Fær ekki verkalýðurinn þá foringja sem hann á skilið?

Mér þykir það standa Gylfa Arnbjörnssyni nær að standa sjálfur með sínu fólki í verki áður en hann gerir þá kröfu á aðra.

Hvað ætlar Íslensk alþýða að reyna það lengi á sjálfri sér að hagfræðingar og annað langskólalið skilar aldrei átakamiklu og kappsömu verki fyrir þeirra hönd?

Það virkar ekki fyrr en hægt verður að éta meðaltalsútreikninga, línurit og litskrúðug  súlu- og kökurit.

Verkafólk, standið í lappirnar og sópið hagfræðingastóðinu út úr ASÍ!

  
mbl.is Gagnast ekki þeim verst settu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já, en hvernig þá?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.3.2010 kl. 20:28

2 identicon

Þetta dót er hluti af innréttingunni.

axel (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já þú meinar Axel - út með "excle" krakkana og inn með fólk sem hefur og þekki til hvað vinna er

Jón Snæbjörnsson, 14.3.2010 kl. 21:07

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það er fáránlegt að launafólk hafi ekki val um hvort það er hluti af þessu ASÍ apparati sem hegðar sér eins og auglýsingastofa fyrir samfylkinguna.  Og virðist vera meira umhugað um fylgi samfylkingarinnar en launafólk

Hreinn Sigurðsson, 14.3.2010 kl. 22:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Meðan grasrótin í verkalýðshreyfingunni fer auðveldustu leiðina og velur yfir sig svona "apparöt" þá uppsker hún eins og hún sáir. En breytingar eru vissulega ekki auðveldar í hreyfingunni, því hún er í eðli sínu ekki lýðræðisleg, þótt hún hafi það yfirbragð.

Formenn einstakra félaga sem voga sér að andmæla ASÍ galeiðunni eru miskunnarlaust settir í samskiptagapastokkinn og undan þeim grafið.

Menn sem koma ofanfrá og taka sér 3-4 föld laun umbjóðenda sinna og hafa aldrei þekkt og reynt á eigin skinni kjör verkamannsins eru ekki manna líklegastir til að sjá og skynja hvar svíður.

Hnignun verkalýðshreyfingarinnar hófst með Ásmundi í forsetastól ASÍ, hvar er hann í dag, sá gutti?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2010 kl. 22:26

6 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það er ein stór klíka í ASÍ sem öllu ræður, þar fer þursinn sjálfur fremstur á vegum VR, einnig fylgja honum formaður Samiðnar og formaður rafiðnaðarsambandsins. Maður sem ætti að verða kosinn forseti í haust er Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Hann hefur alla tíð unnið fyrir sitt fólk, en fellur ekki í kramið hjá klíkunni.

Sveinn Elías Hansson, 14.3.2010 kl. 22:45

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aðalsteinn Baldursson er bráðskarpur og dugandi verkalýðsforingi. Ég væri fullkomlega sáttur við hann.

Aðalsteinn mun ekki vera á gestalista Gylfa í næsta stuðningsmannahófi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2010 kl. 23:02

8 identicon

Ég er hjartanlega sammála því að Aðalsteinn er dugandi verkalýðsforingi af gamla skólanum og yrði alsæl með hann í forsvari. Það er fáránlegt að sjá eitthvað lið sem hefur engan skilning á því hvað það er að vera verkamaður leiða verkalýðsfélög.

Að sama skapi finnst mér blóðugt að sjá flugumferðarstjóra sem hafa margföld mánaðarlaunin mín (og njóta meira atvinnuöryggis í ofanálag) berja sér á brjóst og kvarta undan kjörunum - þeir mega bara skammast sín! Á sama tíma og flestir hafa lent í launalækkunum og/eða skertum starfshluföllum (eða jafnval atvinnumissi) þá grenjar þetta lið undan því að hafa hátt í milljón á mánuði. Og hvað með það þótt þeir vinni vaktavinnu - þeir eru ekki eina stéttin sem gerir það, ég hef unnið vaktavinnu án þess að vera með svona ofurlaun!

Guðrún (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.