Góður Guðlaugur, áfram Guðlaugur, aldrei að víkja Guðlaugur!

SeawolfÞað kemur ekki mjög svo á óvart að Guðlaugur Þór Þórðarson ætli ekki að segja af sér. Maðurinn er svo forhertur og ófyrirleitinn að hann velti ekki einu sinni fyrir sér þeim möguleika og hreykir sér af því.

Guðlaugur ætlar að vandaðra manna vana að leggja verk sín í dóm kjósenda. Guðlaugur segist svo vandaður að hann láti tug milljóna greiðslur til sín ekki hafa minnstu áhrif á gjörðir sínar.

Sjaldan hefur á Íslandi verið þörf fyrir svona menn og aldrei jafn lítil og núna.

 
mbl.is Guðlaugur hyggst ekki víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kom hingað vegna þess að ég hélt að þú ætlaðir að hrósa Guðlaugi hinum spillta... sá að svo var ekki... og óska þér alls hins besta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það og innlitið DoctorE.

Fyrirsagnir geta verið villandi og eiga stundum ekkert skillt við framhaldið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 10:02

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Gulli er bara fylginn sér og sinni sannfæringu...er það ekki?

Einhver Ágúst, 3.5.2010 kl. 13:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það gerir Lalli Johns líka.

Það er ánægjulegt að sjá velgengni ykkar hjá Besta flokknum í skoðanakönnunum, til hamingju með það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 13:34

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Axel, þetta fer allt á bezta veg.....

Einhver Ágúst, 3.5.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.