Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Í hár saman

Þjófarnir hafa vitað upp á hár hverju þeir ætluðu að stela og farið í hár saman, í bókstaflegum skilningi.

 
mbl.is Stálu hári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er þetta ekki lengur fyndið!

gaddafi2crop-420x0Algerlega ný aðferðarfræði  virðist hafa  verið tekin upp í átökunum í Líbýu, sem ekki hefur verið reynd í átökum og stríðum hingað til, nú reyna þeir að drepa fólk og rúmlega það,  Gaddafi  sjálfan.

Tími kossa og faðmlaga stríðandi fylkinga er liðin, heimur versnandi fer.

Það er von að þetta komi flatt upp á Gaddafi og hans menn sem hafa auðvitað forðast það eins og heitan eldinn að verða nokkrum að bana í þessum átökum.

   


mbl.is Árás á höfuðstöðvar Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir lýðræðisgræningjar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfstæðismenn hafa nánast ælt lifur og lungum í ákafa sínum að mæra þremenningana  Atla, Ásmund og Lilju fyrir andspyrnuna innan VG og svo ekki hvað síst fyrir liðhlaupið.

Ekki hefur hrifning sjallana verið minni yfir fréttum af líklegri flokksstofnun þeirra Gísla, Eiríks og Helga,  Ásmundar, Atla og Lilju.

Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu þegar aðdáendur þremenningana fara að streyma úr Sjálfstæðisflokknum til liðs við hinn nýja iðgræna frjálslynda lýðræðisflokk.  


mbl.is Stofna væntanlega þingflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nátttröll bjóða til fagnaðar

Ekki er furða þó gestalistinn í brúðkaupi ensku Gremlins fjölskyldunnar sé rotinn, hann dregur auðvitað dám af gestgjöfunum,  þar sem allt snýst um titla og tildur, snobb og stærilæti.

Það er furðulegt að Englendingar skuli, eins og hundar á roði, hanga á þessu kóngadóti, nátttröllum aftan úr forneskju, sem launa ofeldið með því að  líta niður á þjóð sína og telja  sig í öllu yfir hana hafna.

 

 


mbl.is Rýnt í gestalista brúðkaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar sem......!

Ef þessi prédikun biskups er boðskapur hans og annarra kirkjunnar þjóna um bætt siðferði og vandaðri vinnubrögð innan kirkjunnar inn í framtíðina, þá ber að fagna því.

En hafi prédikunin átt að vera ádrepa kirkjunnar á syndugan lýðinn, þá hefur kirkjan, í stað þess að ganga á undan með góðu fordæmi, tekið upp fyrsta steininn.


mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég má, ég skal!

Þetta er auðvitað sorglegur atburður, en dæmigerður fyrir þennan heimshluta. Þetta hefði ekki gerst nema fyrir sakir hroka og drambsemi herraþjóðarinnar.  Þeim hugnast það betur Ísraelum að setja öðrum lífsreglurnar en fara eftir þeim sjálfir.

 
mbl.is Lögregla í Palestínu skaut Ísraelsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það brot á sæmdarrétti höfunda að merkja sér bækur?

Ef ég kaupi þessa bók, eða einhverjar aðrar, má ég þá ekki fara með þær sem mér best líkar.

Ég kannast ekki við að kvaðir hafi fylgt bókum fram að þessu, hvernig með þær skuli farið þannig að  andlegri velferð höfunda verði ekki raskað né sæmdarréttur þeirra fótum troðin.

Ég hef merkt mér allar þær bækur sem  í mína eigu hafa komið, ég velti því fyrir mér núna, hvort til þess þurfi leyfi höfundar, því bókinni hefur óneytanlega verið breytt!

Litlar hendur með blýant fóru höndum um bók eina í minni eigu fyrir margt löngu, allmargar síður voru umritaðar og textanum breytt og við hann bætt. Sem betur fer barst höfundinum  ekki þetta „níðingsverk“ barnshandanna til eyrna, það er aldrei að vita hvaða áhrif það hefði getað haft á viðkvæma listamannssálina.


mbl.is Segir níðingsverk hafa verið unnið á bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taser draumurinn

imagesCA1T2NR5Það er draumur sumra hérlendra lögreglumanna og vopnóðra manna á hægri væng stjórnmálana að Íslenska lögreglan verði búin þessum Taser byssum.

Þessi frétt er nákvæm lýsing á því sem óhjákvæmilega mun hljótast af þeirri rugl hugmynd.

Látum það ekki gerast.


mbl.is Lést eftir Taser-rafstuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ólafur ekki búinn að undirrita lögin?

Hægt gengur þessi undirskriftasöfnun gegn fjölmiðlalögunum eðlilega, enda málið rýrt, lítið og léttvægt.  Undirskrifta söfnun þessi snýst aðallega um þá staðreynd að útvarpsstjóra Útvarps Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur,  finnst það ósvífni að hún, sem eigandi og stjórnandi útvarpstöðvar, eigi samkvæmt lögunum að bera ábyrgð á því efni sem sent er út á stöðinni. (Hennar eigin orð!)

Fáir, ef nokkrir, hafa andskotast af meiri ákefð gegn ESB og EES en einmitt Útvarp Saga.  Þar er engu tækifæri úr hendi sleppt að ausa öllum tiltækum óþverra í þágu málstaðarins  og tilgangurinn látinn helga meðulin.

Það er því býsna broslegt, svo ekki sé meira sagt,  að "aðal röksemdin" gegn lögunum, eins og segir í textanum á fjölmiðlalög.is,  sé að þau brjóti gegn EES samningnum!

Við skulum vona að við berum gæfu til þess að loka ekki þeim glugga, sem forsetinn opnaði með því að virkja 26.gr. stjórnarskrárinnar, með því að fara í tíma og ótíma af stað með undirskriftasöfnun um jafn ómerkilegt mál og þetta. 


mbl.is 3.700 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfir kjaftur skel

Björn karlinn Bjarnason er sennilega gleggsta dæmið um seinni tíma stjórnmálamann,  sem manna best veit hve misheppnaður hann er á allan hátt,  verklega sem hugmyndafræðilega, en getur ekki horfst  í augu við veruleikann.  Til að fela það, bæði fyrir sér og öðrum, flæða frá Birni ritgerðir og pistlar, sem eru hvorutveggja í senn hugmyndafræðilegir geldingar og fáránleikinn uppmálaður.

Sé eitthvað er til marks um málefnalegt skipbrot Morgunblaðsins umfram annað,  er það sú árátta blaðsins að taka nánast öll skrif Björns  Bjarnasonar og gera að stórfrétt, rétt eins og Kristur sjálfur væri endurborinn.  Hæfir þar kjaftur skel.


mbl.is Segir Moody's hafa lagst á sveif með já-mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.