Æ sér gjöf til gjalda

Hvernig ætlar Guðlaugur Þór Þórðarson að færa rök fyrir meintum meiðyrðum samþingmanns síns fyrir dómi nema að kalla til vitnis þá sem styrktu hann? Guðlaugur hefur einmitt borið við trúnaði við þessa styrkveitendur, í  tregðu sinni að upplýsa um styrkjamálin, sem hann hefur viljað halda sem mest í skugganum.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að styrkveitendur Guðlaugs mæti fyrir dóm og greini þar frá styrkjunum í smáatriðum,  upphæðum þeirra og þeim væntingum sem við þá voru bundnar.

Þeir eru til, en eru ekki margir, sem trúa því í einlægni að menn „gefi“ milljónir í kosningasjóði frambjóðenda af þeirri ástæðu einni að þeir telji þingmannsefnið svo dæmalaust góða sál. Ástæðan er  miklu frekar hin gagnstæða.

crown-heights-jewish-community-council-inc-bribery-beth-din-bais-din-jewish-court-of-law-corruptionÍ þessu sambandi gildir einu hver frambjóðandinn er, hvers kyns og hvaða flokki hann tilheyrir, verknaðurinn og tilgangurinn er sá sami.

Nei Guðlaugur fer ekki í mál, þá þyrfti hann að leggja allt á borðið, upplýsa styrkveitingarnar í heild sinni, hann hefur síst meiri áhuga á því nú en áður, því þá gæti hann þurft að axla ábyrgð.

Þetta er vanhugsuð innantóm hótun, sem snýst í höndum Guðlaugs og verður til þess eins að vekja aftur upp umræðu um málið og orðið, sem ekki mátti nefna.

 


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Þór fékk "gefins stofnfé" í SPRON. Hann er líka svo góð sál. Líklega hefði Guðlaugur Þór átt að fara fram á stofnfé í stað styrkja og allir hefðu verið sáttir.

http://www.vb.is/frett/62939/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 14:21

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Axel

GUÐLAUGUR FER Í MÁL VIÐ VIÐKOMANDI ÞINGMANN VEGNA UMMÆLA HANS OG BER ÞEIM ÞINGMANNI AÐ SANNA AÐ HANN HAFI ÞEGIÐ MÚTUR EKKI GUÐLAUGI AÐ LÁTA EITT EÐA NEITT ÞAR UM Í TÉ NEMA SÖNNUNIN SÉ FYRIR HENDI ÞÁ ÞARF HANN AÐ AFSANNA ÞAÐ FIRR EKKI.

Jón Sveinsson, 28.4.2011 kl. 14:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég geri ekki greinamun á sukkinu eftir mönnum eða flokkum Elín, eins og fram kemur í færslunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2011 kl. 14:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, ertu að segja það að þú trúir því í einlægni að stjórnmálamönnum séu réttir styrkir upp á milljónir af sömu aðilum, kosningar eftir kosningar,  án þess að þeim fylgi einhverjar væntingar af hálfu styrkveitenda?

Það er ekki þar með sagt að þingmaður taki við slíkum styrkjum vitandi vits sem greiðslu fyrir einhverja tiltekna þjónustu. En það er deginum ljósara að styrkveitandinn hefur hækkað um margar tröppur, meðvitað og ómeðvitað, í virðingar stiga þingmannsins, annað væri ekki mannlegt.

Það er aðeins skilgreiningaratriði hvað slíkt ber að kalla, en tilgangurinn er ljós, þeim sem vilja sjá.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2011 kl. 14:51

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það verður mjög fróðlegt að sjá Guðlaug gera grein fyrir styrkjunum ef til málsóknar kemur..

hilmar jónsson, 28.4.2011 kl. 16:19

6 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Axel

Hvorki Guðlaugur né aðrir eiga að þiggja mútur og ef svo er ber að dæma hann en hann er að fara í mál vegna ummæla sem höfð eru um hann og þar með verður sá hin sami að sanna slíkt, Fyrir mér eru megnið af þessum þingmönnum og ráðherrar eintómir valdníðingar og rumpulýður. En fyrst þarf að koma með sannanir á hann svo einfalt er það.

Jón Sveinsson, 28.4.2011 kl. 16:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur mikið til þíns máls Jón, en við þessu máli verður ekki hreyft nema rykið verði dustað af því sem það hefur hulið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband