Hvenær eru afskriftir dyggð og hvenær glæpur?
21.7.2010 | 07:48
Þetta er einkennileg frétt og er raunar ekki frétt því hún ber þess öll merki að vera alfarið hönnuð í reykfylltu bakherbergi upp í Hádegismóum, þar sem gremja og biturð svífa um sali.
Morgunblaðið lýsir Jón Bjarnason alfarið ábyrgan fyrir hugsanlegu útlánatapi Byggðastofnunar verði rækjuveiðar gefnar frjálsar.
Að mati Moggans bera lántakendurnir greinilega ekki ábyrgð á sínum lántökum og blaðið hvetur þá beinlínis til að hætta að greiða af þessum lánum, sem nema um 1,3 milljarði og eru með óbeinu veði í rækjukvótanum, og láta þau falla á skatt- greiðendur.
Er Mogginn með hótanir, hvað gengur blaðinu til, hverjir eiga annars blaðið? Getur verið að þetta tengist eitthvað sægreifa eignarhaldinu á blaðinu?
Ef upp er runnið nýtt siðferðis og réttlætismat á Mogganum væri þá ekki rétt að blaðið byrjaði þá herferð í eigin ranni og fjallaði um milljarðana sem afskrifaðir voru af skuldum Moggans og vellt var á almenning, þegar núverandi eigendur keyptu blaðið.
Hvar er sú umfjöllun, hvar eru áhyggjur blaðsins af skattgreiðendum og almenningi í því máli? Hvað voru milljarðarnir margir, muna þeir það á Mogganum?
Morgunblaðið gerir hugsanlegar afskriftir Byggðastofnunar á þessum lánum, að einhverju stór máli. Ef allt fer á versta veg og þessi lán falla á byggðastofnun þá hlýtur Byggðastofnun að leysa til sín skip og önnur framleiðslutæki viðkomandi fyrirtæja og selja þau til framsækinna aðila, sem áhuga hafa á að hasla sér völl í greininni en hafa ekki getað fram að þessu vegna einokunar LÍÚ mafíunnar.
Þó kostnaður ríkisins við innlausn rækjukvótans veðri milljarður eru það smáaurar einir í þeim hrunadansi afskrifta sem stíginn hefur verið af miklum krafti undanfarna mánuði þegar einstaklingar, sumir hverjir, hafa hiksta- og táralaust fengið milljarðatugi afskrifaða.
Byggðastofnun í vandræðum á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.