Hefði átt að múlbinda Össur?

Sterkasti leikur Samfylkingarinnar í aðildarumsóknarferlinu að ESB hefði sennilega verið sá að múlbinda utanríkisráðherrann. Það hefði í það minnsta getað orðið til þess að andstæðingum aðildar hefði fjölgað mun hægar er raun ber vitni. múll

Svo ekki sé talað um það spennufall sem orðið hefði hjá öfga- og hatursbloggurum sem hefðu orðið að finna svika- og landráðaásökunar þráhyggju sinni annan farveg.

Ekki að ég haldi að það hefði verðið þeim vandamál í sjálfu sér, en það hefði skapað smá tilbreytingu í umræðuna, sem hefur verið harla einhæf og leiðinleg.

Margt bendir til að líf þessarar stjórnar sé á enda runnið því ekki verður betur séð en VG séu að smíða sér stjórnarslitamál úr Magma málinu.

Þá mun hann rætast draumur margra um að koma hrunaflokkunum aftur til valda. Þá fyrst yrði alþýðu þessa lands ljóst hve nöpur og nístandi merking orðtaksins „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ getur í raun orðið,  þegar Sjálfstæðisflokkurinn færi að úthluta lýðnum réttlætinu að sínum hætti.


mbl.is Afstaða VG til ESB óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek mjög undir upphafsorð þín og tel að þannig hefði mátt minka niðurlægingu okkar, því það er sama hvort við hefðum notað asna eða flón niðurstaðan hefði alltaf orðið sú sama. 

Æskilegt væri að þeir sem hér eftir tóra dragi nokkurn lærdóm af atburðum og ég trúi að svo verði.   Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn í dag en þar vantar ljóslega dug og þor, en sjáum til því ég held að okkar framtíð liggi til sjálfstæðis og hægri.   

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er undarlegt Hrólfur, að þið hægrimenn, sem standið sem steinrunnir því þið vitið ekki hvorn fótinn þið eigið að setja fram fyrir hinn, skulið ekki fagna gjörðum Össurar og hvetja hann áfram í stað þess að finna honum allt til foráttu, slíkt skaðræði sem þið teljið hann vera framgangi málsins.

En svona er það bara, vitið er ekki meira en Guð gaf. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband