Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Punglegt ergelsi
21.8.2011 | 18:22
Dönsk kona, sem er í haldi lögreglu fyrir að hafa nartað svo illa í kviðsvið eiginmannsins að úti lágu djásnin, ber að eigin- maðurinn hafi sjálfur bitið í punginn á sér.
Það er auðvitað farsælast að hjón borði sinn þorramat í sátt og samlyndi.
Þá er það bara spurningin hvort kviðsviðin hafi verið hæfilega verkuð svona mitt á milli Þorra?
Beit í eistu eiginmanns síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
„Jólatréð“ Harpan
21.8.2011 | 12:08
Listaverkið Harpan er loks fullskapað, eftir að kveikt var á ljósunum í glerhjúpnum. Miklar væntingar höfðu verið byggðar upp um mikilfengleikan og dýrðina.
Það var talið niður, allir héldu því niðri í sér andanum, .......svo var kveikt og það fæddist, ..........lítil jólasería.
Tendrun jólaseríunnar, sem gæti allt eins hafa verið keypt á útsölumarkaði Byko, var lokahnykkurinn á vígslu Hörpunnar sem staðið hefur í allt sumar. Núna er sú veislan búin og við tekur að sópa saman reikningunum og greiða þá. Ekki greiða þeir reikningana sem ábyrgðina á þessum skandal bera, það gerið þjóðin, nema hvað.
Ekkert stórfenglegt er við þessa aumu jólaseríu, eða þetta svokallaða listaverk í heild sinni nema þá ef vera kynni tékkinn sem rann ofan í vasa, hins ofmetna listamanns Ólafs Elíassonar. Tékkinn sá verður hinsvegar ekki til sýnis, þó hann sé sagður bæði glæstur og gildur.
Nei tékkinn verður leynó, aðallega fyrir þá sök að hlutaðeigendur vilja auðvitað ekki fyrir nokkurn mun að upplýst verði hversu háar upphæðir þeir létu vélast til að greiða fyrir þennan skandal, skandal sem nú er fullkomnaður.
Þrátt fyrir, eða einmitt vegna opinberunar gærkveldsins heldur húsið enn sessi sínum sem ljótasta hús veraldar og aukinheldur geta Íslendingar núna montað sig af því að eiga stærsta ferkantaða jólatré í heimi.
Ekki ónýtt það, en dýrt er það!
Glerhjúpur Hörpu tendraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimm vasaklúta yfirlýsing
20.8.2011 | 14:15
Þær verða æ skrautlegri útskýringarnar og afsakanir Iceland Express á eigin aumingjahætti. Þeir sem kaupa þessa útskýringu blaðafulltrúa Pálma Haraldssonar athugasemdalaust, rétti upp hönd! Má ég sjá hve margir, já eins og ég hélt enginn!
Ég hef sjálfur setið í flugvélum í millilendingum á meðan eldsneyti var dælt á vélarnar. Í eitt skiptið í Montreal í Kanada var farþegum ekki hleypt frá borði þótt stoppið hafi orðið um einn og hálfur tími í það heila. Það var alfarið ákvörðun flugstjóra. Ekki varð þess vart að farþegar upplifðu sig í einhverri hættu á meðan eldsneytinu var dælt og ekkert slökkvilið umkringdi vélina á meðan.
Þrátt fyrir að starfsmaður IE hafi framkvæmt kraftaverk, að sögn Heimis, og verið í 30 klukkutíma með hópnum að leysa þeirra vandamál, sá félagið samt enga leið til að koma upplýsingum til farþegana þar sem það var ekki hægt í gegnum airport.is eða með símtali við hvern og einn!!
Ástæða þess, að sögn Heimis, að IE lét farþegana bíða í algerum upplýsingaskorti, var sú að þeir vildu ekki vekja falsvonir hjá farþegunum með ónákvæmum fréttum. Hjartnæmara gerist það varla, þetta er fyllilega fimm vasaklúta yfirlýsing.
Ekki verður annað skilið á Heimi en farþegar IE séu helvítis hænsn sem blaðri sín á milli einhverja helvítis vitleysu og breiði út kjaftasögur um félagið. Ekki fer á milli mála hvaða álit IE og blaðafulltrúi þess hafa á því fólki sem flýgur með þeim.
Þeir sem láta bjóða sér framkomu þessa "þriðjaheimsflugfélags" oftar en einu sinni hafa fyllilega unnið fyrir áliti félagsins á þeim.
Búið að borga fyrir flugvélina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppskriftarbók að einelti
19.8.2011 | 11:35
Það er að mínu mati beinlínis glæpsamlegt að reyna að berja því inn í höfuðið á barnungum stúlkum að aðeins eitt útlit sé hin eina rétta og leiði til frægðar og frama og því minna hold sem þær skarti, því betra.
Allt annað er sagt glatað og smánarlegt.
Með svona bók er börnum beinlínis selt veiðileyfi á önnur börn, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki þetta eina rétta útlit eða möguleika á að öðlast það.
Það þyrfti að kíkja undir húddið á höfundum svona barnabókmennta.
Megrunarbók fyrir 6-12 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur/tónlist | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mulningur # 68 - Að sofa á píkunni
18.8.2011 | 10:37
Börnin eru tvímælalaust það dásamlegasta sem lífið býður uppá. Sakleysi þeirra og hreinskilni framkallar oftar en ekki þvílíka gullmola í orðum að fyllilega er til jafnað með mestu hugsuðum mannkyns.
Dóttursonur minn Axel, 7ára gisti hjá langömmu sinni fyrir stuttu. Þau voru að búa sig í háttinn og amman var að klæða sig í náttföt.
Nafni horfir á langömmu sína smá stund og segir síðan íbygginn á svip: Amma af hverju sefur þú ekki á píkunni eins og hin amma mín?
Hann var hressilegur....
16.8.2011 | 22:22
Það var eins og húsinu væri hent til og síðan ruggaði það vel á eftir.
Allt hékk þó í hillum.
Táradalurinn mikli
16.8.2011 | 17:46
Samtök atvinnulífsins tala aldrei um annað en erfiða tíma, hjá þeim eru aldrei góðæri, engu auðveldara er fyrir launþega eitthvað til þeirra að sækja þegar best lætur en verst.
Það er grátið út í eitt hjá SA, sama hvernig ástandið er. Þeir mega eiga það, að í grátinum standa þeir sig vel hjá SA, Grátmundur formaður og Tárahjálmur framkvæmdastjóri. Tárahjálmur hefur sennilega landsins stærstu tárakyrtla síðan Kristján Ragnarsson var og hét hjá LÍÚ. Sá gat nú grátið, og grætt alla í kringum sig, gott ef hann var ekki ábyrgur fyrir syndaflóðinu forðum.
Hvergi er slegið af taumlausri græðgi og tilætlunarsemi þeirra ríku og kröfum þeirra á ríkið um ívilnanir og skattalækkanir hverskonar.
Til eru þeir stóreignamenn og atvinnujöfrar sem sjá ljósið, en andskoti eru þeir orðnir fáir. Warren Buffett hvatti nýverið til skattahækkana á sér og öðrum hátekju- og stóreignamönnum í Bandaríkjunum.
Hann sagði þá ofurríku endalaust gera ósanngjarnar kröfur um skattalækkanir og ívilnanir hverskonar án þess að leggja nokkuð sem neinu næmi til samfélagsins og til varnar landinu meðan millistéttin og látekjufólk bæri byrðarnar og mannaði herinn, honum og öðrum efnamönnum til varnar.
Svona maður var Þorvaldur heitinn í Síld og Fisk, hann borgaði sína skatta og skyldur með bros á vör og glöðu geði og bað jafnvel um meira.
En síðan Þorvaldur hvarf yfir móðuna miklu hafa Íslendingar engan auðmann átt sem ekki telur verulega að sér vegið með sköttum og gjöldum hverskonar. Einu gildir hversu hratt, kröftuglega og vel auðmenn okkar hafa efnast. Hver króna sem samfélagið krefst af þeim er rán í þeirra augum, jafnvel þó þeim hafi áskotnast meira fé en þeim endist ævin til að eyða, þó þeir gerðu ekki annað.
Svo gráta þeir og gráta, búmennirnir í AS, sem sögðu vaxtalækkun í kjölfar hrunsins forsendu fyrir þeirra upprisu, vextirnir lækkuðu, en þeir liggja enn vælandi með nefið í sverðinum og krefjast þess að þeim verði snýtt, þegar þeim hentar.
Mótmæla skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð óþolandi af monti í dag
16.8.2011 | 07:58
Fæðingin gekk vonum framar og öllum heilsast vel.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Pakistanar bera kápuna alltaf á báðum öxlum
15.8.2011 | 21:31
Þessar fréttir af Pakistönum ættu ekki að koma neinum á óvart. Enginn velkist í vafa um að Osama bin Laden hafi getað leynst fyrir umheiminum í Pakistan árum saman án vitundar annað hvort ríkisstjórnar Pakistans eða hersins, nema hvorutveggja sé.
Flestum, ber saman um, þar sem innflytjendur séu fjölmennir á vesturlöndum, að engir komist með tærnar þar sem Pakistanar hafa hælana í undirferli og öllum mögulegum samskipta- og umgengniserfiðleikum. Sagt er að um leið og einn Pakistani flytji í blokk fari allar íbúðir blokkarinnar með það sama á sölu.
Það er undarlegt að Bandaríkjamenn skuli hafa þá að bandamönnum eða það skýrir öllu heldur neyð þeirra og örvæntingu í þessum heimshluta. Það er ljóst að Bandaríkjamenn treysta ekki þessum bandamönnum sínum fyrir horn í einu né neinu. Þeir hafa mokað í þá fé árum saman, til að kaupa sér velvild, sem aldrei hefur orðið nema að nafninu til.
Saga Pakistan sýnir og sannar að þeir sitja á svikráðum við allt og alla, utan, jafnt sem innan sinna raða. Þeim virðist eðlislægt að bera kápuna á báðum öxlum.
Gruna Pakistana um græsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeim svíður sem undir mígur
15.8.2011 | 17:27
Æ,æ, er angaskinnið hann Breivik leiður og ósáttur með einangrunina í gæsluvarðhaldinu?
Það er ljótan ef karl tuskunni finnst hann órétti beittur.
.
Vill vera viðstaddur réttarhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)