Hræsni og annað „skítlegt eðli“.

Ólafur RagnarÉg hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að forsetinn, sem kjörinn er beinni kosningu af þjóðinni, sé afar mikilvægur öryggisventill þjóðarinnar ef stjórnmálin fara af sporinu. Málskotsréttur forsetans er nauðsynlegur til að svo geti verið. Málskotsréttinn má aldrei nema brott  úr stjórnarskránni, eins og sumir hafa talað fyrir.

Sjálfstæðismenn mega þessa dagana vart vatni halda af hrifningu og aðdáun á forseta lýðveldisins. Þeir rymja og vella af ánægju og sælu yfir hverju hans fótmáli og andadrætti, rétt eins og þar færi endurholdgað eitt af gengnum formannsgoðum flokksins.

Var gleði Sjallana í garð forsetans með þessum hætti þegar hann hafði synjað fjölmiðlafrumvarpinu? Nei  þá orgaði allt liðið venju fremur og óskapaðist með tilheyrandi aurmokstri, rífandi hár sitt og skegg. Margir fullyrtu t.a.m. að forsetinn hefði framið valdarán, því samkvæmt stjórnarskránni hefði hann hreint ekkert málskotsvald og túlkuðu stjórnarskránna á þann hátt er best henntaði og kröfðust þess, til að taka af alla vafa að þetta ákvæði yrði fjarlægt úr Stjórnarskránni með það sama.  

Þessi ofurhrifning og tilbeiðsla þeirra á forsetanum er ný af nálinni og örugglega þarf lítið til, svo þessi bráðaást hrökkvi aftur niður á fyrra plan. Forsetinn mátti, til skamms tíma, vart  hósta eða ropa án þess að flokkurinn færi á hliðina með tilheyrandi ofstopaviðbrögðum á hamfaramælikvarða, þar sem menn  organdi, hlandblautir af vandlætingu spöruðu ekki stóryrðin og skítinn.

Nú allt önnur  Ella uppi og nú þakka þeir örugglega sínum sæla fyrir að hafa ekki haft til þess afl að nema málskotsrétt forsetans brott úr Stjórnarskránni eins og hugur þeirra stóð til.  Þeir hafa með málflutningi sínum núna staðfest þetta ákvæði stjórnarskrárinnar og geirneglt það í bak og fyrir, þrátt fyrir fyrri fullyrðingar um annað.

Sem dæmi um smásmuguhátt Sjálfstæðismanna  í garð forsetans, má nefna opinbera heimsókn forsetahjónanna á sunnanverða Vestfirði 1996. Í ávarpi  sem forsetinn hélt í einhverri móttökunni þar vestra kom hann inná ástand veganna á Barðaströndinni, sem honum og öðrum blöskraði.

Það var eins og við manninn mælt að Sjálfstæðismenn, sem þá fóru með samgöngumál í ríkisstjórninni, fóru gersamlega á límingunum og í kjölfarið fylgdu blaðagreinar í stöflum og viðtöl á viðtöl ofan þar sem forsetanum voru ekki vandaðar kveðjurnar.

Það var skoðun mín þá og er enn að ekkert sé við það að athuga þó forsetinn tjái sig um þau málefni sem á þjóðinni brenna, hafi hann til þess ríka ástæðu. Ég studdi synjun forsetans, bæði á fjölmiðlalögunum og Icesave, enda réttur hans til þess stjórnarskrárvarinn.

En það skemmtilega er að forsetinn, sem forðum mátti ekki nefna holurnar á Barðaströndinni, né aðra heilaga hluti,  má núna..., ja... setja Sjálfstæðismenn embættinu og forsetanum einhverjar skorður þessa daganna?

 

Þessari grímulausu hræsni og  falsi Sjálfstæðisflokksins var á góðri stundu best lýst sem  „skítlegu eðli“.

  
mbl.is Segir ríkisstjórn á brauðfótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstrimenn hafa einnig tekið U beygju. Þeir vildu flestir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið en núna er beinna lýðræði ekki alveg að gera sig vegna þess að það hentar þeim ekki í augnablikinu.

Hallgeir Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:00

2 identicon

Mig langar að benda á að forseti vor sem sá villu síns vegar og afstýrði þrælalögum sem koma átti á íslendinga, hefði hugsanlega afstýrt þessu iceslave máli öllu ef hann hefði á sínum tíma skrifað undir fjölmiðlalögin eins og sjálfstæðir íslendingar vildu. Þau áttu nefnilega að verða til þess að menn eins og útrásarvíkingar gætu ekki óáreittir hagað sér eins og þeir gerðu. En batnandi mönnum er best að lifa svo það er ekkert skrítið þó allir þeir sem voru óánægðir með fyrri neitun hans á undirskrift séu ánægðir með þá seinni.

assa (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stjórnin gerði það sem stjórnarskráin mælir fyrir um og létu þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram.

Sjálfstæðisflokkurinn, féll ekki bara á prófinu 2004 heldur skrópaði líka og fór í felur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 16:16

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

það er skítið að fyrrverandi "klappstýra útrásarinna" heiti nú því mærðarlega nafni "forseti vor"

Finnur Bárðarson, 8.3.2010 kl. 16:34

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki eru þau nú öll rándýr rökin sem náhirðin grípur til þegar mikil er talið við þurfa.

Allt sem þú sagðir í þessum pistli þínum Axel var sett fram af hógværð en það er mesti óþarfi að vera hógvær við nafnlausar hýenur.

Þræalalögin svonefnd eru mikil leiðrétting frá þeim samningi sem íhaldsfíflin skrifuðu undir á haustdögum 2008 hlandblaut og háfátandi.

Ég var einn þeirra sem sagði nei á laugardaginn en það nei var ekki stuðningsyfirlýsing við neina hægri hálfvita. Og enda þótt ég sé hundóánægður með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms þá veit ég að ég má treysta því að þau starfa ekki undir járnhæl þjófaflokka og hyskis sem kennir sig við frjálshyggju þegar það fer ránshöndum um eigur grunlausra borgara hér-sem erlendis.

Það er lágmark að hægra hyskið stilli sig um að taka tíl máls á annara manna bloggsíðum, haldi bara kjafti eins og heimskingjum sæmir en láti sér nægja að jarma hvert upp í annað á eigin bloggsíðum.

Mér er nóg boðið þegar þessir garmar sem settu þjóðina á hausinn kalla sig "sjálfstæða Íslendinga" - að vísu með þeirri hógværð að sleppa stórum upphafsstaf og kalla sig þó bara íslendinga. Mig langar ekki mikið til að umgangast íslendinga- með litlum upphafsstaf. Fer bara úr jafnvægi þegar ég finn fyrir nærveru þeirra.

Bið þig svo afsökunar á óvönduðu orðavali Axel.

Árni Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 16:40

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Finnur margt er skrítið í henni veröld.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 16:43

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

..háfátandi,....les hágrátandi.

Árni Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 16:45

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert þarft þú að afsaka Árni. Þetta var hressandi og kröftugt innlegg, takk fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 16:50

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég held að það séu engar ástir á milli Sjálfstæðismanna og forsetans Axel..ekki einu sinni núna, nema hjá einstaka ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.3.2010 kl. 17:35

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í það minnsta hefur talsmáti og orðaval Sjálfstæðismanna í garð forsetans tekið verulegum stakkaskiptum, svo ekki sé meira sagt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 17:42

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það held ég sé rangt hjá þér Sigurbjörg.

Það voru ekki liðnar fimm mínutur frá því að Ó.R.G. synjaði lögunum, þegar Sjálfstæðis- og Framsóknar flokkarnir (og þar á meðal oddvitar beggja flokka), lofuðu forsetann í hástert, þennan dýrðarinnar mann. 

En fimm mínutum fyrir synjun, þá var forsetinn í þeirra augum bara einhver aumingja drullu háleysti sem gengdi embætti sem að þeirra mati var bara brandari og ætti bara að afnema með öllu tilheyrandi. Sem er skoðun sem þeir mynduðu sér í kringum fjölmiðlafrumvarpið, í tíð D.O. En þá voru þeir allir, Sjálfstæðismennirnir, þeirrar skoðunnar að afnema ætti forsetaembættið að taka upp einræðisembætti sem enginn annar en D.O. væri verðugur til að taka við.

En úr því sem komið er, þá sjá blessuð fíflin ekki sólina fyrir forsetanum, hans dýrð og snilldargáfu, og túlka synjum hans við Icesave viðaukanum sem beinan stuðning við sig. Því eins og má lesa í fjölmiðlum þessa dagana, þá er blekið á kosningaseðlunum ekki einu sinni orðið þurrt, og þeir eru nú þegar farnir að túlka niðurstöðurnar sem mótmæli við núverandi ríkisstjórn og vilja vippa sér beint í kosningar, þótt enginn hafi talað um stjórnarslit nema Bjarni "Smásál" Benediktson, og Sigurður Davíð "Framsóknartuska" Gunnlaugsson. En þeir vilja báðir halda því fram að "nei" í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að túlkast sem "já" við XB og XD. 

Svona líkt og þeir hafa alltaf túlkað stjórnarskrá landsins eftir sínu eigin eyra. Svo jú, ég held að um þessar mundir þá tilbiðji þeir jörðina sem forsetinn gengur á, þar til eitthvað annað gerist sem ekki er hægt að túlka þeim í vil.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.3.2010 kl. 19:24

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér sé stuð, ég er svo heppin að halda mig við skoðanir mínar oftast og sveiflast ekki svona til eins og margur, hef þó skipt um skoðun af og til ef ég sé að ég hefi haft rangt fyrir mér, ÓRG er á sama stalli í mínum huga og áður.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2010 kl. 20:04

13 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæl Ingibjörg.

Þann 5.janúar þegar forsetinn synjaði lögunum staðfestingar voru margir ánægðir og sennilega álíka margir óánægðir. Ég er viss um að hópurinn sem var sáttur stækkaði í kjölfar meiri og betri umfjöllunar um Icesavemálið erlendis. Þeir sem voru sammála voru að sjálfsögðu alls ekki allir Sjálfstæðismenn. Ég er ein af þeim sem skrifaði undir áskorun til forseta og er allavega ekki enn genginn í Sjálfstæðisflokkinn ;) En það sem ég skynja er ánægja með þessa tilteknu ákvörðun. Annað er mjög sennilega óbreytt. Ég ætla ekkert að fara sex ár aftur í tímann og rifja upp fyrri neitun heldur aðeins þau viðbrögð sem ég hef fundið núna.. Já ég held að þetta sé viðhorfið eins og kemur reyndar fram hjá Ásdísi Sig þ.ea.s. óbreytt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.3.2010 kl. 20:32

14 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, frábær pistill! Sannaðu til! Þeir verða farnir að sparka í forsetann fljótlega aftur, hvort sem hann gefur tilefni til eða ekki. Þeir geta bara ekki verið án þess!

Árni Gunnarsson, djöfull var #5 hressileg hjá þér. Nú veit ég að það liggur vel á þér!

Björn Birgisson, 8.3.2010 kl. 20:44

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, vonandi misskilur þú mig ekki, en ég er síður en svo gramur forsetanum, kaus hann og myndi gera áfram.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 20:49

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hoppa líka á milli skoðana ef því er að skipta Ásdís. Betra að skipta um skoðun og viðurkenna það en hanga á þeirri gömlu að forskrift annarra, gegn betri vitund. Forsetinn tollir enn á þeim stalli sem ég setti hann á upphaflega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 20:56

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, þeir geta ekki frekar en óargadýrin bælt eðlið til lengdar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 20:57

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég túlkaði það síður en svo að þú værir gramur forsetanum. Ég kaus hann líka og myndi gera það aftur ef kallinn hefði áhuga á öðru kjörtímabili.

Var einungis að ýja að því að ég væri ósammála Sigurbjörgu, hvað varðaði nýfundna ást Sjálfstæðismanna á forsetanum, og í senn taka undir pistil þinn; þar sem ég trúi því staðfastlega að næsta verk forsetans sem Sjálfstæðismenn geta ekki túlkað sér í vil, þá munu þeir aftur stökkva aftur í sama farið og lasta honum óspart og kalla embætti hans brandara. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.3.2010 kl. 21:24

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Ólafur er veikur fyrir fljótkeyptum vinsældum, og þannig stóð í bólið hjá honum að eitthvað þurfti að fara að gerast, svo þéttar voru árásir náhirðarinnar orðnar.

Þó ólafur kunni að haga seglum eftir vindi, og láti ekkert séstaklega pólitískar hugsjónir slá sig þar út af laginu, þá veit hann að vinsældir hans hjá hrunflokknum endast ekki lengur en að pissa í skóinn sinn, og að hugheilar vinsældir eru það ekki.

Það er dapurt, að á sama tími skuli þingmaðurinn Ögmundur kikna í hnjáliðunum þessa daganna út af sömu tatík hrunflokkanna. Þ.e. í stað þess að standa harður með stjórninni, virðist hann fá glýju í augun í hvert sinn sem náhirðin klappar fyrir upreisnartilburðum hans. Hreinlega pínlegt.

hilmar jónsson, 8.3.2010 kl. 22:06

20 Smámynd: Auðun Gíslason

Einsog Ögmundur orðaði það á þingfundi í dag:  Samningsmarkmið  stjórnarandstöðunnar eru að koma ríkisstjórninni frá! 

Til ná því markmiði er þeim ekkert heilagt!  Forsetinn er svo óheppinn að vera orðinn tæki í höndum fólks, sem fyrir kosningar 2007, kallaði hann "ógnun við lýðræðið." 

Ólafur er einfaldlega eiginhagsmunaseggur, og hefur alltaf verið.  En verst er, að hann er einstaklega lunkinn "popularisti"!  Klappstýran verður að endurreisa virðingu sína og vinsældir.  Fjölmiðla"stöntið" frá 5. janúar hefur snúist í höndum hans.  Nú er hann nytsamur "sakleysingi"  Náhirðar hins skítlega eðlis!

Auðun Gíslason, 8.3.2010 kl. 22:16

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur átti ekki annan kost en synja lögunum. Með því að skilyrða samþykkt fyrri Icesave lagana stillti hann sjálfum sér upp við vegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 22:42

22 Smámynd: Björn Birgisson

Auðun, þú ert miklu minna skotinn í forsetanum en Sjálfstæðismenn og Axel Jóhann eru. Hvað er eiginlega að gerast í landinu okkar? Er þetta það sem fólk kallar frjálsar ástir? Mér, sem íhaldsmanni í ástum, hugnast ekki þessi þróun. Þetta er bara lauslæti og framhjáhald, kannski ekki hjá Axeli Jóhanni, en pottþétt hjá Bláhernum. Svona skyndikynni og lauslæti enda bara illa. Bláherinn á að sparka forsetatuðrunni á milli sín, eins og hann hefur alltaf gert. Þetta ástand er ekki eðlilegt!  

Björn Birgisson, 8.3.2010 kl. 22:59

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, ekki vill ég nú kalla það ást,  þótt þrír aðrir hafi verið í framboði með Ólafi 1996 var valkosturinn aðeins einn, rétt eins og í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það verður spennandi að sjá hve langur tími líður áður en náhirðin hættir að kannast við að forsetinn hafi málskotsréttinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 23:15

24 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það ætti ekki að vera langt í það. Þeir voru í það minnsta löngu búnir að gleyma að hann var lýðræðislega kosinn. Þangað til núna um daginn a.m.k.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.3.2010 kl. 23:27

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í forsetakosningunum 2004 sátu Sjallar heima eða skiluðu auðu. Síðan hafa þeir ekkert átt í forsetanum fyrr en núna. Sem er auðvitað eins og annað hjá þeim, sölsa undir sig eigur annara með vafningum og kúlulánum.

Svo fer allt í kássu, kúlurnar og vafningar í þrot og forsetatuskan verður eina veðið. Verðlaust auðvitað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 23:44

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hlýtur að vera í lagi að hrósa forsetanum fyrir það sem hann gerir vel, þó manni hafi ekki líkað við flest það sem hann gerði áður.

Mér finnst hins vegar það vera áhugaverðari stúdía, hvernig vinstrimenn hafa margir hverjir snúið við honum bakinu. Þeir eru nefnilega ekki sjálfum sér samkvæmir.

Það var auðvitað rugl í forsetanum að synja fjölmiðlalögunum, enda erum við enn að bíta úr nálinni með það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 23:56

27 identicon

En væri ekki gaman að fá gömlu góðu dagan aftur. Ætli íslensku systkin vor muni ekki á ný fela Sjálfstæðisflokki vegu sína og treysta honum, því hann mun vel fyrir sjá.  Í margra augum er Sjálfstæðisflokkur sama sem guð og getur ekkert rangt gert, því hann vinnur og geri eftir óskiljanlegum leiðum,  sem eru okkur öllum fyrir bestu í lokinn.

Hefur einhver tekið eftir því hvað stjórnmálamenn sjálfstæðisflokksins eru allir svo líkir. Ég meina þá ekki í hugsanahætti, en svon í útliti, klæðnaði og þannig.  Þau líta bara ekki alveg svona hefðbundin út, ..., ég þori varla að segja það, en þau gætu verið útlenskir njósnarar hér til lands komin til að spilla fyrir okkur.  En þau gætu þó allt eins verið himneskir englar komnir til að bjarga okkur, og það gæti þá verið útskýringin.

Blái fálkinn (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 00:17

28 identicon

Biðst forláts árni gunnarsson að hafa truflað þína ljósrauðu veröld. Ég virðist hafa misskilið eitthvað, hélt í einlægni að á bloggum þessum sem eru öllum sjáanleg væru öllum leyfilegt að tjá skoðanir sínar. Vissi ekki að einungis væru þeir velkomnir sem vildu taka þátt í að mæra hvert annað. Vil fá að mótmæla því að vera talin af þér ein af þeim sem kom þjóðinni á hausinn. Ég leyfi mér að efast um að þú stæðist samanburð við mig hvað það varðar ef út í það væri farið. Að lokum þér til glöggvunar....orðið Assa er kvenkynsorð, dregið af nafninu Örn. (fuglsnafn) Get ekki séð að það sé neitt verra að heita assa heldur en árni gunnarsson.  Alla vega myndi ég ekki vilja skipta. (ekki láta þér detta í hug að árni gunnarsson hafi verið skrifað óviljandi með litlum staf)

assa (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 01:05

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru menn að gerast svolítið krumpaðir undir svefninn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2010 kl. 01:37

30 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

  hmmmmmm

Hulda Haraldsdóttir, 10.3.2010 kl. 03:23

31 Smámynd: Auðun Gíslason

Björn!  Ólafur hefur greinilega "keypt" sér ástir Sjálfstæðismanna í þeyya skiptið.  Má sennilega segja að milli X-D og forsetans sé einskonar "ást/haturs"  samband.  Það er greinilega stutt öfganna á milli í sambandinu.  Ekki veit ég hvað blundar í þér!  "Skítlegt eðli" og fjólubláir draumar?

Auðun Gíslason, 10.3.2010 kl. 12:50

32 Smámynd: Auðun Gíslason

Ansi fer hún mikinn  2  "gráa hryssan" (assa),  eða er hún kannski 3 "össótt kind" (assa)!

Assa þýðir nefnilega ekki bara 1 kvenfugl arnarins, heldur líka 2 og 3!

Heimild:  Orðabók Menningarsjóðs.

Auðun Gíslason, 10.3.2010 kl. 13:47

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

Assa. Einu má gilda hvort nafn þitt tengist erni eða grárri meri. Lífið snýst ekki um nöfn og sjálfstæðir Íslendingar í einhverri yfirhafinni merkingu eru áreiðanlega ekki merktir neinum sérvöldum nöfnum. Mitt nafn var ekki valið af mér en mun hanga við mig lifandi sem dauðan hvert sem álit þjóðarinnar á mér mun verða. Ég tel mig geta fullyrt að aftanossar Davíðs Oddssonar séu ekki og hafi ekki verið vitund sjálfstæðari Íslendingar en fólk svona almennt.

Það var nefnilega öllum ljóst að fjölmiðlalögunum svonefndum var ekki annað hlutverk ætlað en að passa að Jón Ásgeir fengi ekki eignarhald á fjölmiðlum. Náhirð Davíðs stóð í ræðustól Alþingis með Fréttablaðið í höndunum og öskraði: Baugstíðindi!!!!

Fjölmiðlalögin voru lög Davíðs Oddssonar. Þegar honum þótti nefndin sem átti að leggja fram drög að nýjum fjölmiðlalögum hafa dregið lappirnar of lengi þraut þolinmæði hans. Hann reif vinnuplöggin úr höndum nefndarmanna í fússi og sneið lögin eftir sínu höfði. 

Helvítið hann Jón Ásgeir skyldi afhenda Fréttablaðið!

Þetta hugnaðist bara engum nema "frjálsum íslendingum!"

En bráðum verður blásið til nýrra forsetakosninga á Íslandi. Þá munu hægri menn leggja í´ann einu sinni enn með sinn kandidat, sennilega úr hópi frjálsra íslendinga. Þessir frambjóðendur hafa aldrei hlotið náð fyrir augum kjósenda sem ævinlega hafa valið vinstri og ófrjálsa menn.

Árni Gunnarsson, 10.3.2010 kl. 20:08

34 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, það mun ekki breytast á meðan við lifum, sem betur fer. Fulltrúi Bláhersins mun seint verma stólana á Bessastöðum, nema sem afbrýðisamur gestur!

Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 21:53

35 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blámenn munu aldrei sitja Bessastaði því þeim er fyrirmunað skilja að hver sá frambjóðandi sem nýtur velþóknunar eða blessunar flokks bláuhandarinnar er með það sama sviptur sigurmöguleikum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 23:06

36 Smámynd: Jens Guð

  Fyrst:  Ég kvitta nú sem jafnan undir allflest sem Árni Gunnarsson,  sveitungi minn úr Skagafirði og (fyrrum?) flokksbróðir í Frjálslynda flokknum,  segir.  Enda er hann gáfaðri og ritfærari en flestir á Moggablogginu.

  Annað:  Ég hef aldrei kosið Ólaf Ragnar.  Lengst af hef ég verið andvígur því að forsetaembættið sé til.  En ég er kátur með kallinn í dag.  Og síður vil ég vera kenndur við Sjálfstæðisflokkinn vegna þess.  Eða einhvers annars.

Jens Guð, 11.3.2010 kl. 00:16

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ástæða ánægju þinnar með Ólaf ekki einmitt sterkustu rökin fyrir tilvist  forsetaembættisins, Jens?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2010 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.