Helvítis meinsemi og mannvonska

Hún var nöturleg fréttin í sjónvarpinu í kvöld um konuna sem býr í fjölbýli og þarf að halda leiðsöguhund vegna fötlunar sinnar.

 

Konan hafði fengið samþykki annarra íbúa í húsinu fyrir hundinum, en svo flytur nýr íbúi í húsið og ætlar án skýringa að nýta sér ströngustu túlkun  laga til að flæma hundinn burt.

 

Þetta  er ekkert annað en helvítis meinsemi og mannvonska af verstu sort og hart að lög skuli bakka upp svona bjána.

 
mbl.is Vilja ekki leiðsöguhund í blokkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk sem svona gerir er viðbjóður

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 19:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég sko algjörlega sammála þér...  Að mínu mati ætti ekki að gilda sömu reglur um leiðsöguhunda og gilda um almennt dýrahald.

Jóhann Elíasson, 11.7.2010 kl. 19:27

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ísland er að verða eitthvað ógeðfelldasta samfélag sem þekkist. Ég vil fá mynd af vikomandi

Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skondin myndin af þér.  Vona að hundamálið leysist.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2010 kl. 20:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er nöturlegt og hygg að viðkomandi myndi vilja, þegar fram líða stundir, að vera frægur fyrir eitthvað annað en þetta, svo vonandi sér hann að sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 20:07

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nafn og mynd takk !

Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 20:14

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Spurning hvort nýju íbúarnir vissu af væntanlegum hundi þegar þeir keyptu íbúðina. Sé það svo, verður að leysa málið á þann hátt að Svanhildur Anna hafi sigur.

Ég hvorki sá né heyrði fréttina í fjölmiðlum og veit bara það sem ég las á mbl.is

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.7.2010 kl. 20:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fréttin verður ekki skilin öðruvísi Anna en hundurinn hafi verið komin á undan þeim sem kvörtuðu. Ég efast samt um að það breyti einhverju lagalega séð.

Einhver sagði að hundurinn væri hjálpartæki en ekki hundur, ekki veit ég hvort það telst svo.

En lög eða ekki lög, skiptir ekki máli því svona gera menn ekki!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 20:46

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Finnur, nafn og mynd!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 20:47

10 identicon

Fólk getur verið með slæmt ofnæmi fyrir hundum jafnvel þó þeir séu notaðir sem hjálpartæki.

Lúkas (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 21:32

11 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Samkvæmt fjöleignahúsalögum skal amk. einn eiganda vera geðsjúkur. Ekki er hægt að fá undantekningu á þessari reglu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.7.2010 kl. 21:48

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Til andskotans með þetta ofnmæmi þitt Lúkas

Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 21:48

13 identicon

Ég lenti sjálf í svipuðu fyrir stuttu og þá kynnti ég mér allt í sambandi við þetta áður en ég opnaði munninn,  sá strax að ég var ekki í neinum rétti með minn kött og hélt mér því saman og fann annað heimili fyrir köttinn.  

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1026428

Matthildur (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 21:51

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú getur treyst því Lúkas, að það hefði pottþétt verið tilgreint sem ástæða væri um slíkt að ræða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 22:05

15 identicon

Ég er nú bara helvíti ánægður að fólk sem er á móti hundum hafi kjark til að setja sig upp á móti þessum grátkór sem hundadýrkendur eru, algjörlega óháð því hverjar ástæðurnar eru. Það er mitt mat að almennt eru hundaeigendur einhverjir mestu dónar sem fyrirfinnast á þessu skeri, sem t.d. láta ekki lög og reglur um hundahald vera að þvælast fyrir sér. Slíku atviki var t.d. hampað á forsíðu fréttablaðsins um daginn, rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Kristinn (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:15

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þetta er nú meiri helvítis smásálin.

Mér er sama hvort þetta er ofnæmi eða ekki hjá viðkomandi, hundurinn fer rétt smáspotta á fyrstu hæð, og persónulega finnst mér vandamál konunnar vega töluvert meira.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 23:17

17 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú vilt semsé setja hund (sem er ekkert annað en verkfæri og hjálpartól), og blinda og heyrnaskertan eiganda hans í sama hóp og hundadýrkandi dóna?

Er ekki í lagi?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 23:19

18 identicon

Kristinn, svo þú ert bara helvíti ánægður með þetta?? Sýnir hversu mikinn kærleika þú berð til náunga þíns, þeirra sem eru fatlaðir.  Svona leiðsöguhundar geta gerbreytt lífi viðkomandi, þeir hafa farið í gegnum mikla kennslu og abbast ekki upp á annað fólk.  Fólk eins og þú hugsar bara um sjálft sig og er bara helvíti ánægt með að fötluð manneskja missi hundinn sinn.  Vonandi þarft þú aldrei á slíkri aðstoð að halda, það segi ég bara.

Margrét S. (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:50

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei nú bar vel í veiði, hann ef fundinn maðurinn sem fer eftir öllum reglum klippt og skorið.

Það er eitt Kristinn að vera á móti hundum og annað að svipta konu fatlaða konu hjálpartæki sínu. Það gerir skömm viðkomandi aðeins meiri sé það eina ástæðan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 23:54

20 identicon

þeir sem eru á móti hundum og köttum er svo mikil lítilmenni og #*$# dónar sem skýla sér á bak við lögin án þess að gefa upp nánari skýringar á hvers vegna þeir vilji ekki hafa dýr nálægt sér. 

Arndís b (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 00:57

21 identicon

Það væri nú ágætt ef fólk kynni að lesa. Það myndi eflaust fækka einhverjum smásálarhjartaáföllum. Krumpaðir moggabloggarar mega nú varla við meiru en komið er. En í sambandi við mína persónulegu skoðun um lögbrot og níðingshætti dýrahaldara á Íslandi, þá varðar aðra ekkert um ástæður þess að ég hef mína tilteknu skoðun. Ég hef fullan rétt á minni skoðun. Að því sögðu þykir mér til viðbótar fáránlega lítið tekið á þessum níðingum sem láta þessi dýr ganga laus um götur og stræti.

En um þessa konu. Sé fötlun konunnar með þeim hætti að hún geti ekki lifað án hjálpartækis hlýtur viðkomandi sveitafélag, í þessu tilfelli Akranes, að taka á málunum þ.a. hún geti lifað sómasamlegu lífi og í samræmi við sett lög. Hundurinn sem hjálpartæki er einskis virði ef að það er ekki búið þannig um hlutina að dæmið gangi upp.

Að lokum. Fólk sem er á móti dýrahaldi annarra hefur fullan rétt á skoðunum sínum og það hefur lögin með sér í því sambandi.

Kristinn (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 11:48

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað mátt þú hafa þína skoðun Kristinn, skárra væri það nú. En það er góðra manna siður að sitja á strák sínum í svona málum og láta kyrrt liggja, þótt maður hafi "rétt" fyrir sér.

Það þarf ekki að opna nema annað augað til að sjá að þörf konunnar fyrir hundinn er meiri en þörf þess pirraða.

Svo er það ekki réttlátt og afskaplega ólýðræðislegt að hver og einn íbúi í fjölbýli hafi neitunarvald í þessum málaflokki einum, þegar sá sami verður í öllum öðrum málum að beygja sig undir vilja einfalds meirihluta, jafnvel þótt það  skuldbindi hann upp á milljónir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2010 kl. 14:48

23 identicon

Þar er ég ósammála þér Axel. Yfirgangur hundaeigenda og frekja mun halda áfram á meðan þögnin varir.

Þá er það líka spurning hvort aðrir ættu ekki einfaldlega að "sitja á strák sínum" í þessu máli. Það er munur á að einfaldur meirihluti geti skuldbundið einstakling upp á milljónir og svo á að einfaldur meirihluti geti dregið einstakling til dauða með því að þvinga upp á hann heilsuspillandi aðstæðum. 

Kristinn (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 19:16

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristinn, þú talar um að það standi upp á Akraneskaupstað að leysa málin. Hvað er Akranes annað en samfélag þeirra sem þar búa?

Er fatlað fólk að þínu mati ekki hluti samfélagsins? Nei þú þarft ekki að svara þessu ég þykist vita svarið.

En er fötluð kona,  með hund sem hjálpartæki, ekki líka hluti samfélagsins?

Ef hún er það að þínu mati, afhverju telur þú þá að Akraneskaupstaður ætti að sjá henni þá fyrir einhverjum sérlausnum svo þú þurfir ekki að þola návist hennar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband