Mr. Tony Hayward forstjóri BP er í óvissu og mjög leiður.

Sennilega stafar leiði hans og óvissa aðallega af áhyggjum af eigin skinni. Hann á yfir höfði sér reiði hluthafa, fyrir að hafa mistekist að afla þeim fúlgur fjár með því að hundsa öryggisreglur og hafa í  staðin valdið þeim tjóni.

Enginn glæpur er verri í augum þeirra sem taka fégildi framyfir manngildi.

Hluthafarnir munu örugglega skipta forstjóranum út fyrir annan sem getur þá tekið upp sama skollaleikinn  til að skapa hluthöfunum hámarksgróða.
mbl.is Hayward baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Olíuverð á bara eftir að fara hækkandi eftir þetta. Svo hluthafarnir verða honum varla reiðir til lengdar. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.6.2010 kl. 00:01

2 identicon

Mér þykir þessi maður afar ótrúverðugur að sjá og tek undir það að hann virðist mest leiður yfir hversu illa þetta kemur sér fyrir hann persónulega. Vesen hjá honum greyinu að þurfa standa í þessu. En hann er bara eins og veruleikafyrrtur íslenskur útrásarvíkingur, vill ekki taka ábyrgð og langar bara að fá að vera í friði með öll skemmtilegu leikföngin sín. En bandaríkjamenn skella honum þó á stól og koma honum í opinbera yfirheyrslu. Gott hefði nú verið fyrir alla ef íslenska þjófahyskið, útrásarvíkingarnir, hefðu verið látnir sitja fyrir svörum á þennan hátt!

assa (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir mega eiga það kananirnir að þeir eru til muna sneggri en Íslendingar að taka við sér þegar hvítflibbarnir eiga í hlut.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.6.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.