Einn eggjabakki á dag getur kippt fylginu í lag

eggs_pic1Skrítið að íslenska Íhaldinu hafi ekki dottið í hug þetta snjalla herbragð Cameron´s og  látið kasta eggjum í Bjarna Ben og aðra umrenninga Sjálfstæðisflokksins.

Þegar um allt þrýtur er ekkert eins áhrifaríkt og að skapa samúð. Það eina sem getur bjargað Bjarna í stöðunni er samúð og mikið af henni.

Mjög djúpt er á samúð með Bjarna & co, en það sakar ekki að reyna.

.


mbl.is Eggjum kastað í Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til fjandans með samúðarfylgi, fólk verður að hugsa raunhæft, bannað að vera aumingjagóður í kosningum.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2010 kl. 13:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammá því Ásdís, en hvernig var það ekki á fundinum hjá Sjálfstæðisflokknum þegar Þorgerður sagði af sér og á fundi Samfylkingarinnar þegar Ingibjörg Sólrún hélt að hún hefði brugðist?

Grétu fundarmenn ekki á báðum fundunum úr sér augun? Samúðin var slík að þær hefðu verið kosnar aftur á stundinni ef það hefði verið valkostur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2010 kl. 13:25

3 identicon

Væri sóun á góðum mat að kasta eggjum í Engeyjarlaukinn...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 14:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að þeir gangi ekki svo langt að kasta fúleggjum í Bjarna sinn, svona í fyrstu umferð en það kann að breytast ef lítill árangur verður af ferskum eggjum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2010 kl. 14:18

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég kann vel við þetta æfa gamla trix að sýna andúð. Klassík. En hef verið að spekúlera af hverju egg hafi þessa þýðingu eða hafa þau kanski enga ?

Finnur Bárðarson, 21.4.2010 kl. 16:27

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

EInmitt, allir grenja eins og í Idol. Hef aldrei skilið grenjuganginn í svona málum, t.d. í Idolinu er fólk að keppa, en "segist vera orðnir svo góðir vinir" hallærislegt. Fólk á að dæma aðra að verkum þeirra og ekkert fjandans væl.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband