Nú ærast Don Kíkótar Íslands

Það er áríðandi að samningaviðræðurnar við ESB fari í gang sem fyrst og gangi hratt og vel fyrir sig.

 

Það er mikilvægt að allir leggist á eitt um að gæta hagsmuna Íslands svo að sem hagstæðastir samningar náist fyrir land og þjóð.

 

Þá fyrst þegar samningurinn verður lagður fyrir þjóðina hefur hún eitthvað í hendi til að vega og meta raunverulega kosti og galla aðildar að ESB.

 

Ég treysti þjóðinni fullkomlega á þeim tímapunkti til að taka heilbrigða afstöðu til aðildar að ESB.

 

Þeir aðilar eru áberandi í umræðunni um þessar mundir og fara mikinn, sem ekki treysta þjóðinni og  vilja ekki að hún ákveði sjálf sína framtíð.

 

Merkilegast er að flestir þessara  Don Kíkóta og Sansjó Pansa þeirra segjast ákafir unnendur lýðræðis.


mbl.is Aðildarviðræður sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Algjörlega sammála þessari færslu.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.7.2010 kl. 14:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað verðum við að hafa eitthvað í höndunum til að samþykkja eða mótmæla.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að sjálfsögðu, hver kaupir hús eða bíl óséð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2010 kl. 14:53

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Að lesa nötrandi skelfingarblogg veitir mér sérstakan unað.

Finnur Bárðarson, 7.7.2010 kl. 15:52

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það hfði9 verið lýðræðislegast að það hefði verið kosið hvort ætti að sækja inn og fara í þetta rándýra aðlögunarferli.

Það hefði verið milliliðalaust lýðræði.

Annras er alveg nóg vitað um þetta yfirráðabandalag ESB til þess að hafna aðild strax og slíta þessum umræðum þegar í stað og það vill þjóðin.

Gunnlaugur I., 7.7.2010 kl. 15:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki betur en að hér sé enginn aðildarsamningur í gangi heldur aðlögun að ESB.  Þar að auki hefur ríkisstjórnin komið því svo fyrir að kosning verður ekki bindandi.  Enda nokkuð ljóst að hver maður sem vill vita veit að það er ekkert í boði sem við getum sætt okkur við.  Má ég þá bara heita Don KiKode.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2010 kl. 16:09

7 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Ég las athugasemd þína við fréttina af umsókn Gunnars Birgissonar í Arborg.

Það væri nauðsynlegt Axel þín vegna ef þú gætir fundið þessari skáletruðu tilvitnun stað í raunveruleikanum. Ef þú getur það ekki þá ert þú orðinn ber af ósannsögli og ódrengskap í umræðunni um pólitíska andstæðinga þína. Gætir jafnvel lent í banni á blogginu. Lygaþvættingur á ekki heima þar segja þeir Moggamenn sem þar ráða ríkjum.

Óttar Felix Hauksson, 7.7.2010 kl. 16:20

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásthildur það geta verið ár í þessa atkvæðagreiðslu og ríkisstjórnin, hver sem hún verður þá, kemst ekki upp með slíka málamynda atkvæðagreiðslu um jafn stórt mál, við erum ábyggilega sammála um það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2010 kl. 16:31

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óttar ég er ekki að bera á borð ósannindi, aðeins að upplýsa hvaða ályktun ég dreg af gjörðum Gunnars. Ég hef vonandi rétt til þess að draga ályktanir af gjörðum og orðum annarra, rétt eins og þú.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2010 kl. 16:34

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því er við að bæta Óttar, sé bloggið þitt skoðað sést að þú ert ekkert feiminn við að draga ályktanir og þú þarft ekki mitt leyfi til þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2010 kl. 16:38

11 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Það ekki að sjá að þú dragir einhverjar ályktanir, heldur leggur þú manninum orð í munn og lætur það líta út eins og um tilvitnun sé að ræða með notkun skáleturs. Þetta er fyrir neðan beltisstað Axel. Svona ætti helst ekki að sjást hérna á blogginu. Þetta er ekki boðlegt á þeim vettvangi umræðunnar sem bloggið er. Annars bara góðar kveðjur á Skagaströnd 

Óttar Felix Hauksson, 8.7.2010 kl. 00:28

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef nú vanist því Óttar, að tilvitnun sé afmörkuð með "gæsalöppum" og eða inndregnum texta en ekki skáletri, sem að mínu viti hefur svipaðan tilgang og undirstrikun eða feitletrun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2010 kl. 00:53

13 identicon

Hann Óttar hefur trúlega ekki verið að fylgjast með þegar þetta var kennt í skólanum.

En annars skil ég ekki afhverju það megi ekki klára þessar viðræður. Svo kjósum við um þetta með upplýstri afstöðu en ekki einhverja áróðra frá annari hvorri hliðinni.

Finnst ekkert að því að eyða peningi í að komast að þessu máli (fáum líka styrk) sem virðist kljúfa þjóð og Alþingi svo mikið að lítið gerist á meðan. Þó svo að ESB sinnar virðast fara fækkandi. Sem ég skil varla þar sem ekkert nýtt um þetta mál hefur komið fram í marga mánuði. Ótrulegt að fæstir eru sömu skoðanar og ég, gera upp hug sinn þegar staðreyndirnar liggja fyrir.

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 01:34

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Áróður hefur verið mjög einhliða, gegn aðild því er eðlilegt að aðild njóti lítils fylgis. Ég las það einhverstaðar að fylgi við aðild Bretlands hefði fallið niður í 19% um tíma milli umsóknar og samþykktar.

Það er alveg klárt í mínum huga að ef útkoman verður sú að okkar aðal auðlind, fiskimiðin falli í sameiginlegan pott, þá verður mitt svar nei, hversu feitir sem aukabitarnir kunna að vera.

Því hefur verið haldið fram að ESB verði ekki hnikað í þessu sambandi, en á það má benda að aldrei áður hefur þjóð sótt um, sem á nánast allt sitt undir fiskveiðum. Það væri líkt og Þjóðverjar afhentu allan sinn iðnað, það gengi aldrei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2010 kl. 01:48

15 identicon

Sæll Axel Jóhann - og þið önnur, hér á síðu hans !

Hverjir; er Don Kíkótar Íslands, aðrir en fylgismenn AGS/ESB og NATÓ, Axel minn ?

Það eruð þið; þessi trúgjörnu - sem ætlið ESB eins konar gæða samtök, og til einhverra ótilgreindra heilla, fyrir Ísland, AxeL Jóhann.

ESB; eru með sama glæpa mynstrinu, og AGS og NATÓ, hafir þú ekki eftir tekið, ágæti drengur.

Þeir vilja meina okkur Hval- og Hrefnuveiðarnar.

Næst; fara þeir fram á bann, við veiðum, í ám og vötnum.

Síðan; verður harðfiskneyzla ofarlega, á bannlista, þessarra skrifræðis möppudýra.

Og; svo framvegis.

Nei; þökk fyrir, gott fólk. Við höfum ekkert að sækja, inn í nýjustu Sovét blokk Evrópuskagans, gott fólk.

Farðu nú að átta þig; Skagstrendingur góður.

Við; núlifandi kynslóðir, berum jú ábyrgð á - að koma Íslandi, sem mest óskemmdu, til komandi kynslóða, svo fremi, að græðgis öfl ESB þjónk unar, og annarra glæpa samtaka, hrekji ekki öllu fleirri landsmanna, á brott, eins og nú stefnir í, að óbreyttu.

Með; sæmilegum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 12:32

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki Óskar, hvað ég á að segja það oft  og ekki hve víða að ég er ekki talsmaður inngöngu í ESB.

En ég vill sjá innihaldslýsinguna áður en ég ákveð hvort ég kaupi vöruna eða ekki.

Ég vill smakka, það gagnast mér ekki hót þótt þú eða aðrir segi að óbragð sé að og enn síður að Össur og fleiri segi, að vel smakkist.

Af hverju má ég ekki smakka? Er það af ótta við að mér hugnist fæðan?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2010 kl. 15:22

17 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Axel Jóhann !

Nei; nei, í Guðanna bænum. Fá þú þér að smakka, en ekki hér heima - heldur, í faðmi þeirra Barrós´s, suður á Brussel völlum.

Hann er; eins konar Stalín eða Hitler, okkar tíma, en bara, penna lúði. Slíkir; eru svo sem ekkert, svo hættulegir, sé þeim haldið, í hæfilegri fjarlægð, ágæti drengur.

Nú; svo gætuð þið Össur öðlast eilífðar tjaldbúða líf, þar syðra.

Ekki amalegur kostur þar - fyrir smökkunar þyrsta, að vera.

Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband