Eru fjölmiðlarnir andsnúnir lýðræði?

Við búum við lýðræði og þá á öllum að vera frjálst að bjóða sig fram án hindrana, líka Ólafi F. Magnússyni.  Ég myndi að vísu ekki kjósa framboð Ólafs F. Magnússonar í Reykjavík, væri ég þar á kjörskrá.

En  ég er sammála Ólafi að ákvörðun Stöðvar 2 að H listinn verði ekki með í umræðu þætti þar sem oddvitar framboðana koma fram, er algerlega út úr korti og lýðræðinu beinlínis fjandsamlegt og hættulegt.

Stöð 2 notar, að sögn Ólafs, slaka útkomu H listans í skoðanakönnun í málgagni Sjálfstæðisflokksins, sem rök fyrir þessari ákvörðun. Þarna tekur Stöð 2 sér það vald að setja skoðanakönnun, í fjölmiðli eins framboðsins, ofar og marktækari en kosningarnar sjálfar á laugardaginn og útilokar framboð H listans fyrirfram og tekur valdið af kjósendum.

Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og sjónvarpsstöðinni til skammar. Ef stöðin hefur ekki tíma eða getu til að sinna kosningunum og frambjóðendum af kostgæfni og sanngirni, eiga þeir að láta þá umfjöllun eiga sig.

En Ólafur hefði alveg mátt láta vera að kalla Æ listann aula- og mútuþægniframboð, hann eykur ekki fylgið með því.

 

 


mbl.is Ólafur: Könnunin ómarktæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Frímann Þorsteinsson

Þetta eru nú bara orð Ólafs

Guðmundur Frímann Þorsteinsson, 26.5.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Veit ég það Guðmundur, en verðum við ekki að taka þau gild þar til annað kemur í ljós.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Guðmundur Frímann Þorsteinsson

jú við verðum að trúa því

þó við séum ekki mjög trúgjarnir gömlu húnvetningarnir

Guðmundur Frímann Þorsteinsson, 26.5.2010 kl. 12:02

4 identicon

Ekki hissa á að maðurinn fái 0% fylgi, hver kýs eiginlega mann sem er með það sem kosningaloforð að fjölga hraðahindrunum, ég myndi kjósa þann flokk sem myndi fjarlægja þennan ósóma af götunum

Darri (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 15:33

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver er að þínu mati tilgangur hraðahindrana Darri?

Heldur þú virkilega að lítið fylgi Ólafs skýrist af skoðunum hans á hraðahindrunum? Telur þú borgarbúa almennt vera hraðakstursfíkla?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband