Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Mogginn úti á túni, með allt niður um sig

Morgunblaðið fer rangt með nafn Eric Holder í þessari frétt og titlar hann að auki sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er að sjálfsögðu John Kerry, Eric Holder er dómsmálaráðherra.

Stórundarlegt að Mogginn geri svona gersamlega í buxurnar varðandi svona trúaratriði um draumaríkið og sambærilegt því að prestur flaski illa á boðorðunum í stólræðu.


mbl.is Enginn fulltrúi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er endurvinnsla komin yfir strikið

money-down-drain.jpgVonandi fá íbúar Fjallabyggðar með Gunnari I. Birgissyni þann bæjarstjóra sem þeir sækjast eftir.

Hvaða bæjarfélag ætli seilist næst niður í hina pólitísku sorptunnu í bæjarstjóraleit og dragi upp úr henni fjármálasnillinginn Árna nokkurn Sigfússon?


mbl.is Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á manni og manni?

Um allan hinn vestræna heim er fólk slegið, nánast lamað, yfir atburðunum í Frakklandi á miðvikudaginn, eðlilega. Slíkur var hryllingurinn, 12 myrtir á ritstjórn Charlie Hebdo og síðan hafa fimm til viðbótar verið myrtir annarsstaðar.

En sama dag réðust hryðjuverkamenn Boko Haram inn í bæinn Baga í Nígeríu og nærliggjandi þorp og myrtu alla sem á vegi þeirra urðu, konur og börn jafnt sem aðra. Talið er að fallnir séu allt að 2000.

Af þessum atburði og öðrum illvirkjum Boko Haram í Nígeríu er fréttaflutningur með allt öðrum og vægari hætti en af atburðunum í Frakklandi, og viðbrögð almennings lítil að því er best verður séð. Það er engu líkara en öllum sé sama.

Hvernig stendur á því að 17 morð í Frakklandi setja heiminn nánast á hliðina en, margfaldur hryllingur, 2000 morð í Nígeríu á sama tíma, hreyfa varla við nokkrum manni?


mbl.is Hafa myrt allt að 2.000 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er Charile Hebdo!

Þeir sem frömdu þennan viðbjóðslega glæp eru skítseiði.

Þeir sem sendu þá eru kítseiði.

Í nafni hvers sem þetta var gert- er þá líka skítseiði.

 


mbl.is Maðurinn sem bauð þeim birginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

His royal highness, the "rapist"

the-royal-shit.jpgÞetta var þessu lúða liði líkt og segir allt sem segja þarf um innrætið.

Með nafnbirtingunni hefur konungsfjölskyldan selt veiðileyfi á stúlkuna sem sakar „hans hátign“ drottningarsoninn um kynferðislega misnotkun.

Skítlegt eðli, segi ekki annað.


mbl.is Konungsfjölskyldan nafngreinir stúlkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er allt með felldu?

Ef allt hefði verið með felldu hefði Jón Steinar ekki verið skipaður Hæstaréttardómari, gegn tillögu Hæstaréttar!

Jón hatast við Markús Sigurbjörnsson forseta Hæstaréttar, fyrir þá sök að Markús var andvígur skipan hans og fór sennilega ekki leynt með hana. Fyrir vikið er Markús auðvitað glæpamaður í augum hins “mikla lögfræðings“ og hans baklands.

baklandi.gifHver er tilgangur Jóns Steinars með þessum illhvalablæstri? Hann veit mæta vel að Markús og aðrir dómarar við réttinn tjá sig ekki opinberlega um þessar ásakanir hans eða önnur málefni réttarins. Jón Steinar hefur einn dómara við Hæstarétt brotið þá eðlilegu reglu.

Ekki verður annað séð en tilgangur Jóns Steinars sé sá einn að gera Markús og aðra dómara við Hæstarétt vanhæfa að dæma mál sem hann flytur fyrir réttinum. Það er grafalvarlegt mál og spurning hvort ekki bæri samstundis að svipta Jón Steinar lögmannsréttindum sínum, ef allt væri með felldu!

En ólíklegt er að það gerist því Jón Steinar og dómsmálaráðherrann eiga sama baklandið, baklandið sem t.a.m. nauðgaði Jóni inn á Hæstarétt. Baklandið það passar vel upp á sig og sína.


mbl.is Bæri að höfða mál gegn Markúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband