Framsókn finnur upp hjólið

angel-devilÞað er svo sem gott og blessað að Framsóknarflokkurinn og aðrir stjórnmálaflokkar setji sér sér- stakar siðareglur og leiðbeiningar um almennt hátterni. 

En auðvitað vita haldlaus aðgerð og verri en ekkert ef ekki er meiningin að vinna eftir þeim.

Hefur verið einhver skortur á Íslandi á  lögum og reglum hverskonar, skrifuðum og óskrifuðum, ásamt almennu siðferði og leiðbeiningum hvað er rétt og rangt í mannlegum samskiptum? 

Ekki skortir reglurnar, aðeins skortir  viljann að fara eftir þeim.  Þeir sem ekki sjá eða vilja sjá reglurnar í þjóðfélaginu, sjá þær ekkert frekar þótt þær standi í rykföllnum samþykktum flokkana.


mbl.is Framsókn setur sér siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta lyktar langar leiðir af syndaaflausn "sjáðiði bara !! við erum búin að búin að finna upp siðferðið sem vantaði í þjóðfélagið, þar með erum við búin að gera upp okkar skuld"  FRRUSSSSS!!

Kristján Hilmarsson, 24.4.2010 kl. 17:38

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Of seint

Finnur Bárðarson, 24.4.2010 kl. 17:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er lóðið Kristján.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 17:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og of lítið, Finnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 18:00

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Látið ekki svona strákar. Framsókn er að sýna gott fordæmi og framkvæma hluti (t.d. biðjast afsökunar) sem aðrir flokkar mega taka upp. Það á ekki að gagnrýna það sem vel er gert jafnvel þótt menn séu ekki sammála pólitíkinni. Sigmundur reynir ekkert til að fegra hlut framsóknar og viðurkennir mistök og biðjur afsökunar. Hvað á hann að gera. Fremja harakiri?

Guðmundur St Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 18:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kæmi sterklega til greina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 18:44

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Var hann ekki bara að því, svona táknrænt ??

Annars er þessi strengur ekki um afsökunina, heldur það að framsókn sýnist vera búin að finna upp siðgæðið ;)

Kristján Hilmarsson, 24.4.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.