Er sekt allt og sumt?

Er málinu einfaldlega lokið með því að Síminn greiðir sekt til ríkisins? Eiga þeir aðilar sem urðu fyrir tjóni vegna samkeppnisbrota Símans að bera tjón sitt sjálfir eða velta því á neytendur?

Þetta getur valdið því að markmið fyrirtækis, Símans í þessu tilfelli, að knésetja samkeppnisaðila takist og þá kann sektarómynd eins og þessi að vera ómaksins virði.

Þetta hljómar eins og tryggingabætur vegna tjóna séu  greiddar til ríkisins en ekki tjónþola.


mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Stunda sum fyrirtæki ekki svona?

Slúðurmiðlar í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi eru reglulega kærð af þessum frægu og fallegu, vegna slæmrar umfjöllunar þar sem er beinlínis logið. Þeir gera þetta viljandi, því þótt að sektirnar og skaðabæturnar sem þeir þurfa að borga eru háar, þá er gróðinn sem stendur eftir af sölu blaða þeirra vegna fréttanna svo mikið hærri.

Er þetta ekki sama uppskriftin?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.7.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir

Þessi litlu fyrirtæki eiga að geta krafist að ríkið borgi þeim síðan upphæðina sem þeir sektuðu fyrirtækið um. Svo brotafyrirtækið greiðir ríkinu sekt og ríkið greiðir svo þeim sem brotið var á ákveðna upphæð af því.

Ég samt er ekki viss svo takið þessum upplýsingum með fyrirvara.

Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 9.7.2010 kl. 15:04

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég er reyndar ekki mjög fróð á því sviði sjálf, hvað varðar skaðabætur. En er það bara ekki eins og með dæmdar skaðabætur til einstaklinga almennt?

Þeir þurfa að innheimta sínar skaðabætur sjálfir, ríkið kemur þar hvergi að. Svo sá skaðabótaskyldi þarf ekkert endilega að borga.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.7.2010 kl. 15:09

4 identicon

Einstaklingar og fyrirtæki verða að sækja rétt sinn gegnum dómstóla

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eðlilegast, væri að tjónþolar fengju hluta sektarinnar til sín, annars kann glæpurinn að borga sig. En sama hvernig allt veltist þá borga neytendur þetta á endanum, sektin fer á reikningana í einu eða öðru formi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2010 kl. 15:44

6 identicon

Stefán, það kostar einstaklinga of mikið af sækja rétt sinn á Íslandi svo ég er ansi hræddur um að enginn eigi eftir að láta reyna á það til að fá örfáa þúsundkalla fyrir vikið. Ríkið ætti því að sjá til þess að unnið yrði úr þessu máli fyrir hönd viðskitpavina. Það er eflaust haldinn gagnagrunnur yfir þá sem ahfa keypt síma þarna, ábyrgðarnótur og annað er gefið út á kennitölum og því ætti bara einfaldlega að senda fólki peningana!

Petur (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 06:37

7 Smámynd: Landfari

Það fær enginn einstaklingur eða fyrirtæki sektir í sinn vasa. Það er bara ríkið sem tekur við þeim greiðslum.

Ef sá sem brotlegur er, er dæmdur til að greiða bætur fara þær til þess sem fyrir brotinu verður.

Þessar 700 millur eða hvað það nú var sem kortafyrirtækin voru dæmd til að greiða fóru allar til ríkisins og nú er fyrirtækið sem brotin beindust gegn að fara í skaðabótamál við þau til að fá sitt tjón bætt. Það fyrirtæki fær ekkert af sektinni. í sinn vasa.

Landfari, 10.7.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband