Er það ekki undarlegt?

Frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst og fram að kjördag rann mikið vatn til sjávar og verulegar breytingar urðu á stöðu Íslands gagnvart Isesave.

Við upphaf utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar var -Já- raunhæfur kostur. Ég skil því vel að einhver já-atkvæði hafi verið í utankjörfundaratkvæðunum.

En hitt skil ég ekki að þrátt fyrir að ljóst væri að betri samningur lægi í loftinu, voru samt 5-6% kjósenda, á kjördag, tilbúnir að velja verri samninginn.

Samning sem segja má, að hafi ekki lengur verið á borðinu.

Er það ekki umhugsunarvert?


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel

Það hefur hvarflað að mér að þetta kunni að vera fábjánahópur Þráins Bertelssonar llistamannalaunþega. Þráinn segir þennan hóp vera í kringum 5%. Hann hlýtur að þekkja sitt heimafólk.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Kári, gamli vinur.

Þú segir nokkuð, mér hafði ekki dottið þetta í hug.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2010 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband