Heldur ESB að allir Íslendingar séu haldnir Stokkhólmsheilkenninu?

Þeir ættu nú ekki að vera hissa hjá Evrópusambandinu þótt áhugi Íslendinga á inngöngu í ESB fari minnkandi. ESB hefur lítið annað gert en reisa Íslandi veggi og hækka þröskulda vegna Icesave-málsins.

Ef áhugaleysi okkar veldur þeim áhyggjum gætu þeir reynt að beita sér fyrir því að aðildarlöndin slaki aðeins á hengingarólinni um háls Íslendinga.

Ef ekki verða þeir bara að velta vöngum áfram.


mbl.is Áhyggjur af áhugaleysi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Góð samlíking sem er því miður að birtast í framkomu JS og SJS og orðum þeirra við erlenda blaðamenn -

við munum ekki kyssa á vöndinn -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.3.2010 kl. 04:14

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Svo mikið sammála þér. Ég hef verið fylgjandi því að við fengjum allt upp á borðið til að geta tekið upplýsta ákvörðun..Mér sýnist þeir aldeilis vera að leggja í púkkið hjá ESB til þeirrar ákvörðunar. Ég held með þessu áframhaldi að það sé hægt að draga umsóknina til baka.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.3.2010 kl. 07:54

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eflaust rétt hjá þér Axel - en við íslendingar þurfum samt að taka til i okkar eigin garði - hvort sem það á að vera fyrst eða á eftir skal ég láta ósagt - en við vitum öll að við höfum hagað okkur ákaflega illa með sukki og svínaríi í  íslensku samfélagi, hér er ekkert að breitast - td fjölgum við bara þeim sem eiga að hanga á ríkinu á hinum ýmsu styrkjum - við skulum gera okkur grein fyrir því að við erum væntanlega með komin með fasta tölu í atvinnuleysi eða um 8 - 10% sambærilegt því sem er að gerast í kringum okkur - samt soppum við ekki neitt - tónlistahús - nýr spítali - vaðlaheiðargöng - héðinsfjarðargöng (löngu ákveðið) lýfeyristjóður opinberra starfsmanna stendur ekki undir sér ekkert gert því þeir eru með ríkisábyrgð og fá peninga eftir þörfum .............. úúúfffffffffff

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2010 kl. 08:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var og er "enn" fylgjandi umsókninni sem slíkri svo hægt verði að fá allt upp á borðið, svo almenningur geti myndað sér skoðun út frá staðreyndum, en ekki áróðri, ofstopa og sleggjudómum.

ESB hefur fagnað umsókninni og lýst áhuga á að fá Ísland í púkkið. En þar fer ekki saman orð og gjörð.

En mér sýnist að verði ekki breyting á þá taki sambandið af okkur ómakið að þurfa að meta einhvern aðildarsamning. Fari þeir þá bara og veri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.