Það breiðir úr sér skítlega eðlið

Enn og aftur sýnir Sjálfstæðisflokkurinn þingi og þjóð fádæma lítilsvirðingu. Þingstörfin virðast ekki koma þingmönnum flokksins við, telji þeir sig hafa öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa. Þá hika þeir ekki við að hlaupa frá ábyrgð sinni og skyldum og mæta ekki til þings.

Skítlega  eðlið,  sem sagt var að prýddi fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins, virðist hafa dreift sér eins og illgresi og heltekið allan flokkinn.

En eflaust koma þau tíðindi fáum á óvart, í sannleika sagt.


mbl.is Verða upptekin þegar atkvæðagreiðsla fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu - var þetta ekki stjórnarandstaðan eins og hún lagði sig?

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

er þetta ekki eina leiðin til að láta stjórnarflokkana vita um afstöðuna.

stjórnin hlustar ekki á neinn.

kanski best að hunsa þá alveg.

Guðleifur R Kristinsson, 16.11.2011 kl. 20:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og er þá skömmin minni Sigrún?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2011 kl. 21:22

4 identicon

Sæll

Alveg er ég innilega sammála þér að þetta séu óboðlegt að gefa þingmönnum ekki tækifæri til að kynna sér málin, hins vegar held ég að það hafi nú kannski skeð í tíð fleiri meirihluta enn bara þessa sem nú situr :)

EN EF ÞESSIR DJÖ......, ANDS....,AUMINGJANS ÞINGMENN GETA EKKI MÆTT Á FUNDI, ÞÁ Á AÐ SVIPTA ÞÁ LAUNUM.

Aðrir fá ekki greitt ef þeir mæta ekki í vinnu. Þingmenn eiga að mæta og kjósa. Hvort þeir þæfi málið er mér andsk.... sama um.

Það er svona yfirlýsingar og framkoma sem gerir það að verkum að fólk ber ekki virðingu fyrir þessum hálfvitum.

Fyrirgefðu orðbragðið en það kom að því að maður fengi upp í kok af þessum afætum.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 21:26

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðleifur, ætla mætti að það væri alveg nýtt að ríkisstjórn Íslands, með meirihluta þings á bakvið sig, sé leikstjórnandi þingsins.

Finnst þér þessi lágkúra stjórnarandstöðunnar til eftirbreytni, er þetta mannskapurinn sem þú vilt að taki að sér stjórn landsins?

Heldur þú að stjórnarandstaðan myndi líta öðrum augum á meirihluta vald sitt og framkvæma það með öðrum hætti, væru þeir í stjórn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2011 kl. 21:31

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innleggið Larus.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2011 kl. 21:32

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er óþarfi að láta Stjórnarflokkanna vað uppi með hvaða vitleisu sem er,það er ekki svo gæfulegt sem þeir bera fram á þingi..

Vilhjálmur Stefánsson, 16.11.2011 kl. 22:23

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vilhjálmur, ert þú talsmaður þess að minnihluti Alþingis eigi að stjórna störfum þingsins?

Er líklegt að þú verðir sömu skoðunar þegar og EF svo ólíklega vilji til að Sjálfstæðisflokkurinn myndi stjórn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2011 kl. 22:41

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er gott að þú telur þig vera með pálmann i höndunum, Axel. En bíðum sjáum hvort ekki muni sjást undir iljarnar á fyrrverandi stjórnarandstöðu, þegar hún verður kominn á sinn upp á halds stað, (Það er)  í stjórnaandstöðu eftir kosningar!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.11.2011 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.