Jæja þá er það búið!

Björk hefur talað, þá þarf ekki frekari vitnanna við.  Við verðum að hlýða, ekki spurning. Úrskurði Bjarkar verður ekki áfrýjar nema til hins æðsta dóms.

 

Sá dómur hefur ekki komið saman síðan „fortjald musterisins rifnaði í tvennt ofan frá og niður úr“ og óvíst að það gerist úr því sem komið er.  

 


mbl.is Umboðsmaður skoði Magma-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla að afhenda mitt bréf á morgun

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2010 kl. 18:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gott mál Ásdís. En hvað heldur þú að þurfi mörg mín og þín bréf til að vega upp á móti einu Bjarkarbréfi, ef marka má hve fjölmiðlar eru forsteiktir af þessu Bjarkarheilkenni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 18:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara eitt frá mér, ég er alveg á við Björk, þeir vita það bara ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2010 kl. 19:29

4 identicon

Ferlega eru margar smásálir hérna með minnimátterkennd gagnvart Björk. Sérstaklega Axel Jóhann sem þyrfti að skella sér til sála.

Það er ástæða fyrir því að henni þykir vænt um landið sitt og gerir eitthvað í því. Hún er heilbrigð og sér í gegnum ruglið.

Svo er fólk sem gagnrýnir þá sem þora. Það lægsta af þeim lægstu.

Már (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 20:00

5 identicon

Hver á að kaupa magna út?  Er eitthvað um það í lögunum að fyrirtæki þurfi að vera með einhverja tiltekna starfsemi .  Hef grun um að  þetta sé löglegt hjá Magna og ef það á að fara að rifta þessu þá kosti það skrjiljónir

sæmundur (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 20:02

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég tek undir með Sæmundi og það sýnir enn og aftur hvers konar aular það eru sem sitja á alþingi. Og hversu arfaslök stjórnsýslan er hjá okkur.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 20:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Már, það má enginn standa fyrir utan hina einu sönnu útgefnu elítuskoðun án þess að snillingar eins og þú spretti fram og upplýsi um bágt sálfræði- og persónuástand viðkomandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 23:32

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég met Björk fyrir þetta.

hilmar jónsson, 13.7.2010 kl. 23:45

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar auðvitað er hægt að styðja Björk, rétt eins og aðra, hugnist mönnum boðskapurinn.

En það hefur bara verið þannig að engu skiptir hvort Björk segir eitthvað af viti eða bullar út í eitt, fjölmiðlar stökkva á það um leið og blása það út og hampa sem einhverjum stóra sannleik.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.7.2010 kl. 00:34

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skrítið hvað fólk fer alltaf að tala um smásálir ef maður hefur sjálfstæða skoðun, er einhver skilda að líka vel við Björk? ég bara spyr. Minnimáttarkennd er eitthvað sem ég fæddist ekki með og hef ekki í mínum ranni, hinsvegar á ég ómælt af eiginleikanum að "samgleðjast" þegar það á við, öfund er ekki til hjá mér heldur en heiðarleiki er mitt mottó. Már minn, skoðaðu sjálfan þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2010 kl. 10:50

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Er Björk ekki ESB aðildarsinni? Fyrirtækin innan ESB munu fara með sama hætti um ísland og Magmi gerir, og það mun verða fyllilega löglegt ef að Ísland er aðili að ESB.

 þessvegna finnst mér þetta bara vera fyrirsláttur og auglýsingarbrella hjá söngkonunni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.7.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.