Hámark hræsninnar

Ekki hefur neitt breyst varðandi lánveitingar frá Noregi eins  og menn vonuðu.

Það er ekkert annað en hræsni og fals að segjast vilja og ætla að lána Íslandi en skilyrða svo lánveitinguna um leið blessun AGS, sem vonlaust er að slaki á einu né neinu fyrr en við höfum  kokgleypt Icesave.

Það hefði einfaldlega verið heiðarlegra af Norðmönnum að segja sjálfir nei í stað þess að láta aðra gera það fyrir sig.

En auðvitað var vonlaust að vona að Norðmenn gætu verið ærlegir. Það hefði verið stílbrot.


mbl.is Vilja lána óháð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

?

Kristján Hilmarsson, 20.3.2010 kl. 22:49

2 identicon

Lestu fréttina aftur eða fáðu einhvern til að lesa hana fyrir þig.  Það er bara einn flokkum á móti en aðrir vilja lána.  Þannig að þeir vilja lána án þessa tengja það IceSave.

Hans R. Snorrason (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ágætlega læs Hans. Hvað merkir þetta?

"Fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Kristilega þjóðarflokksins, setja það skilyrði fyrir lánveitingunni, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykki endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland og að landið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum".

Þýðing óskast!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 23:10

4 Smámynd: Jonni

Þetta er alveg hárréttur skilningur hjá þér Axel.  Þetta er ekkert annað en þessi eilífa árátta norðmanna til þess að pússa geislabauginn án þess að rétta neinum eitt eða neitt.  Norðmenn eru heimsmeistarar í tvískinnungi og sjálfsdýrkun.  Hér gafst þeim gott tækifæri til þess að sýna hæfni sína og maður verður bara hreinlega að dást að fagmannlegum vinnubrögðum.  1-0 fyrir Noregi.  Skák og mát.  Datt einhverjum eitthvað annað í hug?

Jonni, 20.3.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og undirtektir Jonni. Það var sjálfsagt bjartsyni að vænta annarrar niðurstöðu, sem hefði af Norðmanna hálfu verið stílbrot.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 23:55

6 identicon

Goda kvøldid

Eg by her i noregi og hef gert tad i rum 11 år ekki dæma tjod fåum poltiskum bjånum hvort sem teir koma frå skerinu eda noregi teir eru allir jafn heimskir en tar sem eg hef buid her all lengi tå finnst mer hafa heyrt hvad flestir nordmenn å golvinnu hugsa og teir seigja allir med tølu ad ta se mikilvægt ad hjålpa sinu folki å islandi.

Og tad fer hrikalega i mig tegar sumir å logginu her og annarstadar halda ad teir viti allt miklubetra en adrir tegar teir tjå sig her å blogginu um hvernig nordmenn eru teir gera allt fyrir okkur islendinga vid erum mjøg hått i ålitum her 99% af okkur fåum vinnu her ef vid viljum alla vega ef vid erum til ad flytja okkur um sett.

Eg vill fullvirda til jolaveinaan sem eru ad skita ut nordmenn ad lita adeins i eiginn barm og sjå hvort teir eigi efni å tessu skitkasti vid okkar godu frændur noregi sem yfirleitt standa vid okkar bak

eg mæli med ad folk spåi adeins i hverjir standi med og hverjir eru å moti okkur eg get ekki sed ad alla vega her frå noregi ad minnst 99% ad nordmenn seu med okkur en så sem er forsætis rådherra her nuna er frå ap=samfylginginn vilji få okkur inni eb mafiunna låttum ekki blekkjast af tvi hlustum å hvad folkid vill her er alveg jafnmikilll anstæda å moti eb eins og å islandi

KV

Walter

Walter (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 00:04

7 Smámynd: Jonni

Það vill nú svo til að ég bý í Noregi og hef gert það í 20 ár.  Nógu lengi til þess að átta mig á þessu sparitali norðmanna þegar á að sýna siðferðislega yfirburði þeirra yfir gervallri heimsbyggð.  Norðmenn eru bestu vinir íslendinga þangað til röðin kemur að þeim að sýna þessa vináttu í verki.  Þá kemur annað upp úr bátnum en til þess að viðhalda sjálfsmynd sinni sem bestir í heimi dulbúa þeir falsstuðning til Íslands sem eitthvað annað en það er.  Fyrir utan Krf reyndar í þessu tilfelli en það er kannski bara hluti af sýndamennskunni?

Jonni, 21.3.2010 kl. 00:16

8 identicon

Jonni

hvad hafa nordmenn gert ter afhverju ertu svonu bitur ut i tå buid her i 20 år hvar å landinu ertu eiginlega ad koma med svona skodannir tu hlytur ad vera tå upp i sveitt a torpi her byggd å oslo svædinnu er folk mjøg upp tekid af tvi af nordmenn hjålpi islendingum og reyndar lika langt i nordur noregi tar sem eg å lika goda norska vinni gaman væri ad vita hvada kruma skudi her i noregi sem tu byrd å sem hefur svona litid ålit å islendingum eda ertu kanski ad vinna i eihverju verksmidju svona eins og td ekornes sem er svona typical not thinging folki:)

Walter (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 00:35

9 Smámynd: Jonni

Ég bý í krummaskuðinu Osló.  Bara af því að þú ert íslenskur (ertu virkilega íslenskur?) strjúka norðmenn þér eftir hárunum og segja þér hvað þeim hafi alltaf langað til Íslands (ef þeir hafa ekki verið þar í fyrirtækis fyllerísferð) og að nú ríði á að hjálpa þessum bræðrum þeirra úti í Atlantshafi.  Og þú fattar ekkert.  Rosalega vinalegir þessir norðmenn og svo eru þeir góðir við allar þjóðir í heiminum. Eða þannig sko.  Walter, þú þarft að kveikja á fattaranum gagnvart þessu smoothtalki þeirra norðmanna.  Þeir meina svosem ekkert illt með þessu, en heldur ekkert gott.

