Undan svíður

a-begger[1]Það er auðvitað gott að geta rétt bágstöddu fólki hjálparhönd og tekið við erlendu flóttafólki og veitt því skjól. En til þess þurfa efni og aðstæður að leyfa. Í þessum málum verður að forgangsraða eins og öðrum.

 

Það er hart að segja það,  en mér finnst við núverandi aðstæður ekki réttlætanlegt að við flytjum inn þurfalinga á meðan Íslensk stjórnvöld sinna illa eða alls ekki þeim vaxandi fjölda  Íslendinga  sem svo illa er komið  fyrir að ná ekki endum saman og þurfa að treysta á hjálparstofnanir til að skrimta.

   
mbl.is Tekið við fimm flóttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já Axel, sannleikurinn getur verið sár ein og í þessu tilviki hér

Jón Snæbjörnsson, 6.7.2010 kl. 16:27

2 Smámynd: Vendetta

En hræsnin í Dómsmálaráðuneytinu og Útlendingastofnun er líka yfirgengileg. Á meðan íslenzk yfirvöld eru að básúnera hversu mikil manngæzka þeirra er að taka við flóttamönnum, þá á að vísa flóttakonunni Jeimmy frá Kolumbíu úr landi þótt hún sé í fullu starfi fyrir það eitt að hún vill mennta sig í staðinn fyrir að fara í salfiskverkun eða hreingerningar eins og ótíndum útlendingum er ætlað af yfirvöldum að vinna hér á landi.

Þegar breytt var nafni ráðuneytisins úr Dóms- og kirkjumálaráðuneyti í Dóms- og mannréttindaráðuneyti, þá var það stærsti brandari ársins. Það eru ekki meiri mannréttindi hér á landi en eru í Zimbabwe, sem er það land sem Íslendingar geta borið sig saman við.

Vendetta, 6.7.2010 kl. 16:32

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

"Það er hart að segja það, en mér finnst við núverandi aðstæður ekki réttlætanlegt að við flytjum inn þurfalinga..."

Þetta finnst mér einstaklega heimóttarlegt, sjálfselskt og skammsýnt viðhorf, satt að segja. Fyrir utan þá mannfyrirlitingu að kalla flóttafólk "þurfalinga". Sem betur fer held ég að flestir Íslendingar séu víðsýnni en þetta.

Svala Jónsdóttir, 6.7.2010 kl. 16:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svala, þeir koma hingað sem þurfalingar. Kostnaðurinn er áætlaður 20 milljónir, fyrsta kastið. Svo verður væntanlega reynt að útvega þeim vinnu til að koma þeim út úr því ástandi. En á Íslandi eru 14.000 atvinnulausir og þar á meðal ég. Meðan ég er atvinnulaus tel ég mig vera þurfaling.

Ef ekki tekst að útvega fólkinu vinnu verða þeir á framfæri ríkisins áfram. En takist það verða jafnmargir íslendingar af vinnu.

Svo geta menn auðvitað sýnt gott hjartalag og gengið úr sinni vinnu fyrir þetta fólk. Það má þá gera ráð fyrir að þú stígir fram fyrst allra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2010 kl. 17:02

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Svala, hvar sérð þú rökin fyrir því að flytja flóttamenn inn í land, sem innfæddir eru að flýja vegna fjárhagsörðuleika?

Við eigum vart pening til þess að borga þessum 14.000 manns sem eru á atvinnuleysisskrá þær bætur sem þeir eiga rétt á. Helmingur landans er hægt og sígandi að falla niður í fátækt, og flestir telja sig frekar heppna ef þeir eiga fyrir mat eftir að hafa borgað lán og reikninga.

Að koma inn flóttafólki bætir ekki okkar hag, og ekki þeirra heldur er það óumflýjanlega teygir afkomu okkar aðeins þynnri. 

Sjálfselskt, kannski. En það mun enginn halda því á móti okkur í því ástandi sem við erum í núna. En skammsýnt er það ekki.

Auk þess langar mig endilega að vita, hvaða skilning þú leggur í orðið "þurfalingur". Kíktu í orðabók. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.7.2010 kl. 18:44

6 identicon

Ég held að þessi 5 séu nú ekki að fara að orsaka enn meira atv.leysi Íslendinga. . .

Við Íslendingar, sorry to say, -þekkjum ekki virkilegar þrengingar. Jú auðvitað sumir, en svona allflest okkar, höfum ekki skort á sama hátt og fólk í tja, þeim löndum sem flóttamenn eru að koma frá - hafa skort.

Ég vann einu sinni í hjálparstarfi erlendis og það gaf mér allt aðra sýn á svona hluti. Ég vil ekki heldur gera lítið úr þeim sem leita til fjölsk.hjálpar reglulega, það eru vissulega margir hér núorðið sem þurfa aðstoð með mat. En sjáum þetta í réttu ljósi líka. Á meðan við örgumst útí stjórnvöld fyrir að leiðrétta ekki hag heimilanna-sem vissulega þörf er á, -þá höldum við samt uppi sama lífstíl, förum í og höldum uppá afmæli og veislur og að því er virðist lifum við bara vel. ...

Við ættum nú að geta tekið á móti 5 manns....

Marí (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg, Marí.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband