Norðanátt er hagstæðasta vindáttin

Ekki óska ég íbúum undir Eyjafjöllum öskufalls frekar en öðrum landshlutum. En norðanátt er hvað sem öllu líður langhagstæðasta vindáttin hvað öskufall varðar. Þá er minnst land undir og styst til sjávar.

Vonandi dregur úr blöndun vatns og gosefna í gossprungunni og þá minnkar öskufallið ef að líkum lætur.

 


mbl.is Þéttir glugga vegna öskufalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, maður veit ekki hvað er best og hvað er verst. Áhrifin á flug yfir Atlantshaf skipta líka máli. Manni finnst líka afspyrnu slæmt ef þessar glæsilegu bújarðir undir Eyjafjöllum fara illa af afleiðingum gossins.

Kreppukrati (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 16:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vissulega er myndarlega búið undir Eyjafjöllum, en það eru víðar góðar og glæsilegar bújarðir. Ég var fyrst og fremst að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að í norðanátt færi minnst flatarmál lands undir ösku.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2010 kl. 16:32

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Uss hvað er þetta. Auðvitað reynum við að miða eldfjallinu sem næst London. ;)

En auðvitað skiptir flugumferðin máli líka. En það er samt gott að vita af því að gosfallið verði lítið hérna, því þótt það færi yfir allt landið og út hinum megin, þá fer það bara yfir í næstu heimsálfu og truflar flugumferð þar. Það lendir ekki á einhverjum ósýnilegum vegg. :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.4.2010 kl. 19:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég myndi flytja helvítis gosið inn í miðja stofuna hjá Gogga Brúna hefði ég til þess getu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2010 kl. 19:44

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held bara að landvættirnar séu að bíða eftir mannfórnum. Við getum þá boðið nokkrum af okkar uppáhalds ráðherrum í bresku ríkisstjórninni í "hraun" bakaðann mat.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.4.2010 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband