Stólpípukukl

Það er hreint magnað að fólk skuli fara í svona detox kukl- og skottulækna meðferð og kvarta svo við landlæknisembættið þegar kuklið hefur önnur áhrif en vonast var eftir.

 

Kærendum væri nær að snúa sér til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra með sínar kærur, þar eiga þær heima, ekki hjá landlækni, því þetta detox svindl á ekkert skylt við lækningar.

 
mbl.is Kvartað yfir detox til landlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, já

En hvað um allar hinar kvartanir og kærur sem Landlæknir fær á ári hverju vegna vanrækslu og mistaka í "kerfinu". Þessar kæru skipta hundruðum. þetta er allt sama kuklið!

alla (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 07:45

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

STÓLPÍPUKUKL. Þetta er tilvalið nafn á unglingahljómsveit.

Hefur þú farið í svona "meðferð"?

Guðlaugur Hermannsson, 9.6.2010 kl. 07:56

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Alla; Þér finnst semsagt í lagi að þeir sem standa að þessu detox rugli, megi ljúga að viðskiptavinum sínum og taka gjald fyrir meðferð sem er algerlega tilgangslaus og óhjálpleg með öllu; bara útaf því að það liggja fyrir fleiri kvartanir hjá landlækni?

Svei mér þá. Við skulum bara leggja niður læknavísindin eins og þau leggja sig og eftirláta þennan mikilvæga part af þjóðfélags í hendur Jónínu Ben, Gunnars í krossinum og nokkurra hómópata. Þá mun þetta virka.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.6.2010 kl. 08:13

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Alla,mér finnst þú ekki sanngjörn í garð heilbrigðisstétta okkar. Það ekkert kerfi 100 %, tel ég , því miður.

Eðli málsins sökum eru nútíma lækningar oft á tíðum flókin vísindi.Sú fullyrðing, að kukl og hefðbundnar lækningar séu sami grautur í sömu skál, er firring, sem biturt fólk grípur til í örvæntingu og algjörri rökleysu ?

Menn gleyma oft því góða, sem læknisfræðin hefur komið til leiðar í lífi okkar. Hins vegar er það að mörgu leyti skiljanlegt, að þeir,sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni, vegna aðgerða læknia og/eða annarra starfsmanna heiibrigðiskerfisins.Menn eru misjafnlega skaptir, sem betur fer eða á ég að segja því miður ? Ég held ekki.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.6.2010 kl. 09:26

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Meðferðin tekur a.m.k. tvær vikur. Dagskráin er einföld og byggist á ákveðnu mataræði, þar sem aðaluppistaðan er grænmeti og ávextir (um 500 hitaeiningar á dag), heilbrigðri hreyfingu (gönguferðir og létt leikfimi), sogæða- og bólgueyðandi nuddi, gufuböðum, hvíld og slökun. Boðið er upp á og mælt er með ristilskolun, en það er val hvers og eins hverju sinni.

Hérna er pro-tip til að spara þér pening.  farðu útí búð og keyptu grænmeti og ávexti og borðaðu ekkert nema þannig í 2 vikur, labbaðu í sundlaugina þína og farðu í nuddpottinn/heitapottinn á hverjum degi..  Sparar þér helling af pening við að "detoxa" þig.

 Nokkrir hlekkir um detox.

http://skeptoid.com/episodes/4083

http://en.wikipedia.org/wiki/Mucoid_plaque

http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/7808348.stm

http://www.50connect.co.uk/health/general_health/detox_facts_or_fiction

Mæli svo með þessum Penn and Teller þætti um Enemas.

http://www.tv.com/penn-andamp-teller-bullsh!/detoxing/episode/992839/summary.html

Jóhannes H. Laxdal, 9.6.2010 kl. 09:30

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Já, já

En hvað um allar hinar kvartanir og kærur sem Landlæknir fær á ári hverju vegna vanrækslu og mistaka í "kerfinu". Þessar kæru skipta hundruðum. þetta er allt sama kuklið!

Eigum við ekki að prófa að senda ALLA sem þurfa á læknishjálp að halda til Jónínu í detoxið, þar sem detox er allra meina bót og sjá hversu margar kvartanir kæmu til landlæknis eftir það?

Eitthvað grunar mig að þær yrði töluvert fleiri en gengur og gerist í heilbrigðisgeiranum !

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.6.2010 kl. 10:34

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nú geta þau skötuhjúin boðið upp á alþrif. Jónína hreinsar líkamann og Gunnar í Krossinum hreinsar sálina af andlegum saur. Hún afeitrar, hann afhommar.

Theódór Norðkvist, 9.6.2010 kl. 11:20

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrir 30-40 árum var stólpípaðferðin notuð á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði, í dag fá þeir inn fullt af fólki sem varð veikt til lífstíðar vegna þessara hreinsana, þeir hafa lært af reynslunni þetta er ekki gert lengur.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2010 kl. 13:36

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég var síðast á hælinu í Hveragerði 1989 og fyrst um 1978 og þá var búið að leggja stól-pípuna niður á þeirri ágætu stofnun.

Ristilhreinsun nú á dögum er bara notuð við ristilskoðun, en þá er sjúklingurinn látinn drekka rúmlega 7 lítra af blöndu, sem heitir "guGo-late-ly ", en engin stólpípa notuð.

Næsta morgunn er svörtu priki stungið inn í endaþarm sjúklingsins og sjónvarpsmynd af Þarmaveggjum kemur þá í ljós.

Með kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.6.2010 kl. 14:12

10 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Ekki er vitað til þess að nokkur íslenskur læknir leggi nafn sitt  við kukl Jónínu Ben. á Miðnesheiði. Þetta er peningaplokk og   það er verið að blekkja  saklaust fólk. Það eina sem  léttist  er pyngja  þeirra sem  borga konunni stórfé fyrir  meðferð sem er í besta falli meinlaus en í versta falli stórhættuleg.

Eiður Svanberg Guðnason, 9.6.2010 kl. 15:12

11 identicon

Ég held að fólk sé í þessu, eins og svo mörgum öðrum hlutum tengdum "kukli", of fljótt að alhæfa og hlaupa annaðhvort í "þetta er lækning við öllu í heiminum" eða "þetta er rugl og bull og virkar ekkert" hornið.

Það hefur nú í raun og veru sýnt sig að þetta blessaða detox hennar Jónínu (eins mikið og mér þykir hún ómerkilegur pappír og þetta uppblásið bull) hefur hjálpað mörgum við sín vandamál. Þá er ég ekki að tala um að sykursjúkir hætti að taka lyfin sín og fólk með krabbamein læknist og eitthvað þessháttar heldur bara að venjulegt fólk með einföld vandamál fær þarna tækifæri til þess að snúa blaðinu við.

Í flestum tilvikum eru þetta vandamál sprottinn upp úr slæmum lífsstíl og er það vel þekkt innan þessarar blessuðu hefðbundnu og "fræðilegu og óskiljanlegu" læknisfræði að slík vandamál er vel hægt að leysa með lífstílsbreytingum. Það er þá helst háar blóðfitur, háþrýstingur og offita. Þetta er allt vel hægt að bæta úr með detox-kúr (þó að sleppa megi stólpípunni - hún gerir bara illt verra).

Vandamálið er hinsvegar að það á ekki að níðast svona á þessu fólki og rukka það heljarmagn af peningum fyrir svona einfalda meðferð - þetta er í grunninn það sama og er gert á mörgun heilsubælum, þar með talið í Hverargerði; sumsé hreyfing, holt mataræði, nudd og þess háttar.

Mér þykir slæmt að horfa upp á það hvað fólk er farið að setja lækna í einn flokk fúlla leiðindardurga sem séu bara til staðar til þess að græða á fólki og troða ofan í það lyfjum. Það er svo ótrúlega langt frá sannleikanum að maður getur vart gert annað en að brosa yfir slíkum ásökunum. Læknar (og annað heilbrigðisstarfsfólk) er fyrst og fremst til staðar til þess að hjálpa þeim sem þurfa og hafa stundað langt og strangt nám til þess að geta gert það eins vel og hægt er - án læknisfræðinnar væri elsti maður á Íslandi 43 ára. Læknar eru smám saman að verða opnari fyrir þessum "óhefðbundnu" aðferðum og eru vel tilbúnir til þess að nýta þær meðfram hefðbundnu meðferðarúrræðunum, enda benda allar rannsóknir til þess að það sem fólk trúir á virkar best fyrir það. Hinsvegar er ekki hægt að taka við hvaða rugli sem er, það er engin lausn við krabbameini að stinga kerti upp í eyrun á þér eða drekka vatn(kallað mixtúra af hómópötum - við hin höfum oftast bara kallað vatn vatn).