Jonni, 21.3.2010 kl. 00:47

10 identicon

Tja

Er hålfnorskur isl nei eg tekki adalega 100% nordmenn sem ekki hafa sed okkar flotta land en eru å leid til ad gera tad hef reyndar lika talad vid nordmenn sem hafa tekid helgar ferdir  eru mjøg jåkvædir i gard okkar isl 

svo eg er ekki ad skilja tinna neikvædi sem heyrist vera typical sveita nordmann sem er å moti øllu ekki er hvitt er i vandrædum med ad trua ter tegar tu segjist vera frå oslo og hvad tå tegar tu fullyrdir ad tu hafir buid her i 20 år alveg eins og klippt ut ur lygasøgu sem er erfitt ad trua seigdu tå vid mig i hvada hverfi tu tykkist koma frå ????????????????

Walter (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 01:16

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Walter ert þú nokkuð B52?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 01:24

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fór í Smuguna forðum. Þá voru þar togarar af öllum þjóðernum. Norðmenn töldu sig eiga allt N-Íshafið skuldlaust en ólík var framkoma þeirra við skipin, og fór eftir þjóðerni. Áberandi leiðinlegastir voru þeir við smáþjóðirnar Ísland og Færeyinga. Þeir fóru mun mýkri höndum um stærri þjóðirnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 01:32

13 identicon

Tja  Axel hvad hefur tad med målid ad gera eg kom hingad til noregs fyrst 1977 og hef haft bædi isl norsk fam her sidan 1960 talid og eg likar afar liid tegar  tegar minn hålf partur er ad skita ut minn hålf part eg hef verid i godum samtølum vid nordmenn bædi tå sem eg ekki tekki og adra og allir sem eg tala vid eru 100% med okkur tad eru bara poltisku bjånarinir sem eru ekki online

Walter (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 01:40

14 identicon

Aftur axel typiskur isl dæma nordmenn eftir eina fyllirisferd å smugunni hittir nokkra fulla sjomenn sem meina tetta gætir alveg eins og eg taladi vid bjånan hann jens i bilnum  gerdi her um daginn sama stubid svarid  eb folk vill okkur inn adrir ekki høldum okkur vid fakta ekki hvad tu axel og tinn felagi jonni finnst um målid

Nordmenn standa med okkur tu axel eda jonni  fåid tid ekki breytt hvad sem sem tid reynid ad skita tå ut reyni frekar ad standa med ykkar frændum sem eru reyndar eina nordulandatjodinn sem hefur sagt ad teir muna stydja okkur hvad sem altjodasojidur seigjir til eda frå

Walter (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 01:53

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var nú bara forvitni í mér Walter varðandi B52. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 01:55

16 identicon

Ok

Den er grei ang B-52

Walter (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 01:59

17 Smámynd: Jonni

Walter; ég hef búið hér og þar í Oslo og unnið að mestu í miðbæ krummaskuðsins.  Bjó lengi á Røa en ekki lengur. Hvar býrð þú?

Mér finnst það undarleg fullyrðing að 99% séu svona og stjórnmálamenn allt öðru vísi.  Er ekki lýðræði í Noregi?  

Jonni, 21.3.2010 kl. 11:29

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er Osló ekki sögð vera stærsta sveitaþorp veraldar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 16:34

19 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jú Axel ! Osló er stærsta sveitaþorpi í heimi, normenn eiga ekki kínigáfu, norðmenn eru mjög nískir,norðmenn eiga ekki til fórnfýsi og vilja til að hjálpa öðrum og já í hvert sinn sem færi gefst þá reyna þeir sérstaklega að leggja Íslendinga í einelti.

Axel minn stakk norðmaður undan þér einhverntíma eða hvað ?? :)

Kristján Hilmarsson, 21.3.2010 kl. 17:21

20 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jonni og Walter ! þið þurfið að taka saman einn "kaldann" á Nelson í Karl Johann einn daginn :)

Kristján Hilmarsson, 21.3.2010 kl. 17:33

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei ekki var það nú Kristján.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 17:46

22 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nei þetta var nú var nú bara misheppnaður brandari Axel, þarna sérðu hvernig kímnigáfa mín er búin að bíða hnekki eftir 25 ár hérna :( en þetta með að þú hafir verið í "Smugunni" á sínum tíma, skýrir nokkuð svekkelsi þitt útí norðmenn, þetta er svona álíka og íbúum Grimsby,Hull,Fleetwood og fl. bæja í Bretlandi leið við allar úfærslur ísl. landhelginnar,  en smugumálið var nú eins og flest önnur mál með bæði 2 og fleiri hliðar .

Kristján Hilmarsson, 21.3.2010 kl. 17:58

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fiskimenn í Grimsby höfðu mun betri skilning á nauðsyn okkar aðgerða í landhelgismálinu en Íslendingar og aðrar þjóðir höfðu á sjálfskipaðri löggæslu Norðmanna á úthafinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 18:42

24 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já eins og ég sagði margar hliðar og frjálst val hvort kíkt er á allann "teninginn" eða bara hliðina sem manni finnst henta best ;)

Kristján Hilmarsson, 21.3.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.