Enn bólar ekkert á skilningi fjórflokksins á velgengni Besta flokksins.

Kannanir sýna að Besti flokkurinn eykur stöðugt fylgi sitt í Reykjavík. Ekki endilega fyrir eigin stefnumál heldur  miklu fremur fyrir slappleika annarra framboða og tregðu þeirra til að horfast í augu við eigin syndir og afglöp.

Ég er raunar farinn að efast um að glæst útkoma Bestaflokksins og afhroð fjórflokksins dugi til að vekja  fjórflokkinn af þyrnirósarsvefni sínum og að þeir muni nokkurn tíma skilja að kjósendur vilja breytingar og pólitíska sótthreinsun.

Þessi könnun var gerð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og spurningum auðvitað hagað að þörfum kaupandans þannig að aukið fylgi hans frá fyrri könnunum skýrist af því.

Góð útkoma borgarstjóra kemur ekki á óvart enda  hefur starfandi borgarstjóri undantekningarlítið komið best út úr svona könnunum, enda það andlit sem oftast kemur inn í stofur landsmanna.

Frambjóðendur Bestaflokksins er að vísu reynslulítið í pólitík, en gott fólk þarf ekki reynslu til að vilja standa sig vel. Vert að hafa það í huga að það voru reyndir og sjóaðir pólitíkusar sem sköpuðu ástand dagsins.

Tilkoma Besta flokksins er bestatækifærið sem kjósendur hafa nokkurn tíma fengið til að segja gömlu flokkunum til syndanna. Vonandi láta kjósendur tækifærið ekki úr greipum sér ganga og láta hræða sig frá því að hafa áhrif til bætts samfélags.

Kjósendur hafa engu að tapa - nema tækifærinu, sem óvíst er að gefist aftur.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hundrað prósent sammála Axel (eins og alltaf) Ég ætla að kjósa þá. Það er mikill púki í mér um þessar mundir. Grimmur púki

Finnur Bárðarson, 17.5.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því miður er bara boðið upp á gamla gelda sullið suður hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2010 kl. 20:24

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

strákar lesið þið síðuna mína/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.5.2010 kl. 20:28

4 Smámynd: Hamarinn

Dagur B Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Hanna Birna, Kjartan Magnússon Gísli Kátur Baldursson, Júlíus Vífill, en frammarann þarf ekki að nefna.

Hver kýs þetta lið? Ekki ég.

X-Æ    Simply the best.

Hamarinn, 17.5.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.