Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Af hverju...

kim-jong-il...ætli Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, jafn dáður og elskaður maður, og hann sannarlega er, þurfi að ferðast í brynvarinni lest?

 .

.

 


mbl.is Kim í skemmtilegri lestarferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherraábyrgðin uppvakin

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ákvað að skipta um stjórn Byggðastofnunar í heild sinni, henda út pólitískum kommiserum og skipa stofnunni í staðin faglega stjórn.

Bravó, loksins eitthvað að viti, liggur manni við að segja. En starfsemi Byggðastofnunar er og hefur aldrei verið fagleg og ekki beinlínis til þess ætlast enda ekki eðli byggðaáætlana að vera einfaldar og faglegar reiknikúnstir.

Ákvörðun ráðherra er í sjálfu sér heilbrigðin ein að því leitinu að þetta þyrfti að gera víðar í stjórnkerfinu og þar sem það ætti betur við. En þetta gengur ekki upp nema ný stjórn virði pólitískan tilgang Byggðastofnunar og markmið stjórnvalda í þeim efnum.

Þessi ákvörðun skerpir pólitíska ábyrgð ráðherra, segir Katrín Júlíusdóttir. Gott eitt um það að segja og vonandi að hún muni eftir því ef þessi ráðstöfun springur í andlitið á henni


mbl.is VG gagnrýnir iðnaðarráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa í Heimdalli

HeimdallurEkkert er gleggra merki  um ríkjandi áhugaleysi um félög og félagasamtök, en þegar  sjálfkjörið verður í stjórnir þeirra.

Það fer varla hrollur um landsmenn, svona almennt,  þó tilvistarkreppa og áhugaleysi hrjái Heimdall þessa dagana og eitthvað inn í framtíðina.

Það er varla skaði þó samdráttur verði í sorpinu, svo kostnaðarsöm sem sorphreinsunin hefur reynst.


mbl.is Sjálfkjörið í stjórn Heimdallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðleg megrun Framsóknar

imagesCAKW8E27Það væri reynandi fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að prufa Katie Holmes aðferðina á aukakílóin.

Þessi þjóðernisrembumegrunarkúr sem Sigmundur er á núna þrælvirkar að vísu, en ekki á Sigmund sjálfan,  heldur Fram- sóknarflokkinn, sem skreppur  saman og rýrnar hratt þessa dagana.

Framsóknarflokkurinn var raunar, fyrir þetta megrunarátak formannsins, þegar svo illahaldin af anorexíu að vart var á þau ósköp bætandi.

   


mbl.is Katie Holmes horast niður á hráfæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupið í felur

800px-The_Pentagon_January_2008Pentagon bygging landvarnar- ráðuneytisins í Arlington var rýmd vegna smá jarðskjálfta í dag!  

Maður hefði haldið af ímynd og mikilvægi Pentagon í landvörnum Bandaríkjanna að þar stæðu menn keikir á hverju sem gengi, en fengju ekki hland fyrir hjartað og hlypu í felur af engu tilefni.

Hvað gerist í Pentagon ef til stríðs kemur?

 


mbl.is Jarðskjálfti í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sitja á sínum strák

CARTN8~1Það er spurning hvort Dominique Strauss-Kahn læri sína lexíu af þessu og sitji á strák sínum framvegis,  í bókstaflegum skilningi.

Sögurnar sem af honum fara segja okkur að það sé sennilega borin von og hann fái það sem hann eigi skilið í fyrr en síðar.

  


mbl.is Málið gegn Strauss-Kahn fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grefur Svandís Kvikmyndaskólann upp eða niður?

Með fullri virðingu fyrir Svandísi Svavarsdóttur, þá get ég ekki með nokkru móti séð hana fyrir mér leiða deiluna um Kvikmyndaskólann til lausnar og farsælla lykta.

Mér hefur alla tíð fundist Svandís og verk hennar sýna að hún sé þeirrar náttúru að kunna ekki annað  en dýpka þær holur sem hún álpast ofaní.

Vonandi afsannar Svandís þessa kenningu mína í þessu leiðinda máli.


mbl.is Náðu ekki saman við ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason tekur snöggan framsóknarhælkrók á hag neytenda

Allir kannast við tvöfalt verðkerfi flutningafyrirtækja, ef pakkinn er stór miðað við þyngd, er borgað eftir rúmmáli, en ef pakkinn er lítill miðað við þyngd ræður þyngdin gjaldinu.  Þetta tryggir að alltaf er rukkað hæsta mögulega gjald.

Jón Bjarnason hefur áttað sig á þessu og tekið þetta upp á sína arma, enda kjörin aðferð til að slá í og úr, sem er ær og kýr landbúnaðarráðherrans.

