Friðhelgir sendiherrar glæpasamtaka?

Varla er nokkur svo grænn að halda að það fari framhjá erlendum glæpasamtökum frekar en öðrum hvernig staðið er að afgreiðslu hælisumsókna af hálfu íslenskra yfirvalda. Að hér dvelji "hælisleitendur" mánuðum og jafnvel árum saman í boði samfélagsins, full frjálsir ferða sinna á meðan umsóknin mjakast á hraða snigilsins úr einni opinberu skúffunni yfir í aðra.


Ofan í kaupið hafa glæpir sem umsækjendur eru staðnir að engin áhrif á hælisumsóknina eða ferli þeirra í kerfinu. Þetta er í raun hinn fullkomni glæpur, glæpamennirnir eru ósnertanlegir, þeir eru flokkaðir eins og "aðrir" erlendir sendiherrar með fulla friðhelgi og fá því aðeins vingjarnlegt klapp á bakið og nánast afsökunarbeini yfirvalda að þau hafi  þurft að trufla tómstundagaman þeirra.

 

Svo má heldur ekki gleyma meðvirkni þjóðarinnar í þessum málum, í einfeldni sinni brestur hálf þjóðin í grát í hvert sinn sem hér bankar uppá tárvotur skilríkjalaus umsækjandi með sjálfgefið vottorð um eigið ágæti. Stofnuð eru samtök og stuðningshópar um óþekkta umsækjandann og allt ætlar vitlaust að verða efist einhver um ótrúlega sögu aðkomumannsins, sem breytist oftar en ekki eftir því hvernig vindurinn blæs.


Því hærra er grátið og hrópað sem "hælisleitandinn" er dekkri á hörund. Fólk veigrar sér orðið við því að segja skoðun sína á þessum málum, geri það einhver er sá hinn sami samstundis stimplaður rasisti.


 


mbl.is Margt óljóst í máli hælisleitanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Sammála, og einstakri vanhæfni innanríkisráðuneytisins lýst með því að taka 25 mánuði í að klára málið.

No Borders bjánarnir eru svo sér á parti, enda ekki margir.

Hvumpinn, 20.11.2013 kl. 13:58

2 identicon

Geta íslendingar ekki séð ömurlegheitin sem eru að gerast í Skandinaviu og Danmörku???????????

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.