Svo að lokum skal tekið fram að það er víst gæðaeftirlit með landsspítalanum og landlæknisembættið tekur við öllum kvörtunum yfir læknum sem það fær og gengur í þau mál með bótum eða öðrum úrræðum.

Jæja, þetta var löng rumsa og ég nenni ekki að skrifa meira. Vert er kanski að taka það fram að undirritaður er læknanemi og skiptir þetta mál mig þess vegna máli.

Þórir Bergsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 15:51

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þórir, ég ætla samt sem áður ekki að hika við það að setja þetta blessaða detox í sama hóp og hómópatana.

Ég hef verið að sjá auglýsingar frá detox stöðinni hennar Jónínu Ben þar sem einstaklingar koma fyrir og segjast hafa hætt á hinum og þessum lyfjum, sem mér þykir bara ansi hættulegt.

Þetta er ekkert meira en placebo effect, og við þessum "einföldu vandamálum" sem þú talar um þarf fólk varla detox.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.6.2010 kl. 16:35

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

alla, heilbrigðiskerfið er ekki fullkomið og menn mistækir þar eins og annarstaðar.

Sem betur fer er peningaplokkið hennar Jónínu agnarsmátt apparat í samanburði við heilbrigðiskerfið og því er fráleitt að bara saman kvartanir varðandi þetta tvennt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 18:26

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðlaugur, góð hugmynd með hljómsveitarnafnið.

Nei ég hef ekki prófað þetta og stendur ekki til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 18:27

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga þetta er orðið gulltryggt eftir að Himnafaðirinn kom inn í dæmið með Gunnari.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 18:29

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Halelúja bróðir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.6.2010 kl. 19:04

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála þér Kristján

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 19:11

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhannes, það er málið. Ég er sjálfur nýbúinn að létta mig um 25 kg. þó ekkert væri detoxið. Auðvitað líður mér miklu betur, það væri þakkað detoxinu hefði það verið brúkað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 19:17

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halldór, akkurat málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 19:18

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Theódór, "tveir fyrir einn", er það ekki vinsælt söluslagorð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 19:24

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásdís, um mig fer hrollur við tilhugsunina eina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 19:47

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eiður, Svanur Sigurbjörnsson skrifaði hreint snilldarblogg í ágúst í fyrra um detoxið. Mér skilst að Jónínu hafi gengið illa að fá Íslenska lækna til samstarfs.

Þórir þú ættir að líka kíkja á grein Svans hún er hérna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 20:39

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt að taka það fram að Svanur er læknir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2010 kl. 20:40

24 Smámynd: Dexter Morgan

Þeir sem eru svo vitlausir að borga Jónínu Ben fyrir að "kukla" í afturendanum á sér, eiga bara að sitja uppi með það og landlæknir á að fleygja þessum "kærum" beint í ruslið. Þetta er svona álíka og þegar fólk sem hefur látið Nígeríu-svindlara plokka af sér peninga fara að kvarta og kveina.

Dexter Morgan, 10.6.2010 kl. 12:16

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, Dexter

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2010 kl. 12:23

26 identicon

Stólpípan er ekkert nema skipulögð glæpastarfssemi... logið í fársjúkt fólk að allt megi lækna með því að sjúga gamlan kúk...

Það gat ekki farið betur á því en að Gunnar og Jónína myndu gifta sig... þar renna saman 2 glæpabrautir í eina, ég legg til að þetta gangi undir heitinu: Heilsubæli Sorakóngs og Saurdrottingar.... Með slagorði eins og: Þegar þú hést að við gætum ekki lagst lægra við að ná aurum af þér, þá skriðum við upp í endaþarminn á þér.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 14:36

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þær eru víða matarholurnar, þrátt fyrir kreppuna, DoctorE.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2010 kl. 16:42

28 identicon

Annars er hann James Randi á leiðinni til Íslands, þið þekkið eflaust mörg til hans; Helsti afhjúpari á fólki sem segist vera með yfirnáttúrulega hæfileika og eða sé með ofurlækningu við öllum sjúkdómum.

Ég tjékka dags á hvenær þetta verður.. kannski maður nái að gauka þarmasugu Jónínu Ben að honum.. ég er viss um að hann verður áhugasamur með að sjá 2 kukl renna saman niður sama holræsið :)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 12:07

29 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Penn & Teller tóku einmitt detoxing fyrir í einum þættinum af Bullshit. (S05E04)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.6.2010 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband