Ekki má heyra og ekki sjá og því síður segja frá.

Forsetinn á heiður skilið fyrir að hafa kjark og þor til að tala um hlutina eins og þeir eru og á mannamáli.   Margir hafa orðið til að lasta hann fyrir ummæli hans um hættuna af Kötlu og sagt hann valda landinu skaða.  

 

Menn hafa sagt að forsetinn væri ekki jarðfræðingur og ætti því ekki að tjá sig um þau mál. Þeir sömu ættu þá að kanna hvort þeir sjálfir hafi próf í öllu því sem þeir tjá sig um, hægri vinstri, á blogginu. 

 

Er myndin hér fyrir neðan af Íslensku þjóðarsálinni? Er ekki nóg komið af þöggun og undirferli, er sannleikurinn aðeins brúklegur, megi græða á honum?  3monkeys     


mbl.is Vona að við sjáum betri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

" Hverjum þykir sinn fugl fagur þótt hann sé bæði ljótur og magur."

Ragnar Gunnlaugsson, 22.4.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er alveg laus við alla fuglaeign Ragnar

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2010 kl. 10:27

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, Axel Jóhann.  Það var aldeilis brúklegur sannleikur þegar hann var að mæra útrásarvíkingana í hástert.  En ég er alveg sammála þér í því að hér virðist enginn mega hafa skoðun á neinum hlut nema vera sérfræðingur á því sviði.  Blessuðum ,,sérfræðingunum" skjátlast nú líka stundum.

Þórir Kjartansson, 22.4.2010 kl. 10:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er rétt hann mærði þá Þórir, fáir gerðu það ekki. En hvernig hefði umræðan um forsetann verið á þeim tíma hefði hann ekki gert það eða talað gegn útrásinni? Hún hefði ekki verið falleg sú umræða og ég er ekki viss um að honum væri þakkað það í dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.