heimili misnotkunar þar sem bæði gerandi og þolandi gera hvað þau geta til að leyna viðbjóðnum? Ég vona hans vegna að hann geri það ekki og þetta hafi verið honum gersamlega hulið.
Ég skynja þetta sem neyðartilraun fjölskyldu Ólafs Skúlasonar til þöggunar, jörðunar á ljótu máli sem hún getur og vill ekki horfast í augu við.
Er annað hægt?
![]() |
Heimilislífið hefðbundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (77)
Sakamannaframabrautin beina
6.11.2011 | 15:25
Það hlýtur að vera rannsóknarefni fyrir sérfræðinga hverskonar, umhverfis, sálar, félags, og menningarmála, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi, umfram önnur kjördæmi, hallast að því að velja dæmda sakamenn til framboðs til þings og bæjarstjórna.
![]() |
Finnur fyrir miklum stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vonarstjarnan
6.11.2011 | 13:22
Hvað hefur þessi Hanna Birna sér til frægðar unnið annað en að tapa stórt í borginni.... fyrir trúð?
Ekki er bjart yfir Betlehem ef hún er vonarstjarnan eina.
![]() |
Hanna Birna í herferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ó, Gvöð
6.11.2011 | 00:50
Ég fæ í hnén við svona lestur svona frétta og hefði hreinlega misst í buxurnar af eftirvæntingu og spenningi, hefði ég ekki verið nýbúinn að tæma alla tanka.
Váooovvv maður, royal-barn á leiðinni, hvert ætli alheimsraðnúmerið verði á því ?En hvað sem öllum spenningi líður verður þetta barn aðeins enn einn aðals ónytjungurinn til viðbótar á framfæri almennings í Bretlandi.
![]() |
Middleton með barni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Undarlegt smástirni
3.11.2011 | 20:32
Myndin sem fylgir þessari frétt er fráleitt af loftsteini (smástirni) heldur líkist þetta mest geimþoku sem myndast hefur eftir dramatísk ævilok sprengistjörnu (super novu).
![]() |
2005 YU55 heimsækir jörðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað?
1.11.2011 | 20:44
Ætla Ísraelar að gera árás á Sameinu þjóðirnar?
Ef þeir ætla að hefna sín með því að herða enn frekar kúgunina gagnvart Palestínsku þjóðinni verða þeir að átta sig á því að afstaða heimsins gagnvart helstefnu þeirra er að breytast.
Þeir geta ekki lengur gengið að því sem gefnu að helförin verði þeim framvegis sá hulinshjálmur til ódæðisverka, sem hann hefur verið.
Sá tími er liðinn.
![]() |
Ísraelar bregðast við af hörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þetta eru Bandaríkin í dag
1.11.2011 | 20:33
Á öndverðri stefni við alla skynsemi, á þessu sviði sem öðrum.
![]() |
Kirkjugestir skilji byssuna eftir heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)