Mönnum skrikar fótur í eigin afurð.

Þeir voru ófáir sem gersamlega ætluðu af hjörunum, þegar  ráðherrar leyfðu sér að velta vöngum yfir gengislánadómi Hæstaréttar og afleiðingum hans.

Einstaklingar og hagsmunasamtök  hrópuðu á torgum af hneykslan yfir þeirri ósvinnu og sögðu að án undantekninga ættu dómstólarnir að vera yfir gagnrýni hafnir.

Núna ná þessir sömu aðilar ekki upp í nefið á sér af vandlætingu og rífa sig niður í rassgat í gagnrýni sinni og fordæmingu á vaxtadómi Héraðsdóms og vanda dómaranum ekki kveðjurnar.

Það er greinilega mjög afstætt hvort og hvenær dómstólar eru hafnir yfir gagnrýni og hverjum leyfist slíkt.


mbl.is Furða sig á gengisdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll sérð þú ekki spillinguna þarna á ferð?

Sigurður Haraldsson, 26.7.2010 kl. 08:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Getur þú bent mér á hana? Ef dómur fellur neytanda í hag eru dómararnir guðdómlegir, falli hann á hinvegin er dómarinn spilltur! Mætti ekki eins segja að neytendurnir, þú og ég séum spilltir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 10:54

3 identicon

Uh, er dómarinn ekki gift einum eiganda lögfræðistofunnar sem sækir málið fyrir Lýsingu?

Neinei, alls engin hagsmunatengsl þar...

Óli (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það fer tvennum sögum af því hversu náið samstarf er milliu Brynjars Níelssonar og Sigurmars K. Albertssonar. Það er að minnsta kosti óhrakin staðreynd að Brynjar leigir skrifstofupláss af fyrirtæki Sigurmars og hefur þar sína vinnuaðstöðu. Hvaða merkingu það hefur skal ósagt látið.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.