Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er Össur að hóta rauða spjaldinu?
19.6.2010 | 09:43
Það er ekki hægt að túlka orð Össurar á annan veg en sem alvarlega áminningu og skýra viðvörun til samstarfsflokksins í ríkisstjórn að þeir geti átt von á rauða spjaldinu þá og þegar.
Það er skoðun margra að umburðarlyndi Samfylkingar- innar gagnvart stjórnar- andstæðingunum í VG sé löngu komið langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.
Skilaboðin eru nægjanlega skýr en verða þau meðtekin?
Össur hlynntur þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1027595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Það þarf enginn að efast um að ríkisstjórnin er komin í blindgötu. Þjóðin sér það. Vg þykist skilningslaust á meðan þeir ráða ráðum sínum. Klofningur þar virðist á borðinu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 12:10
Fari svo er fokið í flest skjól, Heimir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 12:39
Utanþingsstjórn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 13:07
Utanþingsstjórn? Halló!
Slík stjórn er handónýt jafnvel í besta árferði og blessunarlega hafa Íslendingar aðeins einu sinni þurft að upplifa slíkt fyrirbrigði. Sú stjórn hafði varla vald til að borga út laun ríkisstarfsmanna hvað þá meir og hökti einungis vegna ósættis milli flokkana.
Ekkert er auðveldara en vera í stjórnarandstöðu, sér í lagi á erfiðleika tímum, það getur hvaða aumingi sem er, enda hafa sumir nýtt sér það út í æsar.
Utanþingsstjórn myndi aðeins fjölga þeim aumingjum. 63-0 gæti ég trúað.
Nei af tvennu illu vil ég þá frekar Íhaldið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 13:39
Axel: Finnst þér Össur vera í þeirri stöðu og þess umkominn að gefa einhverjum rauða spjaldið ?
hilmar jónsson, 19.6.2010 kl. 14:07
Ekki skal ég um það dæma, kannski var Össur aðeins að orða það sem almennt er hugsað.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 15:24
Það verður að segjast eins og er að VG er martröð í stjórn. Álfheiður, Jón og Ömmi gjammandi á hliðarlínunni. Og ekki gleyma kyngreininum Atla. Þetta gengur bara ekki
Finnur Bárðarson, 19.6.2010 kl. 19:59
Það er óskandi að menn sjái að sér, því annars kann þessi stjórn að fara í sögubækurnar sem eina tveggja flokka vinstristjórn landsins og að banamein hennar hafi verið sjálfsvíg vegna bráðlætis og sjálfsofnæmis.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 22:59
Finnur: Það ku vera hópur innan SF sem hugnast frekar samstarf við Framsóknarflokkin.
Kæmi þða betur út ?
hilmar jónsson, 20.6.2010 kl. 12:48
Í þessu ríkistjórnarsamstarfi þarf báða til, eigi það að ganga.
Það skiptir ekki máli í ríkisstjórnarsamstarfi hvað flokkarnir heita, samstarfið er glatað ef ekki ríkir trúnaður og heilindi manna á milli.
Ögmundur karlinn spáði þessari stjórn pottþétt einu Viðreisnartímabili við myndun hennar, ef ég man rétt, og þá stundina var hann og hans flokksdeild manna glaðastir.
Hann og innanflokksflokkurinn hans hafa samt gengið manna harðast fram, bæði leynt og ljóst, að gera þá gleði og þann draum þeirra að engu.
Það gildir einu hvort þetta stafar af sjálfseyðingarhvöt á hæsta stigi, ákvarðanatöku- eða ábyrgðarfælni, niðurstaðan verður sú sama.
Það mun ekki standa á þessum mönnum að kenna stjórnarandstöðunni, verkalýðshreyfingunni og hverju því sem að gagni verður talið koma um örlög stjórnarinnar, falli hún ef hún er ekki raunverulega löngu fallin.
En hvað sem því blaðri mun líða verður það deginum ljósara og munað að það er vöggugjöfin, krabbameinið í brjósti hennar, sem banar stjórninni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2010 kl. 14:10
Ekki ætla ég að jagast við þig um hver skemmir meira fyrir stjórninni, Össur eða Ögmundur.
Hitt, eins og þú segir er sorglegt, að loks þegar tekst að mynda 2 flokka vinstri stjórn þá logar allt innanborðs.
En það má ef til vill líka segja að vinstri menn séu sjálfstæðari í hugsun og ekki haldnir jafn illskeyttri foringjakúgun og skilyrðislausri hlýðni eins og títt er meðal Framsóknar og Sjálfstæðismanna
hilmar jónsson, 20.6.2010 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.