Vei þér Katrín, ef þú lýgur!

Ég trúi Katrínu Júlíusdóttur þegar hún segir að Iðnaðarráðuneytið hafi ekki ráðlagt Magma að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð til kaupa á HS Orku.

 

Í svona máli er ekkert verra en lygi, fjölmiðlar hætta ekki ágengni og lygi kallar aðeins á meiri lygi uns sannleikurinn springur í andlit lygarans.

 

En vei Katrínu ef hún lýgur!

 
mbl.is Veitti Magma ekki ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Mér finnst það alveg nógu alvarlegt það sem Katrín segir; "Þá þótti iðnaðarráðherra undarlegt að nú væri verið að átta sig á því að Magma í Svíþjóð væri skúffufyrirtæki. Það hefði alltaf legið fyrir." Semsagt vissi hún og fleiri um hvernig í pottinn var búið og þótti það bara allt í lagi!!!

Jón Bragi Sigurðsson, 11.7.2010 kl. 14:02

2 identicon

Var ekki Össur fyrirrennari Katrínar í þessu embætti? Hvað skyldi hann vita um málið? Trúi ekki öðru en að hann verði spurður...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er brýnt að sannleikurinn verði kunngerður í þessu máli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 15:12

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Málið snýst um hvort iðnaðarráðuneytið hafi LEIÐBEINT handvöldum "kaupendum" hvernig þeir ættu að standa lögformlega að þessari gerð UMFRAM það sem lög segja til um. Hvert var það í ráðuneytinu sem það gerði ef svo var. Ef hægt er að benda á gögn sem sanna slíka ábyrgð stjórnvalda þá verður ráðherrann að segja af sér. Það þarf ekki sterkar vísbendingar í viðbót til að svo langt verði að ganga að Jóhanna biðji "sinn" ráðherra að bera ábyrgð og segja af sér. - Enn og aftur verð ég samt að nefna það að sala á nýtingarrétti orku sem HS Orka átti ráðstofunarréttinn áorkar tvímælis að hafi staðist EES reglur um viðskipti. Ég minnist þess ómögulega að auglýst hafi verið eftir kaupendum á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA þyrfti amk að fá að segja álit sitt á þessu gerningi.

Gísli Ingvarsson, 11.7.2010 kl. 15:39

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Framkvæmdastjóri Magma á Íslandi, segir ekki rétt sem haldið var fram í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi að hann hafi sagt að iðnaðarráðuneytið hafi ráðlagt fyrirtækinu að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð, til að geta eignast HS orku á Íslandi.
Hverju svarar Svandís  nú.?

Rauða Ljónið, 11.7.2010 kl. 16:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er greinilega grunnt á því góða á milli einstakra ráðherra í ríkisstjórninni.

Ég er ekki einn um að vilja ekki að orkufyrirtækin lendi í eigu erlendra fyrirtækja.  En ég sé ekki í slíku tilfelli eðlislægan mun á því hvort erlent eignarhald sé austan hafs eða vestan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 17:20

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef orkan verður seld til útlendinga, þá getum við allt eins pakkað saman.

hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 18:18

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hilmar rétt hjá þér!

Sigurður Haraldsson, 11.7.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.