Já og fara svo, Magma

Það er auðvitað ástæðulaust að segja Ross Beaty frá því hve miklar vonir eru bundnar við að hann standi við þá hótun, að hætta við kaupin.


mbl.is Beaty: Vilja ekki hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Menn hafa talað um fyrst stóru fjárfestinguna eftir hrun...

Hver er fjárfestingin ef lán er tekið fyrir henni ? Svoleiðis leiddi Jón Ásgeir sína menn, og bara gott ef Magma hættir við.

Betra að íslensk fyrirtæki fái lánsféð.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:09

2 identicon

BÆBÆ Beaty !

Kveðja rúmlega 90% landsmanna.

RIP 1% auðmanna

Már (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:45

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var búinn að afgreiða þetta á síðasta blogginu mínu.

Árni Gunnarsson, 1.8.2010 kl. 22:40

4 identicon

Það sem stjórnvöld, vinir þeirra og styrktaraðilar hræðast mest eru útlendingar sem hingað koma og lækka verðið svo um munar.

Bensín, ekki fengu hinir Kanadísku Irvingar að opna hér bensínstöðvar. Var það vegna þess að þeir ætluðu að selja bensínið á uppsprengdu verði?

Byggingavörur, hvernig fór ekki fyrir Bauhaus þegar þeir ætluðu að byggja í Garðabæ. Nú stendur þar BYKO verslun og bæjarstjóri Garðabæjar fékk víst gott djobb hjá BYKO. Alveg einstök tilviljun að sjálfsögðu.

Kjöt og grænmeti eru víst stórhættulegar vörur. Hingað mátti lengi vel ekki flytja inn þessar vörur vegna hinna skæðu sjúkdóma sem hingað gætu borist frá hinum hræðilega sjúku útlöndum. Núna má flytja þetta inn ef borgaðir eru nokkur hundruð prósent tollar, það virkar víst eins og bólusetning skilst mér.

Bankar, "einkavæðum bankana" sögðu þeir "en pössum að engir þessara óheiðarlegu útlendinga fái að kaupa" klöppuðu hvor öðrum á öxlina "best er að hafa þá í eigu íslendinga, íslenskt viðskiptasiðferði er á svo miklu hærra plani en hjá þessum útlendingum".  -Og mörgum árum seinna, eftir að mikið hefur gengið á, er viðhorfið nákvæmlega það sama, þó nú sé talað um leigu á borholum en ekki eignarhald á banka.

Hvað þurfa hinir að gera ef Magma lækkar verulega orkuverð? Hver yrðu viðbrögð Reykvíkinga ef OR væri að rukka tvöfalt eða þrefalt það sem suðurnesjamenn væru að borga? Einhverjir gætu þá þurft að fara að fækka utanlandsferðum og kampavínsveislum.

Einhverjir sjá fram á að missa spón úr sínum aski, og það er ekki almenningur. Ef Magma væri að koma hingað til að hækka orkuverð getur þú bókað það að þetta mál hefði fyrir löngu verið þagað í hel.

Lúlli (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband