Er verið að vopna lögregluna?

Svo má skilja á þessari frétt að verið sé að vopna lögregluna hægt og rólega svo lítið beri á. Hvaðan kemur heimildin til þess, er þetta lögum samkvæmt?  Hver tók þessa ákvörðun, lögreglustjóri, ráðherra?

Er þetta það sem við viljum sjá hér á landi? Lögreglumenn hafandi hönd á byssum í samskiptum við almenning tilbúnir að skjóta bregðist menn ekki „kórrétt“ við fyrirmælum þeirra?

Þetta er slæm þróun, hana verður að kæfa í fæðingu.


mbl.is Byssur í lögreglubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hugmyndin er þegar fædd, komin í framkvæmd og nú er bara að venja skrílin við þetta. Það þarf engin lög á íslandi um svona smáatriði...hvað á lögregla að gera þegar skríllinn verður rændur restinni af eigum sínum og tryllist gjörsamlega?

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 07:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skjóta skrílinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.11.2011 kl. 07:14

3 identicon

Ákaflega innihaldríkar, skynsamlegar og uppbyggjandi samræður hér að ofan.

Málið er einfalt. Skotvopn hafa verið til á lögreglustöðvum út um allt land í mörg ár og fullar lagaheimildir til þess. Munurinn á því hvort skammbyssur eru geymdar í læstum hirslum í lögreglubifreið eða á lögreglustöð er stigsmunur en ekki eðlis. Oft á tíðum eru lögreglumenn út á landi langt frá lögreglustöðvum sínum jafnvel margra klst. fjarlægð. Og það er óásættanlegt fyrir þessa lögreglumenn að geta ekki brugðist við. Það er langt í aðstoð sérsveitar á Austurlandi t.d. og Vestfjörðum.

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 07:37

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað annað?

Það er þróuninn erlendis og lögregla vill ekki vera neinn eftirbátur þróunar erlendis. Erum við ekki komin með ameríkanska "COPS" útgáfu af íslensku lögreglunni?

Það er í alvöru alveg synd að fólk noti ekki innlendan hugsunarhátt við að leysa innlend mál...Þetta byssæði lögreglunnar mun smita af sér til afbrotamanna. Þannig er það erlendis og þannig mun það verða hér líka...

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 07:38

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það skiftir engu máli hve margar byssur lögreglan hefur eða hefur ekki - það bjargar engum.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.11.2011 kl. 07:52

6 identicon

forríkir bankarar og milljarðamæringar, keypt ríkisstjórn, erlendar mafíur og logandi hræddar löggur með byssur.

jupp, okkur hefur tekist að skapa litlu ameriku með ágætum.

meira segja heilbrigðiskerfið er í rúst.

fuck sakes, nógu erfitt var að lifa á þessu landi.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 08:25

7 identicon

Ég dáist alltaf af því þegar leikmenn telja sig geta tjáð sig um málefni atvinnumanna og gera það af heilindum og rökum. Ekki eins og er hérna fyrir ofan. Cops þætitir? logandi hræddar löggur með byssur? alveg magnað

Hallur (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 09:40

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að með byssuvæðingu lögreglunnar, þar að gera aðrar ráðstafanir líka, svo sem eins og meiri kröfur á andlegt atgerfi lögreglumanna og innra eftirlit sem rannsakar vafamál sem upp koma.  Slíkt innra eftirlit ætti raunar að vera starfandi alltaf, rétt eins og í vafasömum málum sem upp koma hjá lögreglu, eins og meint barnaníð, og fólskulegar árásir einstakra manna með gasi og svo framvegis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 10:26

9 identicon

Alltaf hlæ ég jafn dátt þegar ég les komment frá fólki sem heldur að glæpamenn séu í vígbúnaðarkapphlaupi við lögguna :) Að sjálfsögðu miða þeir sína vopnaþróun við samkeppnisaðilana í undirheimunum.

Dúddi dópsali fær sér ekki afsagaða haglabyssu vegna þess að löggan er með skammbyssu. Hann fær sér haglabyssu vegna þess að hrólfur hrotti gengur um með rafstuðtæki og kaststjörnur. 

Og eftir situr lögreglan með mun færri tæki og tól en þeir menn sem hún þarf að hafa afskipti af. 

Diddi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 10:31

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Setjið skotvopn í lögreglubílana og þá verður þess ekki lengi að bíða að fyrsti lögreglumaðurinn verður skotinn til bana á Íslandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 15:09

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hætt við því Svanur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 19:56

12 identicon

Svanur, þess er ekki langt að bíða nú þegar. Munurinn verður aftur á móti sá að lögreglumennirnir geta þó varið sig ef þeir hafa réttu verkfærin.

Í Noregi var lögreglumaður skotinn í bíl sínum á leið í útkall þar sem tilkynnt var um vopnað rán. Hann mætti á svæðið vopnlaus og var skotinn. Eftir það voru sett vopn í lögreglubifreiðar og ekki veit ég til þess að nokkur lögreglumaður hafi hlotið sömu örlög síðan.

Er ekki best að leyfa lögreglunni sjálfri að meta þörfina. Það eru þeir sem þurfa að standa vaktina. Annars er merkilegt að heyra fólk tala um að það treysti lögreglunni ekki fyrir þessum tækjum.

Lögreglan nýtur mest trausts af öllum stofnunum landins. Milli 80 og 90 prósent landsmanna treysta henni en samt heyrist mest í pínulitla minnihlutanum.

Diddi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 21:53

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Diddi, Ég hef enga trú á því að lögreglumenn yfirleitt séu því fylgjandi að þeir beri skotvopn eða hafa þau til taks í bifreiðum sínum. -

En það er ekki eins og við séum að finna upp hjólið í þessum málum. Margar þjóðir hafa gengið í gegnum sömu þróunina, og hún er svo til undantekningalaust á sömu lund,   um leið og lögreglan eykur við vopnabúnað  sinn,  gera glæpamenn það líka. Vopnaðir lögreglumenn halda ekki aftur af glæpamönnum frekar en harðir dómar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 22:56

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vopnuð lögregla nýtur ekki sama trausts og óvopnuð. Ef lögregla er ALLTAF tilbúin undir stríð við vopnaða glæpamenn, þá verður henni að ósk sinni að lokum...

Óskar Arnórsson, 24.11.2011 kl. 04:42

15 identicon

Sæll Svanur, ég tel mig þekkja þessi mál ágætlega. Það eru akkúrat engar rannsóknir sem sýna fram á að glæpamenn auki vopnabúnað sinn þótt lögreglan geri það. Ef þú getur bent á rannsóknir sem sýna það þá væri gaman að lesa þær. Láttu endilega link fylgja.

Óskar, eru einhverjar kannanir sem sýna að sérsveit ríkislögreglustjóra njóti minna trausts en sú almenna? Getur þú póstað tengli á þá könnun eða einhverja sem sýnir að vopnuð lögregla njóti minna trausts en óvopnuð? 

Þessi fullyrðing þín varðandi að "ef lögregla er alltaf tilbúin undir stríð við vopnaða glæpamenn, þá verði henni að ósk sinni að lokum" er eins og að segja að ef slökkviliðsmenn séu alltaf í viðbragðsstöðu og undirbúnir fyrir stóran eldsvoða, verði þeir að ósk sinni að lokum.

Er þá ekki betra að slökkviliðið hafi tæki og tól til að bregðast við verstu og alvarlegustu tilfellunum ef á reynir? Á sama hátt hljótum við að vilja að lögreglumenn hafi tæki og tól til að takast á við verstu og alvarlegustu tilfellin sem þeir lenda í.

Óttar (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 13:22

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óttar reit; 

Það eru akkúrat engar rannsóknir sem sýna fram á að glæpamenn auki vopnabúnað sinn þótt lögreglan geri það. 

Fróðlegt viðtal með tilvitnunum í kannanir í Bretlandi hér.

Hér eru bæði sjónarmiðin lögð fram með skipulegum hætti.

Hér fjallar BBC um málið

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.11.2011 kl. 14:39

17 identicon

Svanur, þetta er svo sannarlega áhugavert en eingöngu vangaveltur og ólík sjónarmið. Það eru engar sönnur færðar á að vopnakapphlaup hefjist þótt lögreglan fái greiðari aðgang að vopnum.

Er ekki tilætlunarsemi að ætlast til þess að óvopnaðir lögreglumenn þurfi að fást við vopnaða einstaklinga? Myndir þú vilja það eða einhvernákominn þér?

Óttar (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 15:46

18 identicon

Ég hef litla skoðun og takmarkaða þekkingu á þessu máli en tel þó að lögreglumenn eigi að hafa allar þær varnir sem þeir telja nauðsynlegar til að stunda störf sín.

Eitt get ég þó fullyrt.. sem er að ég ber MUN meiri virðingu fyrir vopnuðum lögreglumanni en óvopnuðum.

Ég veit ekki hvað veldur en svona er ég bara...

runar (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 16:27

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óttar; ég veit að það hafa verið gerðar faglegar úttektir á þessu hérna í Bretlandi þar sem venjulegir bobbíar ganga ekki með vopn þó ég geti ekki reitt þær fram án fyrirvara. 

Fram að þessu hafa lögreglumenn á Íslandi ekki þurft að fást við einstaklinga vopnaða skotvopnum án þess að hafa sjálfir aðgang að vopnum og mönnum þjálfuðum til að fara með þau. Atvik eins og þau sem urðu kveikjan að þessari frétt verða oft til þess að fólk fyllist ótta og grípur til öfgafullra aðgerða. -

Ég hef reyndar starfað sem lögreglumaður, bæði í Keflavík og í Vestmannaeyjum. Í þá daga var Keflavíkurlögreglan trúlega eina embættið á landinu sem leyfði skammbyssu í Lögreglubíl og það var vegna tíðra slysa á Reykjanesbraut af völdum búfés sem varð að aflífa.

Í Vestmannaeyjum voru til skammbyssur til að aflífa skepnur, en þær voru geymdar á stöðinni. - Stefnan á Íslandi hefur verið að komi til vopnaðra átaka með skotvopnum sé til sveit sem getur brugðist við. - Það hefur gengið afar vel fram til þessa og íslenskir lögreglumenn hafa ekki þurft að hleypa af skoti fram til þessa. Að breyta þessari stefnu í einhverri tilraunastarfsemi er og mikil áætta að mínu mati.

Þakka svo ágætar umræður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.11.2011 kl. 17:18

20 identicon

Svanur, það er ljúft að geta séð gamla góða saklausa Ísland í svona rómantísku ljósi. En talandi um Bretland þar sem þú ert núna.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Erlent/madur-gekk-berserksgang-i-kjotverslun-i-london-lattu-mig-hafa-kjotoxina-stakk-fjora-logreglumenn-i-arasinni

En kannski er þetta bara fórnarkostnaðurinn fyrir þá sem vilja halda í sakleysið.

Diddi (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband