Er ekki kominn tími til að Alþingi dragi höfuðið upp úr 19. aldar fjóshaugnum?

Fjórar ræður voru fluttar á eldhúsdegi Alþingis í kvöld, sem ekki er ástæða til að kasta beint í glatkistuna. Ræðu kvöldsins átti tvímælalaust Þráinn Bertelsson.  Sigríður Ingibjörg Ingadóttir flutti líka góða ræðu, Eygló Harðardóttur mæltist þokkalega svo og Birgittu Jónsdóttur.

 

Þráinn kom inn á forneskju þingsins, þar ráða í mörgu 19. aldar hefðir og venjur frekar en nútíma vinnubrögð  og almenn skynsemi.

 

Málflutningur annarra var lítt áhugaverður og því verri, sem þeir grófu sig dýpra niður í skotgrafirnar.

 

Mörgum þingmanninum er fyrirmunað að sjá upp fyrir barma skotgrafanna og þeir virðast una sér best í leðjunni.  Þeir þingmenn mega alveg missa sig, engin eftirspurn er lengur eftir þeim.

Nú er þingið að fara í langt sumarfrí, þótt ætla mætti að verkefnin og óleyst mál séu ærin og brýn. Starfstími Alþingis ræðst að mestu af þörf 19. aldar bændasamfélags, þar sem bændur þurftu að hverfa heim frá þingi til að sinna vor- sumar og haustverkum, svo er enn hvernig sem á því stendur.


mbl.is „Alþingi Íslendinga er í ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér, þetta var bara sorglegt...

vög (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 00:27

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það væri gott á að koma burt saurpokunum sem lengst hafa legið upp við vegginn á Siðblidrahælinu...

Óskar Guðmundsson, 15.6.2010 kl. 00:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dapurt

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2010 kl. 05:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.6.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband