Útrýmum áfengi – drekkum það allt!

Það er bull að stjórnvöld á Íslandi hafi ekki stefnu í áfengismálum. Hér hefur verið óbreytt stefna í þeim málum í áratugi og gefist vel.

 

Áfengisstefnan  er sáraeinföld og mjög skýr;  halda skal bæði neyslu og verði áfengis í hæstu hæðum til að fylla í fjárlagagötin.

 

Þannig verður áfengisstefnan á Íslandi  á meðan verðlagning á víni verður notuð sem hagstjórnartæki.

   
mbl.is Stefnulaus stjórnvöld í áfengismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er eina kommúnistaríkið þar sem áfengi hefur hækkað um 75% á 2 árum.

Öll hin norðurlöndin hafa farið í þveröfuga átt enda áfengi álitið neysluvara í siðmennntuðum löndum.

Áfengi er t.d. ekki hættulegra en ostur sem er uppfullur af fitu og salti...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sem tæki til að sporna við áfengisvanda eru verðhækkanir gagnslausar, þeir sem eru orðnir háðir víninu kaupa það hvað sem verðinu líður.  Það eru helst þeir sem sjaldan og lítið nota vín, sem neyta sér um brjóstbirtuna sökum verðlagningarinnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2010 kl. 14:33

3 identicon

Fólk drekkur ekki minna, það bruggar og smyglar meira

Ari (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.