Eftir höfðinu dansa limirnir, eða hvað?

Limir kaþólsku kirkjunnar dansa eftir höfði kirkjunnar, Benedikt 16. páfa,  en kirkjan virðist ekki ætla að dansa eftir höfði Ratzinger, sem virðist opinberlega hafa  aðra skoðun en höfuð kirkjunnar.

Það er greinilegt á orðum þessa Cantalmessa  húspredikara páfa og hans sótsvörtu messu í Péturskirkjunni að ekki er ætlunin að breyta einu eða neinu í frjálslyndisátt í Páfagarði,  nema síður sé, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar páfa um annað.

Hafi páfi ekki meint það sem hann sagði hefði hann betur  haldið sér saman, þögnina hefði þá mátt áfram túlka að vild og ekki verið stílbrot.

En það er ekki nýtt að ekki fari saman orð og gjörðir á þeim bænum og þar virðast sumir töluvert mikið jafnari fyrir Guði en aðrir.

Predikun sína flutti þessi fulltrúi páfa að honum viðstöddum en síðan afneitar talsmaður páfagarðs boðskapnum en predikunin er síðan birt í heild í opinberu blaði Páfagarðs.

Ekki er undarlegt venjulegt fólk skilji ekki framkvæmd kaþólskukirkjunnar á boðskap frelsarans.

 
mbl.is Gagnrýna samlíkingu í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Eitthvað rámar mann í ástarsögu Hannesar Hólmsteins og Davíðs nokkurs Oddsonar þegar maður les þetta.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.4.2010 kl. 12:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er allt annað trúfélag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2010 kl. 12:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband