Þingmenn í þrautakóng.

Mikið afskaplega er það heppilegt fyrir Þorgerði  og Illuga að Björgvin skyldi bresta kjark til að stíga skrefið til fulls og segja af sér þingmennsku.

Nú telja Þorgerður og Illugi að þau þurfi ekki að ganga lengra en Björgvin til að halda andlitinu og það nægi að stíga til hliðar tímabundið. Þau bíða svo tækifæris að laumast aftur inn á sviðið um leið og öldurnar lægir.

Vonandi  verður það  aldrei.

Ég bind vonir við að Björgvin sjá að sér og klári dæmið, það myndi setja  syndlausu og ómissandi Sjallana í verulegan vanda.

Hvernig er syndaregistur  varaþingmannanna  sem koma inn á þing í stað Þorgerðar og Illuga? Lækkar syndasúla flokksins við þessa aðgerð?

 
mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"... myndi setja syndlausu"

 Laukrétt ! " Sá yðar sem syndlaus er , kasti fyrsta steininum" sagði Meistarinn.

 Bíðum nú. Hér koma þrjú nöfn ( af fjölmörgum) sem spurt er, hvort séu syndlaus í þessum málum ???

 1. Össur Skarphéðinsson. Var ráðherra í hrunstjórninni. Fékk " litlar" 30 milljónir fyrir skuldabréf í Spron, svona rétt fyrir hrun !

 2. Árni Þór Sigurðsson. Var hvorki meira né minna en í STJÓRN Spron. Fékk vænar fúlgur " rétt fyrir hrun". Kom þeim í bankaskjól erlendis !

 3. Jóhanna nokkur Sigurðardóttir. Var ráðherra í hrunstjórninni. Vissi glöggt hvert " skútan" stefndi. Gerði bókstaflega EKKERT til að hindra strandi !

 Fleiri nöfn ?

 Nóg til Bíðum og sjáfum hvað ofannefndir " syndarar" gera !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þín ágiskun er ekkert síðri en mín Kalli Sveins. Ég hef ekki haldið upp vörnum fyrir einn né neinn og ætla ekki að gera. Hvað með þig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þess ber að geta að þessi skuldabréf sem Össur átti hafði hann átt frá stofnun Spron, og ástæðan fyrir því að hann seldi þau "rétt fyrir hrun" var vegna þess að honum þótti ekki viðeigandi að eiga þessi skuldabréf í því ráðuneyti sem hann tók við. Svo hann seldi þau. Ekkert brask á öllum þessum árum.

Hefði það verið smekkvísara, fyrir þitt siðgæði að hann hefði hreinlega hent þessum skuldabréfum?

Já, Jóhanna vissi kannski hvert stefndi. Ég get ekki fullyrt það. Sjallarnir þykjast ekkert hafa vitað en vilja samt sem áður halda því fram að Jóhanna hafi ein og sér staðið að einhverri vitund um þetta allt saman.

En hvernig átti manneskja, í félagsmálaráðuneytinu, að stöðva þann bolta sem fór að rúlla löngu áður en hún settist í stjórn? Ef eitthvað hefði átt að gera hefði það verið áður en Samfó og Sjallarnir fóru í samstarf. 

En nei, þetta er ALLT Jóhönnu að kenna! Djöfulsins tussan, maður.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2010 kl. 12:45

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

En það breytir því samt ekki, að ef sekt sannast á eitthvern, þá á sá og hinn sami að víkja. Sama hvaða flokki hann er bundinn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2010 kl. 12:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefði ég haldið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 12:55

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Já nú er að sjá hvort nýtt fyrirbæri sé að líta dagsins ljós: " Syndaaflausnarfrí."..

hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 13:23

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri eðlilegast að setja upp skrifta og aflausnar embætti. Sjálfkjörinn í það embætti er brauðlausi illgirnispresturinn sem veit upp á marg klofið kuntuhár hverjir eru sekir og hverjir ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 13:33

8 Smámynd: hilmar  jónsson

He he..Hvað er þetta með þig og Jón Val ?

hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 13:35

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Við Jonni Valli erum bara læk ðiss, sko.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2010 kl. 13:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

JVJ hatar mig eins og pestina Hilmar, ég get ekki hugsað mér að það lagist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 14:08

11 identicon

Rannsóknarskýrslan segir okkur hverja er hægt að sækja til ábyrgðar samkvæmt lögum.

Rannsóknarskýrslan fellir enga pólitíska dóma um ábyrgð þeirra sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins.

Það er okkar kjósendanna að gera það í ljósi þeirra upplýsinga sem koma fram í skýrslunni.

Það er ljóst að hér þarf að taka til í öllum flokkum og henda þar út stórum hluta núverandi þingmanna sem sitja á þingi í boði bankana og hafa sýnt af sér gáleysi, andvaraleysi og aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins.

Fólk sem sem sigldi þessari þjóðarskútu okkar í strand á ekki að velja til frekari forystustarfa.

Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:01

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stefán, það er öldungis rétt og almennt siðferði er ekki og verður aldrei að fullu skilgreint með lögum. Á mörgum sviðum verður það að vera mat hvers og eins hvað er rétt og rangt þar sem lög taka ekki beint og að fullu á því.

Það verður að nota þetta tækifæri til að innleiða siðferði í íslensku pólitíkina, mistakist það núna verður það aldrei hægt.

Víða erlendis hafa makar ráðherra ekki þurft annað en misstíga sig lítillega til að ráðherranum sé ekki stætt á öðru en fara frá. Hér á landi er langur vegur frá að svo sé. Lýsti Þorgerður því t.d. yfir að skuldir þeirra hjóna væru Kristjáns og henni því óviðkomandi?

Til sjós gildir ein regla og aðeins ein regla, brjóti skipverji af sér gegn útgerð skipsins þá er viðkomandi afmunstraður með það sama, hvaða stöðu sem hann gegnir, og komur aldrei á þá skipsfjöl aftur. En það er ekki gert á þjóðarskútunni, við brot hefur mönnum verið ýtt upp í hærri stöðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 15:32

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lang hreinlegast er að hætta alveg, klappað og klárt. Hinn almenni kjósandi á ekki að hleypa þessu fólki aftur inn í veisluna. Því miður eru kjósendur alltof andvaralausir - Sjálfstæðismenn áttu að hafa þá röggsemi til að bera að úthýsa Þorgerði fyrir löngu eins og ég benti á forðum daga. Nú er hún búin að stórskaða flokkinn.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 16:26

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar til lengdar lætur þá skaða þessar eftirlegurollur sína flokka, hvað sem þær og flokkarnir heita.

Það sem veldur þessu er þessi dæmalausa tryggð kjósenda við sinn flokk, sama hvað. Það hættir ekki við, svo neinu nemi, að kjósa sinn flokk þótt valist hafi í örugg sæti gerspillt fólk. Við svoleiðis aðstæður venjast frambjóðendur því að geta hagað sér eins og því sýnist. Þeim er ekki refsað.

Svo eru möguleikar kjósenda til aðgerða í kjörklefanum takmarkaðar. Það getur beitt útstrikunum, en þær hafa takmarkað vægi. T.d. færðist Björn Bjarna aðeins niður um sæti þrátt fyrir allan þennan fjölda útstrikana sem hann fékk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 16:54

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þeir þingmenn sem hafa sagt af sér til þessa eru greinilega búnir að fá stimpil á handabakið og geta því gengið inn aftur án þess að borga sig inn aftur. Svona eins og á almennri félagsmiðstöð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2010 kl. 16:58

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Inga það er eins og þeir séu á sveitaballi og hafi ákveðið að bregða sér aðeins út og fá sér ferkst loft.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 17:06

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef ekki trú á þessu. Þau vilja með þessu móti fá hægt andlát.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 17:09

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi verður það kvalafullt

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 17:43

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu viss? Þú veist að við hljótum þann dauðdaga sem við óskum öðrum........

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 18:00

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei það vissi ég ekki Baldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 18:35

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK þú veist það núna :)

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 18:39

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þetta er öruggt mun ég hér eftir óska öllum þess að kafna á milli brjóstanna á Salma Hayek

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 18:58

23 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður...

hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 19:01

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hahaha ég mun hér eftir bæta þessum lið í kvöldbænina.....

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 19:17

25 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvernig seturðu myndir í kommentakerfið Axel ? Mér hefur aldrei tekist það..

hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 19:31

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einfaldlega með því að copy/paste myndina beint úr google, það verður að passa að myndin sé ekki of stór.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 19:41

27 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk fyrir þetta..

hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 19:57

28 identicon

Thessi kvikindi kunna ekki ad skammast sín.  Audvitad eiga Illugi og Thorgerdur ad segja af sér ásamt fleirum.  Ord Thorgerdar eiga vel vid núna:

                 "KOMA SVO BJARNI!!!!"

http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8

Jolly Good!! (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:58

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sagði hún þetta virkilega? Ég hélt að svona töluðu bara mellurnar í hórukössunum. Always learning........

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 20:06

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það geta ýmsir brugðið fyrir sig betri fætinum

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 20:41

31 identicon

Danskurinn segir.: " Kvinnevaben - toredropen".

 Karlpeningnum er mikil vorkunn að geta ekki skælt opinberlega !

 Einkar eðlilegt að Drottinn allsherjar hafi tekið upp að skapa konuna úr rifi karlsins, þegar hann leit augum hversu skelfilega sköpunin tókst með karlinn ! ( Les: Karlkyns eðalkrata ! )

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:04

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

O ekki aftur, hvað er þetta í mörgum eintökum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 21:23

33 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Heyrðu, þú þarft að bæta þessu við að ofan sýnist mér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.