Ritskoðun er ekki bara í Úkraínu hún er líka á mbl.is
6.5.2010 | 17:48
Í þessari frétt segir mbl.is frá meintri ritskoðun í Úkraínu þar sem fréttamenn fái ekki að fjalla um ákveðin mál.
Morgunblaðið hefði átt að geta þess að því hugnaðist vel þessi stefna stjórnvalda Úkraínu því þeir viðhefðu og framkvæmdu það sama.
Í dag fékk ég tölvupóst frá Árna Matthíassyni umsjónamanni mbl.is, þar sem mér var gert að afmá af blogginu athugasemdir frá Skúla Skúlasyni. Í póstinum frá ÁM segir m.a:
Í umræðum við bloggfærslu þína "Hefur bann við búrkum tilætluð áhrif?", http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/entry/1051058/, eru athugasemdir frá Skúla Skúlasyni sem brjóta gegn skilmálum blog.is að okkar mati,... ...Ég bendi þér á að taka athugasemdirnar út, ....
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Mbl.is verður að ákveða hvorumegin ábyrgðin á skrifum og athugasemdum liggur, þeir geta ekki sagt hana hjá bloggara en ætla samt að ritstýra bloggum þegar þeim þykir henta.
Þó ég sé ekki sáttur við þessa ritskoðun þá eyddi ég athugasemdum SS því ég get ekki annað en verið sammála þeim hjá mbl.is að það sem frá Skúla Skúlasyni kemur er á köflum vart prenthæft eða eftir hafandi.
Segja ritskoðun í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Athugasemdir
Nú þekki ég ekki til málsatvika og tek enga afstöðu, en hins vegar þykir mér rétt að benda á það að þó svo að Morgunblaðið taki ekki ábyrgð á skrifum bloggara þá hýsa þeir og bjóða upp á þjónustuna svo það er ekki nema eðlileg krafa að notendur fari að skilmálum hennar.
Arnór (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:21
Það er ekki bæði sleppt og haldið Arnór.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.