Lýðræðið krefst þess að allir nýti kosningarréttinn....alltaf!

Til hvers eru kosningar? Eru þær ekki til þess að kalla fram vilja þjóðarinnar? Á að hundsa kosningar ef einhverjir telja þær óþarfar, eða niðurstaðan liggi ljós fyrir?

Ekki verður hætt við þjóðaratkvæðagreiðsluna úr þessu.  Ef betri samningur er í loftinu ætlar ríkisstjórnin þá að sitja heima í stað þess að hafna verri samningnum?  Hvað gerir ríkisstjórnin ef Icesave verður samþykkt, ætlar hún þá að ganga gegn vilja þjóðarinnar og gera annan samning? 

Þeir sem sitja heima, sitja uppi með það að allir túlka það á þann veg sem þeim best hentar. kosning

Þetta er fyrsta þjóðar- atkvæðagreiðslan í sögu lýðveldisins og stór- merkileg og mikilvæg sem slík.

Hvaða skoðun sem menn hafa á kosningunni eða því sem kosið er um,  þá megum við ekki hundsa kosninguna og sitja heima.

Léleg kosningarþátttaka verður ekki túlkuð á annan hátt en að þjóðin hafi ekki áhuga á beinu lýðræði og verður vatn á myllu þeirra stjórnmálamanna sem eru ekkert alltof hrifnir af rúmu lýðræði.

 

Er það vilji þeirra sem ætla að sitja heima?

  


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

ef það væri verið að kjósa um eitthvað þá ætti maður auðvitað að kjósa.  en hér er verið að kjósa um samning sem er þegar úreltur, bara bull að mæta á kjörstað.

Óskar, 5.3.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tek undir hver orð nafni.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 12:23

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Svo sammála þér Axel.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 12:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, þú vilt þá senda Bretum og Hollendingum þau skilaboð að hér sé hver höndin upp á móti annarri. Ef hvorugur kosturinn á kjörseðlinum er aðgengilegur, þá skilar þú auðu. En með heimsetu gefur þú lýðræðinu fingurinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 12:31

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 12:31

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef hallast að þeirri skoðun, Silla að kosningaskylda ætti að vera lögbundin. Ekkert er lýðræðinu hættulegra en að menn nýti sér lýðræðið til að eyðileggja það með lélegri þátttöku.

Kosningaþátttaka t.d. í Bandaríkjunum er grín. Mikill minnihluti kjósenda tekur þátt í kosningum. Svo kalla þeir sig lýðræðisríki!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 12:36

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir með Óskari: Ef um eitthvað væri að kjósa....

Það felast ákveðin skilaboð í því að hunsa þennan tilgangslausa gjörning, með því að taka ekki þátt.

hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 12:38

8 identicon

Bullur sem Jóhanna & Steingrímur voru á stríðsárunum kölluð " Quislingar" !

 Íslands óhamingju verður allt að vopni.

 Að slíkt ólánsfólk skuli sitja æðstu stjórnunarstöður þjóðarinnar á slíkum örlagastundum í lífi Íslendinga er ömurlegt !

 Vei yður - þér svikarar !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:42

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En Hilmar, þú hefur ekkert um það að segja hvernig það verður túlkað. Óvíst að það fari saman við þinn skilning. Heimseta þín verður túlkuð á hvern hátt sem hverjum best hentar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 12:45

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kalli Sveinss?? hér líðst ekki að menn séu kallaðir Quislingar eða svikarar eða öðrum ónefnum!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 12:48

11 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

skandall, algjör skandall. Þau eiga að seiga af sér á stundinni!!  Þau vita að þau eru búin að eyðileggja fyrir sig

og að þau mun ekki verða kosin í næstu kosningar þannig að þau gefa skít í okkur og reyna að eyðileggja eins

mikið og hægt er!!  Ég er laungu búinn að kjósa! NEI.

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:55

12 identicon

Vil bara benda þeim á sem ekki telja þess virði að mæta á kjörstað að það er ekki búið að semja um neitt annað en það sem kosið verður um.

Allt tal um að betri samningar liggi fyrir er ekki rétt. Það eina sem hefur verið skrifað upp á er samningurinn sem lögin sem kjósa á um eiga við. 

Allt sem átt hefur sér stað undanfarna daga eru tilboð sem skotið hefur verið á milli aðila en.... ekki verið samþykktir af aðilum ennþá.

Þessi kosning er því gríðarlega mikilvæg.

Skussinn (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:01

13 Smámynd: Auðun Gíslason

Einsog að mæta á tónleika, sem búið er að aflýsa!

Axel Jóhann!  Hér er hver höndin uppi á móti annarri!

Auðun Gíslason, 5.3.2010 kl. 13:04

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðun, varla megum við við því að auka á glundroðan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 13:21

15 identicon

Þessar kosningar eru skrípaleikur, við erum ekki að kjósa um neitt og þessar kosningar munu ekki hafa nein úrslitaáhrif þegar kemur að IceSave. Ég hef margt þarfara að gera en að taka þátt í skrípaleik InDefence og forsetans.

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:47

16 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mæta og kjósa - ekki neinn afsláttur gefinn

Jón Snæbjörnsson, 5.3.2010 kl. 14:13

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað Jón, lýðræðið, kosningarétturinn er dýrmætara en svo að það megi nota sem einhverja skiptimynt, eða bara til brúks þegar það hentar sérhagsmunum. Þeir sem ekki eru sáttir skila þá auðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 14:17

18 identicon

 Sæll 100% Sammála.

Það er þjóðnauðsynlegt fyrir framtíðar lýðræðið að allir kjósi.

Gleymum því ekki, að 4flokkurinn blokkeraði frumvarp Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis og Þráinns B:

http://www.althingi.is/altext/138/s/0005.html

Fyrsta alvöru frumvarpið sem fjallar um þjóðaratkvæði og færir valdið til fólksins. Með því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sem og 1/3 Alþingis.

Sem er algjörlega bráðnauðsynlegt meðan Löggjafarvaldið er ekki aðskilið frá Framkvæmdavaldinu og sætir nauðgunum og þvingunum þess. Á meðan framkvæmdavaldið heldur uppi pólitísku ofbeldi og neyðir löggjafavalið til að samþykkja lög.  Og hefur beinlínis hindrað stjórnarskrána og lýðræðislegan framgang þar. Með Pólitísku umsátri um atkvæði og sannfæringu alþingismanna.

Skoðum t.d. Jóhönnu og Ríkisstjórnina. Mjög aðkallandi er að klára þessar lagagreinar um Þjóðaratkvæðagreiðslur í eitt skifti fyrir öll. Meðal annars vegna Icesave, komandi kosninga um ESB (stjórnin sveik jú þjóðina um að fá að velja hvort við vildum fara í viðræður eða ekki, vonandi fáum við að kjósa um inngöngu síðar). Og t.d. Kvótalögin. O.s.f.

Jóhanna sá sér ekki fært að styðja sitt eigið gamla frumvarp sem lá í nefnd inni á Alþingi, heldur bjó til nýtt, einnota sem er eingöngu fyrir Icesave. Er þetta traust Ríkisstjórnar til þjóðarinnar?

Er þetta lýðræðisást og kosningaloforð Gránu og Steingríms. Nei öðru nær.

Vanhæf ríkisstjórn!

Sem hefur brotið fleiri kosningaloforð en Hrunastjórn Samspillingar og Sjálfstæðisflokksinns.

Stöndum saman vörð um lýðræðið! 4flokka samspillinguna burt!

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:42

19 identicon

Nei Axel, það er meirihlutaræði sem hvorttveggja getur verið ólýðræðislegt eða lýðræðislegt. Meirihlutaræði í gegnum áráður er nefnilega fasismi. Meirihlutaræðið sem fékk Svisslendinga til að banna múslímska bænaturna er nefnilega rasismi. Það fyrra er ólýðræðislegt en það síðara er lýðræðislegt en hvorugt sanngjarnt eða réttlátt.

Anarkistar fyrir síðustu kosningar settu þetta upp þannig að fólk hlotnast sá heiður að fá að velja sér fullt af útfærslum af pulsum (með tómati, steiktum og remúlaði; öllu nema hráum; bara með sinnepi) en það spyr engin hvort þú viljir pulsu yfir höfuð, hvort þú sért grænmetisæti eða gyðingur sem mátt ekki einu sinni borða pulsur. Pulsunni sem meirihlutinn velur er samt troðið upp í þig.

Ég spyr er ekki jafnmikið lýðræði að kjósa það að taka ekki þátt í lýðræðinu? Er það frekar lýðræði þegar þú færð að kjósa á milli tveggja kosta sem þú villt hvorugan, hvorugur er sanngjarn gagnvart þér og báðir munu auka kúgun gegn þér á mismikinn hátt þó? Er það ekki frekar lýðræði að velja hvorugt, að kjósa það að kjósa ekki?

En ég er ekki viss um að Jóhanna og Steingrímur séu að benda á þennan punkt lýðræðis með því að kjósa ekki. Ég er einfaldlega að benda á að lýðræði er annað og meira en það að velja sér á milli mismunandi pulsa á nokkurra ára fresti.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:43

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Arnór. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslum á ekki að snúast um stuðning við stjórnina eða ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 15:57

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rúnar, samkvæmt núgildandi lögum og stjórnarskrá er hverjum og einum frjálst hvort þeir taka þátt í lýðræðinu eða ekki. En hvað verður um lýðræðið ef enginn sinnir því?

Ef þú vilt hvorugan kostinn af tveim sem í boði eru skilar þú auðu. Það er greitt atkvæði, þú villt hvorungan. En að hanga heima segir ekkert. Enn allir geta túlkað sér það sér í hag og gera óspart.

Taka skaltu vel eftir því hvernig menn, eftir helgina, lesa úr þeim skilaboðum sem þú hafir sent með því að sitja heima. Ekki er alveg víst að þú verðir sammála því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 16:04

22 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Minn skilningur:

  • Autt atkvæði - Þú vilt hafa eitthvað að segja en hugnast enginn kostur.
  • Ógilt atkvæði - Mistök eða gefið skít í atkvæðið.  Getur líka verið illa uppsettur kjörseðill
  • Ekki mætt - Þér er sama.
 

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 17:05

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta lætur nærri nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 17:54

24 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér Axel

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2010 kl. 18:08

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það og innlitið Þorsteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 18:34

26 identicon

Sannarlega Axel. Það er það frábæra við þessa sönnustu mynd lýðræðis, þjóðaratkvæðageiðslu ( ef rétt og hlutlaust er að henni staðið)

Að hún hefur ekkert með fylgi flokka eða Ríkistjórna að gera. Heldur hug hvers einstaklings í lýðræðissamfélagi, til hvers einstaks málefnis fyrir sig.

Þess vegna óttast okkar óheiðarlegu stjórnmálamenn hana eins og pestina. Af því þá missa þeir völdin. Og þurfa að lúta að vilja fólksins.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 20:57

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hverju orði sannara Arnór. Ég ætti sem stjórnarsinni að vera í fýlu og andmæla kosningunni, en þá væri ég að ganga gegn því sem ég hef áður sagt og minni sannfæringu. 

Ég er lýðræðissinni alltaf, ekki bara þegar það hentar. Ég verð því að verja lýðræðið þó það vinni gegn stundarhagsmunum mínum, ef ég gerði það ekki sviki ég sjálfan mig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 22:08

28 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það mættu fleiri samflokksmenn þínir taka þig til fyrirmyndar nafni.  Það hefur einmitt komið mér á óvart að sjá allt það fólk sem talað hefur um þjóðaratkvæði og lýðræðisumbætur snúa kvæði sínu í kross og gert lítið úr þessari atkvæðagreiðslu.  Á síðustu 10 dögum eða svo hef ég misst allt álit á allt of mörgu fólki.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 22:17

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt segir þú nafni, ég vill geta litið í spegilinn að morgni og séð sama kratann og kvöldið áður. Ef ekki, myndi ég ekki þekkja manninn, það væri ekki góð tilfinning.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 23:59

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ranghugmynd Þjóðaratkvæðagreiðslan er tilgangslaus því Icesavesamningur II er úreltur.

Leiðrétting Það er þjóðaratkvæðagreiðslunni að þakka að Icesavesamningur II er úreltur.

NEI við Icesave!

Theódór Norðkvist, 6.3.2010 kl. 00:44

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður punktur Theódór

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 12:13

32 identicon

Ég satt heima. Ánægður með það. Ég mun líka gera það næst ef kosið er um nazisma eða kómmúnisma. Að sitja heima er líka statment og alls ekki tákn um áhugaleysi eða að maður er á móti lyðræði. Mér finnst það er þú Axel sem reynir að þrengja lyðræðinu. Var þá fólkið sem neitaði að kjósa í Sovjet á móti lyðræði?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:49

33 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hafa varla margir neitað að kjósa í Sovét, þegar Stalín karlinn nái því að fá 103% greiddra atkvæða. Geri aðrir betur.

Þér er þá sama hvort verði ofaná nazismi eða kommúnismi? Af tvennu illu veldi ég heldur kommúnismann.

En helst vildi ég geta lifað án þess að hafa hvorugt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2010 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.