Af hverju er atvinnurekendum fengin ráðstöfunarréttur á hluta launa launafólks en ekki á sköttunum og gjöldum sem þeir greiða til samfélagsins?

Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að lögum um lífeyrissjóði verði breytt á þann veg að atvinnurekendur verði fjarlægðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna.

Þó atvinnurekendur greiði svokallað mótframlag í sjóðina á móti launþegum eiga þeir ekki það fé, það er órjúfanlegur hluti  launa. Lífeyrissjóðirnir eru alfarið sjóðir launþega og þeirra eign. Að hleypa öðrum að stjórn og meðferð þess fjár stangast á við alla skynsemi.

Af hverju eiga launþegar ekki á sambærilegan hátt fullrúa í stjórnum fyrirtækja til að hafa áhrif á hvernig þeim virðisauka, sem þeir skapa með störfum sínum í fyrirtækinu, er ráðstafað?

Atvinnurekendur eiga ekki að hafa ráðstöfunarrétt á hluta af launum launþega frekar en ráðstöfunarrétt á sköttum og gjöldum sem þeir greiða til samfélagsins.

Það er krafa samfélagsins að þessu fyrirkomulagi verði breytt og launþegum falið með lögum óskoraður ráðstöfunarréttur á eigin fé.

Þessari ríkisstjórn, sem nú situr og kennir sig við norrænavelferð,  ber skylda til að breyta þessu. Því geri hún það ekki, verður það ekki gert eftir að hagsmunagæslumenn fjármagnseigenda og atvinnurekenda verða aftur komir til valda á Íslandi.


mbl.is Gildi svarar Sjómannafélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég gat nú ekki séð, í fljótu bragði, að svarið væri í samræmi við spurninguna.  Ég er búinn að blogga nokkuð oft um þá svívirðu að atvinnurekendur skuli vera í stjórnum lífeyrissjóðanna, jú ég fæ yfirleitt jákvæð viðbrögð en svo gerist ekkert meira, SJÁ T.D. HÉR.  Mig setti nú alveg hljóðan um daginn þegar einn starfsmaður Flugleiða tjáði mér það að ALLIR helstu verkalýðsforingjar landsins FERÐUÐUST FRÍTT MEÐ FLUGLEIÐUM. Hvernig væri að tengsl verkalýðsforystunnar og atvinnulífsins væru könnuð??? Það er ekki von til annars en að þeir þurfi að vinna fyrir "fríðindunum" sínum????

Jóhann Elíasson, 13.5.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jóhann..Ef þetta er satt þá er það svakaleg spilling! FRÍTT..Nú er manni öllum lokið!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.5.2010 kl. 13:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki nokkra ástæðu til að draga orð þessa manns í efa...........

Jóhann Elíasson, 13.5.2010 kl. 13:37

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur sannarlega lög að mæla Jóhann, þessi tengsl þarf að rannsaka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 13:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Silla, "það er víðar en hjá fleirum" - eins og konan sagði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 13:41

6 Smámynd: Halla Rut

Sjálf er ég atvinnurekandi en er jafn hissa og þú að formaður SA sé í stjórn lífeyrissjóðs launþega og sé að ráðgast með fé almennings. Þetta er eins spillt og eins mikil valdníðsla og frekast getur orðið. Og við sem héldum að hægri stjórn hafi ríkt í landinu, það er langt frá því. Þetta er mun líkara einhverju rússaríki.

Annað sem er stórfurðulegt og óþolandi er sú staðreynd að ríkið gerir fyrirtæki að innheimtumönnum fyrir sig. Sem dæmi má nefna að ef starfsmaður á barn sem sem ekki á lögheimili hjá honum þá fær fyrirtækið bréf um það og er skylt að draga meðlagið af launum hans. Hvað kemur fyrirtækinu einkalíf starfmanna sinna við? þetta er eins er menn skulda skatta þá er fyrirtækinu þar sem viðkomandi starfar upplýst um skuldina og skylt að draga það af launum hans.

Þetta hefur oft valdið leiðindum í mínu fyrirtæki og eyðilagt samband milli starfsmanns og fyrirtækisins þar sem starfsmaðurinn fær allt í einu miklu minna útborgað en hann á von á og er auðvitað ósáttur við að fyrirtækið sé að ráðstafa hans fé.

Halla Rut , 13.5.2010 kl. 14:53

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Halla Rut og takk fyrir stórgott innlegg.

Ég hef sjálfur verið atvinnurekandi undanfarin ár og þótt þessi ólaunuðu innheimtu störf frekar hvimleið og þótt hart að eiga viðurlög yfir höfði mér verði innheimtan ekki framkvæmd.

Eins og þú bendir á beinist gremjan  yfir afdrættinum óverðskuldað að launagreiðandanum en ekki ríkinu. 

Ég var sjómaður til fjölda ára og greiddi þá í lífeyrissjóð sjómanna. Síðar hóf ég greiðslur í Gildi eftir að hann varð til. Ég er fullkomlega ósáttur við að Vilhjálmur Egilsson ráðstafi "sparnaði mínum" til elliáranna að sínum geðþótta og hans samtaka.

Ég kaus hann ekki til þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 15:18

8 Smámynd: Halla Rut

Þessir menn er nú hafa margir verið ákærðir voru með hendur sínar í vasa okkar allstaðar þar sem því var komið við. Þá má segja að hver einasta króna sem við unnum fyrir höfðu þeir með að sýsla.

Þetta ástand var þó ekkert að gerast í gær og má um kenna einnig okkur sjálfum. Þegar einhver reyndi að benda á það þá var sá hinn sami þaggaður niður og sakaður um öfund og bara hreinlega um vera leiðinlegur.

Halla Rut , 13.5.2010 kl. 16:11

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll  Axel  Jóhann, þetta er góð bloggfærsla hjá þér og eg tek undir hvert orð sem þú segir þarna. Atvinnurekendur eiga ekki að vera í stjórn lífeyrissjóða eins og dæmin sanna. En það virðist vera erfitt að koma þeim þarna út.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.5.2010 kl. 16:19

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er satt Halla Rut, hver rödd sem varaði við og gagnrýndi gang mála var rökkuð niður með öllum hugsanlegum hætti og þá ekki hvað síst af stjórnvöldum.

Minn mesti ótti er að við ætlum, sem þjóð, ekki að læra neitt af því sem á undan er gengið. Það virðist einu gilda hvar menn eru til húsa í pólitíkinni, þeirra er ekki sökin, né ábyrgðin.

Ný hugsun, ný viðhorf og nýtt Ísland virðist eiga langt í land.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 16:34

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk kærlega fyrir þetta Sigmar. Atvinnurekendum verður ekki komið út úr stjórnum sjóðanna nema með lagabreytingu.

Nú stendur upp á ríkisstjórn "hinna vinnandi stétta" að gera eitthvað í málinu.

Mér sem stuðningsmanni hennar verður brugðið, skorist hún undan því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 16:40

12 identicon

Ég vill benda mönnum á að í stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki bein áhrif á einstakar fjárfestingar sjóðanna. Stjórnin mótar fjárfestingarstefnu og eignastýringin sér svo um fjárfestingar innan fjárfestingarstefnu. Þannig að val um fjárfestingarkosti liggur hjá eignastýringu en ekki stjórn.

Nonni (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 19:45

13 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Jamm Jóhann þetta er enn ein samsæriskenningin. Ég telst kannski ekki til helstu verkalýðsleiðtoga þessa lands en ég ferðast ekki frítt með Flugleiðum eða Flugfélagi Íslands. Ef ég þarf að fara að fundast í borginni þá borgar mitt félag en þó reyni ég að taka Herjólf þegar því verður við komið. Þó kemur fyrir að ASÍ borgar uppí reikninginn og þá á ársfundi þeirra. Ferðakostnaður litlu félaganna er mikill og ekki nema sjálfsagt að reyna að halda honum niðri með öllum ráðum.

Ps. ef forkólfarnir fá frítt vegna erindreksturs fyrir sambandið þá er það bara fínt mál, er það ekki? Spara, spara.

Tek fram að ég er nýkjörinn í stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, og hef ekki myndað mér skoðun á hvort atvinnurekendur séu óþarfir í stjórnum lífeyrissjóða. LV skerðir ekki réttindi, einn fárra. 

Valmundur Valmundsson, 13.5.2010 kl. 20:02

14 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Og Halla mín, með lögum skal land byggja. Minni á hver setti þessi ólög á sínum tíma að gera atvinnurekendur eins og þig ábyrga fyrir óförum annara og hverjir hafa ekki leiðrétt vitleysuna.

Valmundur Valmundsson, 13.5.2010 kl. 20:07

15 Smámynd: Halla Rut

Valmunndur minn ! Ég hef nú reyndar ekki hugmynd um hver setti þessi lög en svona hefur þetta verið síðan að ég byrjaði eða í um 20 ár enda byrjaði ég snemma :)

Halla Rut , 13.5.2010 kl. 20:16

16 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Er þá ekki kominn tími til að breyta þeim? En það er svo aftur annað mál hvort fólk á að komast upp með að borga ekki meðlagið sitt og skattskuldir. Vilt þú það sem ábyrgur þjóðfélagsþegn?

Svo vil ég bara minna á að byltingin étur börnin sín og mér sýnist HHG vera kominn hálfur ofaní kjaftinn á sjálfum sér. Reynir þó af veikum mætti að verjast kallinn og fullyrðir að leiðtogi lífs hans hafi varað við allan tímann. Samt grýtti þessi sami leiðtogi 300 milljörðum í fallýtt banka með engum veðum. Milljarða sem við og okkar afkomendur eigum eftir að borga, einkonar meðlag er það ekki? Meðlag með króga sem við kærum okkur ekkert um og vitum með DNA prófi að við eigum ekkert í. Borga þjáða þjóð. Icesave eru smámunir miðað við meðlag leiðtogans mikla. 

Valmundur Valmundsson, 13.5.2010 kl. 20:32

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Valmundur, ertu að segja að ekkert sé hæft í orðum þessa manns og hefur þú eitthvað í höndunum þess efnis?????  Stattu þá fyrir máli þínu!!!!!!!

Jóhann Elíasson, 13.5.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.