Ráðherraábyrgðin uppvakin

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ákvað að skipta um stjórn Byggðastofnunar í heild sinni, henda út pólitískum kommiserum og skipa stofnunni í staðin faglega stjórn.

Bravó, loksins eitthvað að viti, liggur manni við að segja. En starfsemi Byggðastofnunar er og hefur aldrei verið fagleg og ekki beinlínis til þess ætlast enda ekki eðli byggðaáætlana að vera einfaldar og faglegar reiknikúnstir.

Ákvörðun ráðherra er í sjálfu sér heilbrigðin ein að því leitinu að þetta þyrfti að gera víðar í stjórnkerfinu og þar sem það ætti betur við. En þetta gengur ekki upp nema ný stjórn virði pólitískan tilgang Byggðastofnunar og markmið stjórnvalda í þeim efnum.

Þessi ákvörðun skerpir pólitíska ábyrgð ráðherra, segir Katrín Júlíusdóttir. Gott eitt um það að segja og vonandi að hún muni eftir því ef þessi ráðstöfun springur í andlitið á henni


mbl.is VG gagnrýnir iðnaðarráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband