Keyrt og drukkið til skiptis

Þessi frétt minnir mig á sögu sem ég heyrði fyrir margt löngu um tvo félaga í Reykjavík sem ætluðu á útihátíð austur á landi. Þeir gátu ómögulega komið sér saman um hvor þeirra ætti að keyra á útihátíðina,  því báðum langaði til að byrja drykkjuna strax.

Eftir nokkurt þref duttu þeir félagarnir niður á það þjóðráð að skiptast á um að keyra og drekka klukkutíma í senn, sem þeir og gerðu.  Sagan segir að þeir hafi með þessu fyrirkomulagi náð austur undir Kirkjubæjarklaustur þar sem ökuferðin endaði út í hrauni, blessunarlega án slysa á mönnum eða búfénaði.

Gildum ökuskírteinum mun hafa fækkað um tvö í þarna í hrauninu.

gfon505l


mbl.is Tveir dópaðir á sama bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

var ekki "gantast" með þessa hluti eins og - sá sem er of fullur til að syngja keyrir

Jón Snæbjörnsson, 16.8.2010 kl. 09:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband