Já, nei, kannski, alltaf ,stundum, ekki.

Meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB og fara í tilheyrandi  aðildarviðræður, sem munu hefjast innan skamms. Það breytir engu þó meirihlutafylgi við aðild sé ekki í spilunum í dag, ferlið er hafið, samkvæmt ákvörðun Alþingis og rökleysa ein að ganga það ekki á enda.

 Þá fyrst, að gerðum aðildarsamning,  skiptir máli hvort meirihluti sé með eða á móti aðild að ESB. Hvort veður, ræðst af því hvort samningurinn sé okkur að skapi, ef hann er það ekki, þarf ekki að ræða það mál frekar.

En því ber að fagna að Bjarni Ben boði  nýtt og ferskt lýðræðisviðhorf Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fram til þessa ekki  gefið mikið fyrir álit og skoðanir kjósenda milli kosninga.

Fullkominn skortur á beinu lýðræði hefur ekki verið vandamál þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd þó formaðurinn kalli slíkt fullkomið ábyrgðarleysi í dag. Ég leyfi mér að draga í efa að Bjarni hafi minnsta áhuga á að axla þessi skinn sín, fái hann valdið til þess. Enda verður, ef það gerist, stjórnað af slíkri ábyrgð og festu að ekki verður þörf á afskiptum kjósenda.


mbl.is Ekki þingmeirihluti fyrir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stjórnin er fallin og hinir flokkarnir eru ekki gjaldgengir í nýja því verður að koma til nýtt afl fyrir fólkið og lýðræðið sátt næst ekki fyrr.

Sigurður Haraldsson, 15.8.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó stjórnin springi þá kemur ekkert nýtt afl Sigurður, til þess þarf kosningar og við getum bölvað okkur upp á að fjórflokkurinn hefur ekki áhuga á kosningum. Þeir munu reyna hvað þeir geta til að berja saman nýja stjórn.

Ég spái Vg+D+B 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.8.2010 kl. 14:14

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alþingi var STÓRKOSTLEGA BLEKKT í fyrra Axel. Sem er GRAF-ALVARLEGUR
HLUTUR! Var sagt að um UMSÓKN væri að ræða, en um ALÖGURNARFERLI AÐ ESB er að ræða. TVEIR GJÖRÓLIKIR HlUTIR. Þess vegna á
að draga þessa landráða-aðlögunarferli að ESB hið snarasta í baka.
Þjóðin hefur ALDREI verið spurð um að ALLAGAST ESB! Þess vegna verður
gerð bráðlega uppreisn gegn þessu landsöluliði öllu ef þetta AÐLÖGUNARFERLI verði ekki tafarlaust afturkallað! Það verður ekki einfaldað en það! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 14:58

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

I cannot control THE VOLUME of my VOICE!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.8.2010 kl. 16:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er mögnuð túlkun Guðmundur, senda inn umsókn....og hvað svo, ekkert framhald? Allt í plati?

Eru engin takmörk fyrir hve vitlausa og barnalega menn eru tilbúnir að spila sig í útúrsnúningum fyrir málstaðinn? 

Ertu ekki að verða þreyttur á þessari innistæðulausu landráðasíbylju þinni Guðmundur? Var það ekki Göbbels karlinn sem sagði að ef hamrað væri nógu oft á lyginni þá yrði hún sönn? Ekki ónýtt að leita í hans smiðju.

Hvað telur þú að ég þurfi að hamra oft á einhverjum rógburði og dylgjum um þig til að hann verði sannur Guðmundur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.8.2010 kl. 23:50

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú átt bágt Axel minn! VIRKILEGA!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2010 kl. 00:34

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tek þetta sem hrós Guðmundur, get ekki annað!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.8.2010 kl. 00:47

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Guðmundur;

Ég veit ekki til þess að þjóðin hafi verið spurð álits á einum einasta hlut undir stjórn Sjallanna. En eftir hrunið virðist fólk hafa haldið það, að með kjöri nýrrar stjórnar eigi það bara að snúa pólitíkinni á landinu á haus; en það eina sem hefur verið öruggt undir þessari stjórn að það skiptir engu máli hverju er fleygt fram, hverju er ýtt í framkvæmd, fólk eins og þú kvartar undan öllu sem hún gerir, og tekur því sem persónulegri árás að alþingismenn almennt dragi andann.

Það tekur tíma að gera hlutina, og úr því að það er fyrir það fyrsta búið að eyða tíma og pening í það að senda inn þessa umsókn, þá sæmir það einfaldlega heilbrigðri skynsemi að fylgja henni á eftir hvort sem við á endanum göngum í ESB eða ekki.

Ef stjórn landsins (hvort sem þar sitja X-S, V-G, X-D, eða X-B) tæki sér pásu til þess að leggja undir þjóðina hvert einasta frumvarp, allar hugdettur (eða bara til að fá þitt góðfúslega leyfi til þess að skeina sér), þá fyrst fengi þjóðin eitthvað til þess að kvarta undan.

Þetta var kosningaloforð Samfylkingarinnar í síðustu kosningum. VG (sem og þjóðin öll vissi þetta), VG sætti sig við þessa ákvörðun í myndun meirihluta í kjölfarið, og því þykir ekkert eðlilegra, en að þetta loforð verði efnt sem og önnur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.8.2010 kl. 01:01

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Inga. 

Það er sama hvað menn rausa um að þjóðaratkvæðagreiðslan um inngöngu í ESB verði aðeins ráðgefandi, þá veist þú Guðmundur eins vel og ég að; ég, þú, hann, hún, þau, þeir, þær - já landsmenn allir munu aldrei una því að sú atkvæðagreiðsla verði ekki bindandi og ekkert annað.

En ert þú Guðmundur tilbúinn að kyngja því að sú atkvæðagreiðsla verði bindandi, verði meirihluti fyrir ingöngu í ESB?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.8.2010 kl. 02:42

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Einfaldur meirhluti á ekki að vera nóg til þess að þjóðin gangi í ESB t.d. 50,1% en 49,9% á móti. Það á að krefjast aukins meirihluta þegar stór hluti af fullveldi löggjafarvaldi og sjálfstæði þjóðarinnar er tekið frá henni og fært til Brussel.

Vegna þess að ef svo færi í einum kosningum þá yrði aldrei kosið neitt aftur.

Börnin mín sem enn hafa ekki kosningarétt og barnabörnin mín sem ekki hafa nein neinn kosningarétt ennþá verða aldrei spurð en mega samt lifa lífinu undir þessu, hvort sem þeim líkar það betur eða verr bara af því að naumur meirihluti fyrir löngu síðan lét af hendi fullveldi landsins og stærstan part af lögggjafarvaldinu.

Þess vegna á að krefjast aukins meirihluta til þess að samþykkja ESB aðild.

Til dæmis að allt að 2/3 hlutar samþykktu aðild og a kosningaþátttaka væri yfir 90%.

Slíkt fyrirkomulag er þekkt frá öðrum löndum sé verið að gefa eftir af varanlegum réttindum eða sjálfstæði þjóðarinnar, sem muni vara um langan tíma.

Þannig myndi ég samþykkja að kosning um ESB málið verði bindandi.

Ef málið verður samþykkt hér með naumindum þá verður Ísland aldrei samt á eftir og hér mun verða uppi stanslaus sundrung og fjandskapur. Ég tek fyllilega undir með Guðmundi Jónasi að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þjóðinni verði komið undir helsi ESB.

Hinns vegar er ég ekkert hræddur um að það verði svona mjótt á munum í þetta skiptið því að þjóðin mun kolfella ESB aðild þegar henni loks verður leyft að hafa eitthvað um það mál að segja.

Hinnsvegar ætti að setja þetta í nýja stjórnarskrá, þetta með aukna meirihlutann, til þess að tryggja það um aldur og ævi að tækifærissinnaðir landsölumenn geti aldrei selt landið okkar eða komið því undir erlend yfirráð, þó svo á móti blási um stund.  

Gunnlaugur I., 16.8.2010 kl. 08:52

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnlaugur, það er merkilegt að margir sem gefa sig út fyrir að vera meiri unnendur lýðræðis en aðrir, virðast sjálfir eiga erfiðast með að beygja sig undir lýðræðið ef á þá hallar.

Væri ekki því ekki upplagt í stað aukins meirihluta að ganga bara alla leið og krefjast þess að aðild verði ekki samþykkt nema hún verði einróma?

Ég er alfarið á þeirri skoðun að klára beri aðildarviðræðurnar og öfgar og sleggjudómar megi alveg missa sig í þessari umræðu. Framsetning áróðurs í stíl Guðmundar og fleiri á þeirri línu lokkar mig ekki til andstöðu við ESB nema síður sé, því öfgarnar yfirkeyra rökin í málinu.

Til að forðast misskilning þá er ég ekki sérstakur aðdáandi ESB og mun pottþétt greiða atkvæði á móti aðild, líki mér ekki niðurstaðan að loknum samningum.

Er sem mér finnst Gunnlaugur að þú viljir fá að kjósa um málið þar til "rétt" niðurstaða liggur fyrir, mig minnir að öfgakarlarnir hafi gagnrýnt ESB fyrir einmitt þetta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.8.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.