Ástþór Magnússon þjófkenndur.

Í þessari frétt  hefur Einar Bárðarson dregið verulega í land í yfirlýsingum frá því hann fullyrti fyrr í dag á vísir.is að Ástþór Magnússon og menn frá Lýðvarpinu hefðu verið að verki.

Það er betra að vera viss þegar svona ásakanir eru settar fram. Þótt Ástþór karlinn sé ólíkindatól er óþarfi og ekki stórmannlegt að þjófkenna hann opinberlega að órannsökuðu máli.


mbl.is Útvarpssendi Kanans stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Helgi Benjamínsson

HAH! Ástþór er búinn að skila sendinum...

Kristján Helgi Benjamínsson, 9.4.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvar hefur það komið fram Kristján?  Hvað sem öllu líður var um hreina ágiskun, byggða á vafasömum forsendum hjá Einari að ræða, þegar hann þjófkenndi Ástþór.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 22:54

3 identicon

varla vafasöm ef hann er búinn að kæra !

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/09/kaninn_kaerir_lydvarpid_fyrir_stuld/

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef aldrei verið aðdáandi Ástþórs, nema síður sé, sem sjá má á bloggfærslum mínum um manninn. En hér gekk Einar Bárðarson klárlega of langt á fyrstu stigum málsins.

Málið lítur þannig út núna að kæra standi gegn kæru. Lögreglan rannsakar væntanlega málið og þá kemur í ljós hvort einhver verður kærður og fyrir hvað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband