Réttindi og skyldur

rækjur 2Fylgja úthlutuðum kvóta bara réttindi en engar skyldur? Telja útgerðarmenn að kvótinn, sem þjóðin færir þeim til afnota endurgjaldslaust, sé einungis ætlaður til að þjóna þröngum hagsmunum þeirra en ekki  þörf þjóðarbúsins í heild?

 

Kvótakerfið var fyrst og fremst hugsað sem skiptingaraðferð á takmarkaðri afkastagetu fiskistofnanna, en ekki sem bókhaldsbrellur og sjónhverfingar.

 

Hafi handhafar rækjukvótans ekki áhuga á að veiða kvótann og skila þannig verðmæti hans í þjóðarbúið, hafa þeir ekkert með hann að gera og sjálfsagt að gefa öðrum tækifærið.

 

En vakni núna allt í einu vilji LÍÚ mafíunnar til að nýta  rækjuna með veiðum þá er sá möguleiki þeim auðvitað opinn,  veiðarnar eru jú frjálsar.

 

Ef málið snýst um veðsetningar, þá verða útvegsmenn, rétt eins og aðrir sem verða fyrir veðfalli, að leggja til ný veð.

 

Þeir ættu ekki frekar en aðrir að geta veðsett það sem þeir eiga ekki.

 
mbl.is Talsvert fé bundið í rækjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka sannyrta grein sem lýsir afar vél kjarna málsins á hnitmiðaðan hátt.

Ef pólitíkusar gætu alment í störfum sínum tekið upplýstar og skeleggar ákvarðanir með hag þjóðar að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þá væri staðan allt önnur og betri í dag.

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 07:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Kristján.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.7.2010 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.