Ögmundur vildi út, því er best að hann sé úti.

Hvaða bull er þetta að Ögmundur komi aftur inn í ríkisstjórnina?

Til hvers,  svo hann geti hoppað af vagninum aftur við fyrsta mótlæti og endurtekið píslarvottar leikritið sem margir virðast hafa kolfallið fyrir,  á æði misjöfnum forsendum.

Ef líf stjórnarinnar veltur á Ögmundi og öðrum óstöðugum frumefnum, gildir einu hvorumegin veggjar hann liggur.

 
mbl.is Til í sæti á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sko - hopp er hopp - svo er valhopp - hjá honum er þetta VALhopp

nú er Ögmundur farinn að hlýða - fer svo í stjórn og tekur svo við flokknum eins fljótt og unnt er - kanski bara á þessu ári -

hversvegna ekki

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.3.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ansk skrípaleikur þetta allt

Jón Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Sameinaðir stöndum við, sundraðir...........

hilmar jónsson, 10.3.2010 kl. 13:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður ekkert styttra milli ólíkra sjónarmiða í VG þótt Ögmundur setjist undir stýri. Ég tel að "hófsamir" eigi mun erfiðara með að þola Ögmund en órólega deildin Steingrím.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 13:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einmitt Hilmar, því er mér hulin ráðgáta þessi endalausa tilhneiging sumra vinstrimanna að kljúfa og kljúfa út af tittlingaskít. Það er eins þeim líði best ef þeir geta látið íhaldið sópa sér undir teppið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 13:37

6 identicon

Þessi ömurlega stjórn þjónar fjármagnseigendum jafn dyggilega og sú síðasta. Þeir sem styðja óbreytta stjórnarstefnu vilja í raun reka stefnu íhaldsins fyrir þá, enda finnst þeim málin vera í góðum höndum. Til hvers þarf nýja hægri stjórn, segja Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn. Við erum með frábæra hægri stjórn. Það vottar ekki fyrir vinstrisinnuðum sjónarmiðum í þessari aumu stjórn.

Það er verið að "endurreisa bankana", taka lán hjá handrukkurum  auðvaldsins, vonast eftir fjárfestingum frá erlendum risafyrirtækjum, skera niður í heilbrigðiskerfinu. 

Menn horfa í þögn á alþýðuheimilin hrynja. "Ekki í mannlegu valdi að bjarga þeim" segir félagsmálaráðherra "félagshyggjustjórnarinnar". 

Má ekki gagnrýnar ríkisstjórnina?

Marat (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:55

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Marat, ég hef hvergi séð það bannað að gagnrýna stjórnina! Það er heldur ekki bannað að bulla út í eitt og þú nýtir þér það í botn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 14:05

8 identicon

Sveið undan tilvitnuninni í krataráðherrann?

Marat (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:13

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú hefur fylgst með bloggskrifum mínum þá ættir þú að hafa séð að ég gagnrýni mína menn ekki síður en aðra, hafi þeir til þess unnið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 14:17

10 Smámynd: Rafn Gíslason

Axel til hvers eru flokkar að setja sér stefnuskrá og gefa kjósendum sínum kosninga loforð ef það er í lagi að ganga á bak orða sinna við fyrsta tækifæri sem gefst. Það er einu sinni svo og hefur verið allt frá stofnun þessarar ríkisstjórnar að hluti þinghóps VG vildi ekki fara í það samstarf á þeim forsendum sem menn gáfu sér. Fimm þingmenn VG létu bóka við stofnun ríkisstjórnarinnar að þeir myndu ekki styðja hana í tilteknum málum, Það var alltaf ljóst frá upphafi. Það hefði því hefði farið best á því að þessi stjórn hefði aldrei verið stofnuð með þessa ósamstöðu í farteskinu. Hin svokallaði órólegi hópur Ögmundar á sér fylgismenn í röðum VG langt út fyrir þinghópinn og endurspeglar hin ólíku sjónarmið manna á stjórnarsamstarfinu enda hefur aldrei verið neinn kærleikur með þessum flokkum allt frá stofnun þeirra, eða eru menn búnir að gleyma þeim orðum sem höfð voru um Steingrím og Ögmund og reyndar aðra félagsmenn VG að þeir væru að svíkja vinstri menn með því að kljúfa sig út úr einu sameiginlegu afli til vinstri gegn hægrimönnum. Segir það ekki allt sem segja þarf um hversu vel þessum flokkum hefur gengið að starfa samann.

Rafn Gíslason, 10.3.2010 kl. 15:11

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er verið að mýkja kallinn upp svo það sé hægt að nauðga Icesave og ESB upp á þjóðina, ég trúi því ekki að hann láti kaupa sig fyrir það.

Sævar Einarsson, 10.3.2010 kl. 18:56

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rafn, á Íslandi hafa eingöngu verið samsteypustjórnir. Slíkar stjórnir hafa þann galla að stefnuskrá þeirra er bræðingur úr stefnuskrá þeirra flokka sem að þeim standa. Því verða flokkar að semja, sleppa sumu af sínum málum til að ná öðrum fram.

Stefnuskrá og markmið núverandi stjórnarinnar var samþykkt af flokkunum báðum þegar hún var mynduð, þó einstaka þingmenn VG hafi síðan túlkað málin ansi frjálslega, eftir sínu höfði. Slíkt fólk er ekki stjórntækt.  

Það er ekki nokkur vafi á að ýmsir Samfylkingarmenn hafa ekki verið sáttir með stjórnarsáttmálann, en láta kyrrt liggja vitandi að stjórnmál eru langhlaup, ekki spretthlaup.

Það er ekkert skrítið þótt hnútukast hafi verið milli Samfylkingar og VG áður fyrr, flokkarnir voru jú keppinautar um sömu kjósendurna. En þegar menn fara í stjórn saman verður það að vera í fullum trúnaði. Ef menn bera ekki gæfu til þess eru þeir óstjórntækir þannig samstarf er vonlaust til árangurs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 19:47

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sævarinn, hvað viltu leggja undir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 19:47

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Axel, allar mínar eignir og skuldir(þær eru reyndar orðnar hærri en eigninar og hækka meira þegar við fáum reikninginn vegna Icesave) og svo fá börnin mín 3 að borga þetta næstu áratugina á meðan þeir sem stálu öllu súpa á kampavíni og borða styrjuhrogn og hlægja af því hvað íslenskur almenningur sé nautheimskur.

Sævar Einarsson, 10.3.2010 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband