Það má en samt ekki

smokingÞetta er gott framtak hjá nemendum grunnskólans í Hrísey. Reykingar skaða, reykingar drepa, ekki minnsti vafi á því.

Með þessu framtaki stíga börnin skrefið til fulls, skref sem löggjafinn þorir ekki að stíga en leysir vandan með hálfkáki og femínistalógík.

Ég hef aldrei skilið þessa femínistahugsun í reykinga- vörnum, sem byggja á banni við auglýsingum og sýnileika vörunnar.

Þótt ég reyki ekki sjálfur og vilji allt tóbak út í hafauga, finnst mér fáránlegt að ekki megi auglýsa tóbak (og áfengi), vöru sem er fullkomlega löglegt að kaupa og neyta. Þetta stangast á við alla skynsemi.

Ef varan er skaðleg er þá ekki skynsemisskorturinn falin í því að leyfa sölu á henni yfir höfuð?

Nær væri að leyfa auglýsingar á vörunni og skattleggja auglýsingarnar og nota það fé beint til forvarna.

  
mbl.is Vilja banna reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Skoðanir eru mjög skiptar hvað þetta varðar, augljóslega. Reykingarmenn vilja ekki sjá bann og reykleysingjum er annað hvort sama eða með banni.

Persónulega finnst mér samt, að ef að á að banna tóbak, ætti að banna áfengi líka. Og ef hvortveggja eða aðeins eitt verði bannað, þá eigi að taka skrefið til fulls með sykurskattinn og banna allt sem gæti valdið offitu.

Helstu rökin fyrir banni á innflutningi og sölu á tóbaki er hversu mikið þetta kostar heilbrigðiskerfið á ári hverju, vegna sjúkdóma og kvilla sem taldir eru koma í kjölfarið á reykingum og / eða óbeinum reykingum (þótt hið síðarnefnda hafi aldrei verið fyllilega sannað).

En á meðan þessi rök eru ekkert verri en hver önnur, þá kostar áfengi líka einhver líf á hverju ári og er hnífur í síðu heilbrigðiskerfisins. Sem og offita. Og bílar.  Og tölvur núna, úr því þær eru farnar að stuðla að auknu hreyfingarleysi og offitu. 

Það mætti lengi telja alla hlutina sem kosta heilbrigðiskerfið núna (eða í náinni framtíð með þeirri þróun sem er í dag) mikinn pening, og fólk heilsu sína. Eigum við bara ekki að stíga skrefið til fulls, banna þetta allt saman? Heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra geta þá gengið saman í eina sæng, og við myndum banna allt sem væri ekki heilsusamlegt. Svona líkt og nektardans þótti ekki góður fyrir heilsu kvenna, og var því bannaður. Afhverju stoppa þar?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.5.2010 kl. 16:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Æ,æ, þarna fórstu alveg með það Inga, að nefna nektardans, allt þannig tal kemur fram á skjálftamælum Femínistafélagsins.

Það er full ástæða til að banna bílaauglýsingar, því bílar drepa, sannarlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 16:21

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það sem er merkilegt að ekki megi selja reyklaust tóbak, snus. En nikótínlyf má selja sem er í raun ekkert lyf heldur hreint nikótín.

Finnur Bárðarson, 3.5.2010 kl. 16:23

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Bönnum nekt í auglýsingum líka. Hún drepur víst líka. Bönnum helst allan fjandann, og búum öll í einangrun: Hver í sínu neðanjarðarbyrgi. Bara svona til öryggis.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.5.2010 kl. 16:23

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kanski er best að banna bara allt til að einfalda málið eins og Ingibjörg nefnir

Finnur Bárðarson, 3.5.2010 kl. 16:28

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já það er undarlegt Finnur, snuffið, rétt eins og Íslenska neftóbakið, er skömminni skárra en sígarettur, það mengar í það minnsta ekki fyrir öðrum en neytandanum.

En bannsettur óþverri eigi að síður. Ég var um tíma forfallinn neytandi á snuffi en tókst við mikil átök að losna undan því. En mikið andskoti langar mig mikið í það, á stundum, þó komin séu 17 ár síðan ég hætti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 16:32

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sagt er að í kommúnistaríkjum sé allt bannað sem ekki er leyft og í kapítalistaríkjum sé allt leyft sem ekki er bannað. Svo er bara spurningin hvort hentar okkur betur. 

Í fjármálunum höfum við komist að því fullkeyptu hvernig fer þegar allt er leyfilegt sem ekki er beinlínis bannað. Hvort það gildir um annað skal ósagt látið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 16:38

8 identicon

Bönnum áfengi líka!   Já og koffein er fíkniefni svo við verðum að banna kaffi og gosdrykki!  Bönnum líka bómull því börn geta troðið henni upp í nasirnar og kafnað!

æl

Hættum þessarri andskotans bannáráttu, hún leysir engan vanda og skapar yfirleitt fleiri vandamál. 

Þór (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:49

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enn stendur ósvarað hvort réttlætanlegt sé að banna auglýsingar á einni vöru umfram aðrar sem má selja og neyta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 16:58

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég þori varla að hafa skoðun á því hvort megi auglýsa þetta eða ekki, en hingað til (eða amk þar til nýlega) hafa lögin umhverfis þetta allt saman verið frekar óljós.

En rökin eru jafnframt sú að ástæðan fyrir því að þetta sé bannað að sýna og auglýsa er að þetta gæti vakið upp löngun hjá einstaklingum til þess að prófa og neyta vörunnar.

Samt sem áður, þá verð ég að segja fyrir mitt leyti að ég finn aldrei til löngunnar á auglýstri vöru nema að það sé vara sem ég hef neytt áður og hef góða reynslu af almennt. Ég byrjaði t.d. ekki að reykja og drekka vegna auglýsinga sem ég sá í sjónvarpinu. Ég skipti aldrei um sígarettu tegund vegna auglýsingar í sjónvarpi eða á plaggi. 

En það sem gildir fyrir mig gildir kannski ekki fyrir alla.

Kannski ætti þetta bara að vera eins með nektardansinn. Það má stunda nektardans, svo lengi sem þú ert falinn inn í skáp, eða amk með dregið fyrir og enginn sjái þig þegar þú dansar. 

En aftur á móti viðurkenni ég að það er alls ekkert slæm hugmynd hjá þér, að skattleggja bara þessar auglýsingar líkt og vörurnar sjálfar, og láta ágóðann af því renna til forvarnarstarfs.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.5.2010 kl. 17:29

11 Smámynd: Vendetta

Ég hef enga sérstaka skoðun á því hvort banna eigi reykingar með öllu, ekki held ég að það sé raunhæft. "Þvinguð" hugarfarsbreyting finnst mér vænlegri til árangurs. Hins vegar er ég eins og allmargir reyklausir sem höfum ofnæmi fyrir sígarettureyk ánægður með að reykingar séu bannaðir innanhúss á opinberum stöðum. Einnig að sala á tóbaki til barna sé bönnuð. Því að ólíkt áfengi og nekt (fyrst einhver var að nefna þær bannvörur) þá er ekkert gott hægt að segja um sígarettur.

Fyrst reyklaust fólk þjáist yfirleitt ef það er neytt til að anda að sér sígarettureyk, þá vil ég leggja til að reykingar verði bannaðar á heimilum þar sem eru varnarlaus börn. En ég veit að núverandi bannstjórn Jóhönnu myndi aldrei fallast á það. Ég fékk fullvissu um það þegar ég var vitni að viðhorfi krata gagnvart börnum og reykingum. Á kosningafundi Guðrúnar Ögmunds fyrir nokkrum árum innandyra keðjureykti hver sem betur gat þótt inni væri mikið af krökkum, sem voru beinlínis að kafna. Mér sárnaði þetta tillitsleysi.

Vendetta, 3.5.2010 kl. 17:40

12 Smámynd: Vendetta

Hvað varðar auglýsingar, þá hafa þær mjög takmörkuð áhrif á sölu tóbaks. Þegar unglingar eru annars vegar vegur þyngst fólk sem þeir umgangast (bæði foreldrar og jafningjar) en hvað fullorðna reykingamenn varðar, þá skipta auglýsingar (neikvæðar/jákvæðar) nákvæmlega engu máli. Og tala ég af langri reynslu minni af reykingafólki.

Vendetta, 3.5.2010 kl. 17:46

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga kannski hafa fenínistar bannað nektardans af svipuðum hvötum og síkarettuauglýsingar, af ótta við að menn myndu skipta um....

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 17:47

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vandetta, það hefði ég haldið, mamma reykir, pabbi reykir, Sigga systir reykir o.s.f.v.

Báðir mínir foreldrar reyktu, ég þakka mitt reykleysi fyrst og fremst linnulausum þrýstingi móður minnar á að ég léti þetta vera. Hún hætti svo sjálf síðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 17:54

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þótt ég hafi um tíma ánetjast snuffi, þá hvarflaði aldrei að mér að fara yfir í síkarettur, þó ég ætti reykjandi maka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 17:56

16 identicon

Sæll Axel.

Ég er búin að lesa þetta innlegg þitt og allar athugasemdir, en get engan vegin skilið hvernig femínistar tengjast banni á sýnileika vörunnar og auglýsingum? 

Ég skil hvernig er mögulega hægt að tengja bann við nektardansi og femínisma.... en bara engan vegin hvernig sígarettur og femínistar tengjast?

góðar kveðjur.

Elín (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:26

17 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ein helsta ástæða fyrir því að ég tala fyrir banni tóbaks er sú að ég kýs frekar að fá mér einn vafning af marijuana öðru hvoru. En það er bannað, og ef ég fæ mér vafning heima hjá mér þá er ég orðinn glæpamaður og ég get misst bílprófið mörgum dögum, jafnvel vikum eftir að ég reyki vafninginn.

Að banna eina tegund af fíkniefnum en leyfa aðra, sem ég tel vera mun hættulegra, er ekkert nema hræsni og viðbjóður.

Auðvitað á allt það sem ekki skaðar aðra að vera leyfilegt, enginn má taka sér það leyfi að ákveða fyrir mig og þig hvað við megum eða megum ekki gera, svo lengi sem við erum ekki að skaða aðra.

 Tvískinningurinn er svo mikill að manni verður óglatt.

Tómas Waagfjörð, 3.5.2010 kl. 18:28

18 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Gleymdi einu. Fíflin sem ákveða boð og bönn gera ekki það sem þeir predika, samanber reykkompuna í alþingi eftir að bann við reykingum á opinberum stöðum tók gildi.

Hvernig getum við treyst svona hræsnurum til að ákveða að við almenningur megum ekki gera eitthvað ef alþingismenn/konur gera það sjálf.

Tómas Waagfjörð, 3.5.2010 kl. 18:30

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elín, allt sem viðkemur femíisma er byggt á tilfinningum umfram rök, jöfnuð og sanngirni. Sama hugmyndafræði er notuð gegn tóbaki og áfengi. Ekkert flóknara  en það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 18:53

20 identicon

Axel,

Það er sérstakt að þú skulir koma með þau rök að "allt sem viðkemur femínisma er byggt á tilfinningum umfram rök, jöfnuð og sanngirni". Hvet þig til að kynna þér hugmyndafræði femínisma með opnum hug og þá er aldrei að vita nema þú sjáir þetta í öðru ljósi.

það er með ólíkindum að fjöldi fólks líti á femínisma sem eitthvað neikvætt fyrirbæri. Líklega er það öfgahyggjan, sem hefur einkennt suma einstaklinga sem kenna sig við femínisma, sem hefur alið á fordómum þeirra sem kynna sér ekki málefnin utan fjölmiðla og bloggsíðna. Sjálf tel ég mig vera femínista og hef verið alin þannig upp. Ég er þó ekki skráð í Feminístafélag Íslands, þar sem öfgahyggjan fær að grassera. 

 Ég vil amk benda þér á að alhæfa ekki of mikið í þessum málum, það eru margar hliðar á þessu sem öðru (sbr. trúarskoðanir, stjórnmálaskoðanir, umhverfis- og náttúruverndarmálefni o.s.frv.)

Góðar kveðjur,

Elín (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 17:11

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Elín

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.