Því tekur Jón núna snöggan framsóknarhælkrók á innflutning matvæla til að tryggja fæðuöryggið að hans sögn. Sennilega væri auðveldara og hagstæðara fyrir ríkið og almenning að tryggja fæðuöryggið með því einu að flytja aðeins minna út af niðurgreiddu kjöti.

Framsóknar hælkrókurinn tryggir að ávalt sé valin versti  kosturinn fyrir hag neytenda til verndar þröngum og annarlegum hagsmunum úrelts landbúnaðarkerfis. Jóni er manna best treystandi til að velja til skiptis magntoll eða verðtoll, taka framsóknarhælkróka hægri vinstri til að hindra sem mest og frekast framgang heilbrigðra viðskiptahátta sem yrðu neytendum til hagsbóta.

  

 


mbl.is Tók mið af gjaldeyrishöftum og fæðuöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða eru matarholurnar

Talsmenn sveitarfélagana ryðjast hver um annan þveran í fjölmiðlum og fréttatímum að útlista hve erfitt það verður sveitarfélögunum að mæta kostnaðinum við samningana sem þeir gerðu við leikskólakennarana.

Allir skulu fá að vita að afleit útkoma á rekstrareikningum sveitarfélagana verður ekki kjörnum stjórnendum þeirra að kenna heldur ósanngjörnum og frekum leikskólakennurum, þeir beri ábyrgð á niðurskurði framkvæmda og hækkunum á gjaldskrá og þjónustu.

Þessi fjölmiðla taktík  sveitarstjórnarmanna er farið að minna illa á Ernu Hauksdóttur talsmann ferðaþjónustunnar sem mætir inn á stofugólf með raunasögurnar um leið og einhverstaðar stíflast ræsi.

7% upphafshækkun launa eru nú ekki þau ósköpin að allt fari á hliðina. Ég minnist þess ekki að talsmenn sveitarfélagana fylli út í fréttatímana þegar þeir í annan tíma lauma hækkunum á gjöldum og þjónustu á íbúanna.

En niðurskurður er ekki alltaf af hinu illa, ef skorið er á réttum stöðum. 500 manna sveitarfélag eitt úti á landi gæti fjármagnað allan kostnaðinn og gott betur með smá „niðurskurði“. Hjá þessu sveitarfélagi starfar markaðsráðgjafi!  Hvorki meira né minna.

Enginn utan hreppsnefndarinnar virðist vita hlutverk hans og  verksvið, utan að makka rétt á fjögurra ára fresti. Telja mætti að varanleg tilfærsla hans úr starfi teldist frekar ráðdeild en niðurskurður.

Til að mynda eru hér í Grindavík 2 byggingarfulltrúar en aðeins tvö eða þrjú hús í smíðum. Þrátt fyrir kreppuna hefur engin breyting orðið á þessu sviði bæjarins frá því allt var sem vitlausast og brjálaðast í byggingariðnaðinum fyrir hrun.  Svo mikið er samt að gera hjá þeim köppum að byggingaraðili þurfti í nóvember s.l.  í tvígang að fá byggingarfulltrúa úr Reykjanesbæ fyrir  steypuúttekt.

Ég hef trú á að víða sé í yfirstjórnum sveitarfélaga slíkar matarholur, sem hægt væri sársaukalaust,  án þess að nokkur taki eftir því, að ráðstafa í launahækkun leikskólakennara.  


mbl.is Sveitarfélögin skoða hvernig launahækkun verður mætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannibalsson heima og að heiman

Ég held að Íslendingar, almennt, geri sér ekki grein fyrir hve mikilvægt framtak Jóns Baldvins Hannibalssonar er Eistlendingum og heiminum öllum, þegar hann fyrir hönd Íslands, fyrst ríkja, viðurkenndi sjálfstæði Eistlands.

Með Jón Baldvin í fararbroddi gekk Ísland fram fyrir skjöldu og viðurkenndi sjálfstæði Eistlands meðan önnur vestræn ríki kappkostuðu það eitt að setja kíkinn fyrir blinda augað.

Sjálfstæði og frelsi virðist sumum meira í orði en á borði ef hægt er að láta kyrrt liggja enda var „sjálfstæðishugsuðum“ mörgum hverjum ekki skemmt.

Fyrir þetta framtak Jóns, sem hann gerði nánast í óþökk ríkisstjórnar Íslands, er hann þjóðhetja í Eistlandi. Hannibalsson er mikilsvirt nafn í öllum Eystrasaltsríkjunum.

Það er kaldhæðni örlagana að Jón Baldvin skuli meira metin erlendis fyrir sín verk en hér heima. 


mbl.is Íslendingadagur í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband